Við erum allar mjög spenntar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júlí 2014 09:00 Guðmunda Brynja Óladóttir er fyrirliði Selfoss vísir/valli Kvennalið Selfoss braut blað í sögu félagsins á fimmtudagskvöldið þegar það tryggði sér sæti í úrslitaleik Borgunarbikarsins eftir sigur á Fylki, en Selfoss hefur aldrei áður átt lið í úrslitaleik bikarkeppninnar í knattspyrnu, hvorki kvenna- né karlalið. Sigurinn var þó allt annað en auðsóttur. Blake Ashley Stockton kom Selfossi tvisvar yfir í venjulegum leiktíma, en Carys Hawkins og Anna Björg Björnsdóttir jöfnuðu fyrir Fylki. * Ekkert var skorað í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem Alexa Gaul reyndist hetja Sunnlendinga. Bandaríski markvörðurinn varði öll þrjú víti Fylkiskvenna og skoraði svo sjálf úr síðasta víti Selfyssinga. Celeste Boureille og fyrirliðinn Guðmunda Brynja Óladóttir skoruðu einnig úr sínum spyrnum, en sú síðarnefnda var að vonum hæstánægð þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. „Þetta var ótrúlega sætt og ótrúlega skemmtilegur leikur að spila,“ segir Guðmunda sem fannst Selfyssingar vera með undirtökin stóran hluta leiksins. „Mér fannst við vera betri aðilinn fyrsta hálftímann í báðum hálfleikjum, en svo duttum við niður og þær refsuðu okkur. Þetta var baráttuleikur tveggja liða sem vildu svo sannarlega komast í úrslitaleikinn. „En Alexa er frábær í vítum og það var meiri ró yfir okkur en Fylkisliðinu í vítaspyrnukeppninni,“ bætir Guðmunda við, en hún hefur verið lengi að þrátt fyrir ungan aldur. Guðmunda hefur skorað 25 mörk í 45 leikjum fyrir Selfoss í efstu deild og eitt mark í þremur A-landsleikjum fyrir Íslands hönd. Þá hefur hún leikið fjölda leikja með yngri landsliðum Íslands. Guðmunda segir sigurinn á fimmtudaginn stærstu stundina á ferlinum til þessa: „Já, ég held það. Þetta toppaði það þegar við fórum upp um deild fyrir þremur árum. Við erum allar mjög spenntar. Þetta er náttúrulega fyrsti bikarúrslitaleikurinn hjá flestum okkar og verður ótrúlega spennandi,“ segir Guðmunda og bar lof á Dagnýju Brynjarsdóttur og Thelmu Björk Einarsdóttur sem komu til Selfoss fyrir tímabilið og segir þær eiga stóran þátt í góðu gengi liðsins á tímabilinu. Selfoss situr sem stendur í 4. sæti Pepsi-deildarinnar með 19 stig eftir tíu leiki. Guðmunda segir árangurinn í deildinni í samræmi við væntingar: „Við erum bara á pari. Við ætluðum að gera betur en í fyrra þegar við lentum í 6. sæti. Markmiðið var að vera fyrir ofan það og vera við toppinn,“ segir Guðmunda að lokum, en hún og stöllur hennar mæta Stjörnunni í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli 30. ágúst. Íslenski boltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Kvennalið Selfoss braut blað í sögu félagsins á fimmtudagskvöldið þegar það tryggði sér sæti í úrslitaleik Borgunarbikarsins eftir sigur á Fylki, en Selfoss hefur aldrei áður átt lið í úrslitaleik bikarkeppninnar í knattspyrnu, hvorki kvenna- né karlalið. Sigurinn var þó allt annað en auðsóttur. Blake Ashley Stockton kom Selfossi tvisvar yfir í venjulegum leiktíma, en Carys Hawkins og Anna Björg Björnsdóttir jöfnuðu fyrir Fylki. * Ekkert var skorað í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem Alexa Gaul reyndist hetja Sunnlendinga. Bandaríski markvörðurinn varði öll þrjú víti Fylkiskvenna og skoraði svo sjálf úr síðasta víti Selfyssinga. Celeste Boureille og fyrirliðinn Guðmunda Brynja Óladóttir skoruðu einnig úr sínum spyrnum, en sú síðarnefnda var að vonum hæstánægð þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. „Þetta var ótrúlega sætt og ótrúlega skemmtilegur leikur að spila,“ segir Guðmunda sem fannst Selfyssingar vera með undirtökin stóran hluta leiksins. „Mér fannst við vera betri aðilinn fyrsta hálftímann í báðum hálfleikjum, en svo duttum við niður og þær refsuðu okkur. Þetta var baráttuleikur tveggja liða sem vildu svo sannarlega komast í úrslitaleikinn. „En Alexa er frábær í vítum og það var meiri ró yfir okkur en Fylkisliðinu í vítaspyrnukeppninni,“ bætir Guðmunda við, en hún hefur verið lengi að þrátt fyrir ungan aldur. Guðmunda hefur skorað 25 mörk í 45 leikjum fyrir Selfoss í efstu deild og eitt mark í þremur A-landsleikjum fyrir Íslands hönd. Þá hefur hún leikið fjölda leikja með yngri landsliðum Íslands. Guðmunda segir sigurinn á fimmtudaginn stærstu stundina á ferlinum til þessa: „Já, ég held það. Þetta toppaði það þegar við fórum upp um deild fyrir þremur árum. Við erum allar mjög spenntar. Þetta er náttúrulega fyrsti bikarúrslitaleikurinn hjá flestum okkar og verður ótrúlega spennandi,“ segir Guðmunda og bar lof á Dagnýju Brynjarsdóttur og Thelmu Björk Einarsdóttur sem komu til Selfoss fyrir tímabilið og segir þær eiga stóran þátt í góðu gengi liðsins á tímabilinu. Selfoss situr sem stendur í 4. sæti Pepsi-deildarinnar með 19 stig eftir tíu leiki. Guðmunda segir árangurinn í deildinni í samræmi við væntingar: „Við erum bara á pari. Við ætluðum að gera betur en í fyrra þegar við lentum í 6. sæti. Markmiðið var að vera fyrir ofan það og vera við toppinn,“ segir Guðmunda að lokum, en hún og stöllur hennar mæta Stjörnunni í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli 30. ágúst.
Íslenski boltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira