Stjörnumenn að endurskrifa sögubækurnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2014 06:00 Sigurmark Atla Jóhannssonar á móti skoska liðinu Motherwell er ein eftirminnilegasta stund íslenska fótboltasumarsins 2014. Fréttablaðið/Daníel Stjörnumenn voru búnir að bíða lengi eftir fyrsta Evrópuleiknum en þeir hafa nýtt fyrsta tækifærið sitt í Evrópuboltanum afar vel. Evrópuævintýrið í Garðabænum í ár er þegar orðið sögulegt en uppskera Stjörnumanna úr fyrstu fimm leikjum sínum í Evrópudeildinni er fjórir sigrar og ekki eitt einasta tap. Það er sama hvar er komið niður í sögu íslensku liðanna í Evrópukeppninni því ekkert þeirra kemst með tærnar þar sem Stjörnumenn eru með hælana hvað varðar árangur í fyrstu leikjum félagsins í Evrópukeppni. KR-ingar töpuðu sem dæmi fyrstu fimm Evrópuleikjum sínum með markatölunni 5–20, Skagamenn töpuðu fjórum af fyrstu fimm leikjum sínum og Valsmenn náðu ekki að vinna leik í fyrstu fimm Evrópuleikjum sínum frekar en KR, ÍA, Valur og Keflavík. Blikar stóðu fremst fyrir „innrás“ Stjörnumanna á listann en Breiðablik vann tvo af fyrstu fimm Evrópuleikjum félagsins. Fylkismenn töpuðu reyndar aðeins tveimur af fyrstu fimm leikjum sínum en fögnuðu bara einum sigri. Stjörnumenn voru þegar búnir að bæta afrek Fylkismanna (frá 2001) og Þórsara (frá 2012) með því að komast áfram í tveimur fyrstu umferðum sínum í Evrópukeppninni en Grindvíkingar komust einnig áfram eftir sigra í fyrstu tveimur Evrópuleikjum sínum þegar þeir tóku þátt í Intertoto-keppninni sumarið 2001. Tveir 4–0 stórsigrar á velska liðinu Bangor City voru frábær byrjun hjá Stjörnuliðinu og dramatískur endurkomusigur á skoska liðinu Motherwell og stórbrotið sigurmark Atla Jóhannssonar voru einn af hápunktum íslenska fótboltasumarsins 2014. Stjörnumenn eru hins vegar ekki hættir og 1–0 sigur á reynsluboltunum í Lech Poznan frá Póllandi er eitt af stærstu afrekunum í sögu íslenskra liða í Evrópukeppninni. Lech Poznan hefur verið fastagestur í Evrópukeppninni síðustu ár og fór alla leið í sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar 2010-11. Stjörnumenn verða þó að hafa varann á því pólska liðið hefur tapað á útivelli í síðustu tveimur umferðum sínum í Evrópukeppni en svarað því með sigri í heimaleiknum. Staðan er góð í hálfleik en það er mikið eftir enn. Seinni leikurinn fer fram í Póllandi á fimmtudaginn í næstu viku og í boði er sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Þar gæti beðið afar spennandi mótherji og möguleiki á að gera betur en FH-liðið sem var einu skrefi frá riðlakeppni Evrópudeildarinnar fyrir ári. Hver endirinn verður á þessu Evrópuævintýri verður að koma í ljós en það breytir ekki því að Stjörnumenn eru búnir að skrifa sig með stæl í sögubækurnar og það er frekar ólíklegt að fyrstu leikir félaga verði nokkurn tímann eins glæsilegir og hjá Garðbæingum í sumar. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Þetta er algjört ævintýri Árangur Stjörnunnar er einstakur segir einn helsti knattspyrnusérfræðingur landsins og er sigurinn einn sá merkilegasti í íslenskri knattspyrnusögu. 1. ágúst 2014 20:30 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Lech Poznan 1-0 | Evrópuævintýrið heldur áfram Stjarnan gerði sér lítið fyrir og lagði pólska liðið Lech Poznan 1-0 á heimavelli í fyrri leik liðanna í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Markalaust var í hálfleik. 31. júlí 2014 13:39 Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira
