Hugsa að þakið fari af húsinu Henry Birgir Gunnarsson í Dublin skrifar 19. júlí 2014 06:00 Bardagi Gunnars fer fram í O2-höllinni í Dyflinni. Okkar maður er klár í slaginn. Fréttablaðið/Friðrik „Þetta eru búnir að vera fínir dagar hérna. Þetta er mitt annað heimili enda hef ég verið mikið í Dublin. Ég er búinn að vera hérna í þrjár vikur og það er þægilegt að þurfa ekki að fljúga eitthvert viku fyrir bardaga,“ segir Gunnar Nelson en hann var einstaklega yfirvegaður og afslappaður að venju er Fréttablaðið hitti á hann. Gunnar er ósigraður í þrettán bardögum en bardaginn í kvöld gegn Zak Cummings verður hans fjórði bardagi í UFC. Hann verður á heimavelli í kvöld enda elska Írarnir Gunnar og segjast hafa ættleitt hann. „Ég á mikið af góðum vinum hérna og hef keppt hér margsinnis. Það verða örugglega svolítil læti í höllinni. Miðað við fyrri reynslu þá eru írsku áhorfendurnir alveg klikkaðir. Ég hugsa að þakið fari af húsinu,“ segir Gunnar en hann segir stemninguna hjálpa sér. „Ég finn alveg fyrir stemningunni og heyri lætin. Fyrst þegar ég kom í UFC þá var sérstaklega mikill kraftur í áhorfendum enda munar þúsund á fólki í húsinu. Ég finn fyrir þessu en um leið og ég er byrjaður í bardaganum þá heyri ég voðalega lítið nema í þjálfaranum mínum.“Ferillinn í húfi hjá Cummings Andstæðingur kvöldsins er 29 ára gamall Bandaríkjamaður. Hann hefur ekki farið leynt með aðdáun sína á Gunnari en engu að síður muni Gunnar ekki fá neitt ókeypis frá honum í kvöld. „Þetta er sterkur gæi og hrikalega reyndur. Ég ber líka virðingu fyrir honum. Hann er góður alls staðar en kannski bestur í standandi glímu. Ég hlakka til að djöflast í honum. Ég mun fara eins í þennan bardaga og alla hina. Ég bregst bara við því sem gerist. Mér er eiginlega sama hvert bardaginn fer en þeir vilja oft enda í jörðinni hjá mér,“ segir Gunnar en menn segja að tapi Cummings í kvöld þá sé ferli hans lokið. Hann mun því selja sig dýrt. „Það er svo sem alltaf í þessu. Svo þegar komið er í bardagann er þetta alltaf ákaflega svipað hjá mönnum sem eru í þessum gæðaflokki. Þetta snýst alltaf um hversu vel menn hafa æft og hversu vel kollurinn er skrúfaður á þig.“Ég er bara svona Eitt af einkennum Gunnars er þessi ótrúlega yfirvegun sem hann sýnir. Er hann eins rólegur og yfirvegaður og hann lítur út fyrir að vera? „Ég veit það ekki. Ég hef aldrei verið neinn annar en ég sjálfur. Ég er bara svona. Stundum er ég mjög æstur ef ég er að æfa og í einhverjum spenningi. Það er mismunandi hvernig fólk er dagsdaglega en ég er bara svona.“ Veðbankar spá Gunnari öruggum sigri en sér Gunnar fyrir sér að þessi bardagi endi í fyrstu lotu eins og margir af bardögum hans? „Ég hugsa að það séu góðar líkur á því en síðan verður það að koma í ljós. Menn eru misjafnir og svo er mismunandi hvernig menn henta hver öðrum. Þetta gæti orðið langur og erfiður bardagi og hann gæti líka orðið mjög stuttur,“ segir Gunnar og bætir við að hann hafi aldrei verið í eins góðu formi enda æft hrikalega vel síðustu vikur. MMA Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Þvílíkur draumur fyrir tvítugan strák á HM í pílukasti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar Sárnaði hatursskilaboð sem sonurinn fékk „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Sjá meira
