Samþykkja ekki vopnahlé nema herkví á Gasa verði aflétt Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 22. júlí 2014 20:37 Ísraelsmenn hafa ekki dregið úr árásum sínum undanfarna daga en þéttbýlt er á Gasasvæðinu sem merkir hámarkseyðileggingu í hvert sinn sem þeir láta sprengju falla úr lofti. VÍSIR/AP John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fór þess á leit í dag við palestínska andspyrnuhópinn Hamas að hann samþykkti vopnahlé við Ísraelsmenn að tillögu Egypta. Yfir 600 Palestínumenn hafa látist í átökunum og á tug Ísraelsmanna. Ákall Kerrys kemur í kjölfar fundar Ban Ki-Moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, með Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. Framkvæmdastjórinn hélt á fund Netanjahús til þess að ræða það hvernig hægt væri að binda enda á blóðbaðið sem á sér stað á Gasa og hefja friðarviðræður með rót átakanna að leiðarljósi. „Við gerum það sem við þurfum til þess að verja okkur,“ sagði Netanjahú við hvatningu Ki-Moons til viðræðna milli hinna stríðandi fylkinga. Hamas-liðar hafa áður neitað að fallast á vopnahlé. Fyrir þeim er hernámið rót átakanna og þeir hafa krafist þess að herkvínni á Gasasvæðinu verði aflétt. „Við getum ekki farið aftur á bak, til hægfara dauða,“ sagði Ismail Haniya, leiðtogi Hamas, í sjónvarpsviðtali. Ísraelsmenn virðast ekki tilbúnir til þess að frelsa Palestínumenn á Gasasvæðinu. Skotið var beint inn á fréttastofu Al Jazeera á Gasasvæðinu í dag en Avigdor Lieberman, utanríkisráðherra Ísraels, sagðist daginn áður ætla að beita sér fyrir því að fréttastofunni yrði lokað. Hann segir Al Jazeera ljúga í andísraelskum fréttaflutningi sínum og einnig hvetja hryðjuverkamenn til dáða. Gasa Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Sjá meira
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fór þess á leit í dag við palestínska andspyrnuhópinn Hamas að hann samþykkti vopnahlé við Ísraelsmenn að tillögu Egypta. Yfir 600 Palestínumenn hafa látist í átökunum og á tug Ísraelsmanna. Ákall Kerrys kemur í kjölfar fundar Ban Ki-Moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, með Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. Framkvæmdastjórinn hélt á fund Netanjahús til þess að ræða það hvernig hægt væri að binda enda á blóðbaðið sem á sér stað á Gasa og hefja friðarviðræður með rót átakanna að leiðarljósi. „Við gerum það sem við þurfum til þess að verja okkur,“ sagði Netanjahú við hvatningu Ki-Moons til viðræðna milli hinna stríðandi fylkinga. Hamas-liðar hafa áður neitað að fallast á vopnahlé. Fyrir þeim er hernámið rót átakanna og þeir hafa krafist þess að herkvínni á Gasasvæðinu verði aflétt. „Við getum ekki farið aftur á bak, til hægfara dauða,“ sagði Ismail Haniya, leiðtogi Hamas, í sjónvarpsviðtali. Ísraelsmenn virðast ekki tilbúnir til þess að frelsa Palestínumenn á Gasasvæðinu. Skotið var beint inn á fréttastofu Al Jazeera á Gasasvæðinu í dag en Avigdor Lieberman, utanríkisráðherra Ísraels, sagðist daginn áður ætla að beita sér fyrir því að fréttastofunni yrði lokað. Hann segir Al Jazeera ljúga í andísraelskum fréttaflutningi sínum og einnig hvetja hryðjuverkamenn til dáða.
Gasa Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Sjá meira