Stjörnumenn voru búnir að bíða lengi eftir fyrsta Evrópuleiknum en þeir hafa nýtt fyrsta tækifærið sitt í Evrópuboltanum afar vel. Evrópuævintýrið í Garðabænum í ár er þegar orðið sögulegt en uppskera Stjörnumanna úr fyrstu fimm leikjum sínum í Evrópudeildinni er fjórir sigrar og ekki eitt einasta tap. Það er sama hvar er komið niður í sögu íslensku liðanna í Evrópukeppninni því ekkert þeirra kemst með tærnar þar sem Stjörnumenn eru með hælana hvað varðar árangur í fyrstu leikjum félagsins í Evrópukeppni. KR-ingar töpuðu sem dæmi fyrstu fimm Evrópuleikjum sínum með markatölunni 5–20, Skagamenn töpuðu fjórum af fyrstu fimm leikjum sínum og Valsmenn náðu ekki að vinna leik í fyrstu fimm Evrópuleikjum sínum frekar en KR, ÍA, Valur og Keflavík. Blikar stóðu fremst fyrir „innrás“ Stjörnumanna á listann en Breiðablik vann tvo af fyrstu fimm Evrópuleikjum félagsins. Fylkismenn töpuðu reyndar aðeins tveimur af fyrstu fimm leikjum sínum en fögnuðu bara einum sigri. Stjörnumenn voru þegar búnir að bæta afrek Fylkismanna (frá 2001) og Þórsara (frá 2012) með því að komast áfram í tveimur fyrstu umferðum sínum í Evrópukeppninni en Grindvíkingar komust einnig áfram eftir sigra í fyrstu tveimur Evrópuleikjum sínum þegar þeir tóku þátt í Intertoto-keppninni sumarið 2001. Tveir 4–0 stórsigrar á velska liðinu Bangor City voru frábær byrjun hjá Stjörnuliðinu og dramatískur endurkomusigur á skoska liðinu Motherwell og stórbrotið sigurmark Atla Jóhannssonar voru einn af hápunktum íslenska fótboltasumarsins 2014. Stjörnumenn eru hins vegar ekki hættir og 1–0 sigur á reynsluboltunum í Lech Poznan frá Póllandi er eitt af stærstu afrekunum í sögu íslenskra liða í Evrópukeppninni. Lech Poznan hefur verið fastagestur í Evrópukeppninni síðustu ár og fór alla leið í sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar 2010-11. Stjörnumenn verða þó að hafa varann á því pólska liðið hefur tapað á útivelli í síðustu tveimur umferðum sínum í Evrópukeppni en svarað því með sigri í heimaleiknum. Staðan er góð í hálfleik en það er mikið eftir enn. Seinni leikurinn fer fram í Póllandi á fimmtudaginn í næstu viku og í boði er sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Þar gæti beðið afar spennandi mótherji og möguleiki á að gera betur en FH-liðið sem var einu skrefi frá riðlakeppni Evrópudeildarinnar fyrir ári. Hver endirinn verður á þessu Evrópuævintýri verður að koma í ljós en það breytir ekki því að Stjörnumenn eru búnir að skrifa sig með stæl í sögubækurnar og það er frekar ólíklegt að fyrstu leikir félaga verði nokkurn tímann eins glæsilegir og hjá Garðbæingum í sumar.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Þetta er algjört ævintýri Árangur Stjörnunnar er einstakur segir einn helsti knattspyrnusérfræðingur landsins og er sigurinn einn sá merkilegasti í íslenskri knattspyrnusögu. 1. ágúst 2014 20:30 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Lech Poznan 1-0 | Evrópuævintýrið heldur áfram Stjarnan gerði sér lítið fyrir og lagði pólska liðið Lech Poznan 1-0 á heimavelli í fyrri leik liðanna í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Markalaust var í hálfleik. 31. júlí 2014 13:39 Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira
Þetta er algjört ævintýri Árangur Stjörnunnar er einstakur segir einn helsti knattspyrnusérfræðingur landsins og er sigurinn einn sá merkilegasti í íslenskri knattspyrnusögu. 1. ágúst 2014 20:30
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Lech Poznan 1-0 | Evrópuævintýrið heldur áfram Stjarnan gerði sér lítið fyrir og lagði pólska liðið Lech Poznan 1-0 á heimavelli í fyrri leik liðanna í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Markalaust var í hálfleik. 31. júlí 2014 13:39