„Þetta eru búnir að vera fínir dagar hérna. Þetta er mitt annað heimili enda hef ég verið mikið í Dublin. Ég er búinn að vera hérna í þrjár vikur og það er þægilegt að þurfa ekki að fljúga eitthvert viku fyrir bardaga,“ segir Gunnar Nelson en hann var einstaklega yfirvegaður og afslappaður að venju er Fréttablaðið hitti á hann. Gunnar er ósigraður í þrettán bardögum en bardaginn í kvöld gegn Zak Cummings verður hans fjórði bardagi í UFC. Hann verður á heimavelli í kvöld enda elska Írarnir Gunnar og segjast hafa ættleitt hann. „Ég á mikið af góðum vinum hérna og hef keppt hér margsinnis. Það verða örugglega svolítil læti í höllinni. Miðað við fyrri reynslu þá eru írsku áhorfendurnir alveg klikkaðir. Ég hugsa að þakið fari af húsinu,“ segir Gunnar en hann segir stemninguna hjálpa sér. „Ég finn alveg fyrir stemningunni og heyri lætin. Fyrst þegar ég kom í UFC þá var sérstaklega mikill kraftur í áhorfendum enda munar þúsund á fólki í húsinu. Ég finn fyrir þessu en um leið og ég er byrjaður í bardaganum þá heyri ég voðalega lítið nema í þjálfaranum mínum.“Ferillinn í húfi hjá Cummings Andstæðingur kvöldsins er 29 ára gamall Bandaríkjamaður. Hann hefur ekki farið leynt með aðdáun sína á Gunnari en engu að síður muni Gunnar ekki fá neitt ókeypis frá honum í kvöld. „Þetta er sterkur gæi og hrikalega reyndur. Ég ber líka virðingu fyrir honum. Hann er góður alls staðar en kannski bestur í standandi glímu. Ég hlakka til að djöflast í honum. Ég mun fara eins í þennan bardaga og alla hina. Ég bregst bara við því sem gerist. Mér er eiginlega sama hvert bardaginn fer en þeir vilja oft enda í jörðinni hjá mér,“ segir Gunnar en menn segja að tapi Cummings í kvöld þá sé ferli hans lokið. Hann mun því selja sig dýrt. „Það er svo sem alltaf í þessu. Svo þegar komið er í bardagann er þetta alltaf ákaflega svipað hjá mönnum sem eru í þessum gæðaflokki. Þetta snýst alltaf um hversu vel menn hafa æft og hversu vel kollurinn er skrúfaður á þig.“Ég er bara svona Eitt af einkennum Gunnars er þessi ótrúlega yfirvegun sem hann sýnir. Er hann eins rólegur og yfirvegaður og hann lítur út fyrir að vera? „Ég veit það ekki. Ég hef aldrei verið neinn annar en ég sjálfur. Ég er bara svona. Stundum er ég mjög æstur ef ég er að æfa og í einhverjum spenningi. Það er mismunandi hvernig fólk er dagsdaglega en ég er bara svona.“ Veðbankar spá Gunnari öruggum sigri en sér Gunnar fyrir sér að þessi bardagi endi í fyrstu lotu eins og margir af bardögum hans? „Ég hugsa að það séu góðar líkur á því en síðan verður það að koma í ljós. Menn eru misjafnir og svo er mismunandi hvernig menn henta hver öðrum. Þetta gæti orðið langur og erfiður bardagi og hann gæti líka orðið mjög stuttur,“ segir Gunnar og bætir við að hann hafi aldrei verið í eins góðu formi enda æft hrikalega vel síðustu vikur.
MMA Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Þvílíkur draumur fyrir tvítugan strák á HM í pílukasti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar Sárnaði hatursskilaboð sem sonurinn fékk „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Sjá meira