Gaf Íslandi veggmynd Baldvin Þormóðsson skrifar 17. júlí 2014 16:00 Oliver Luckett hefur mikla trú á listasenunni í Reykjavík og vill efla samstarf á milli landa. mynd/aðsend Athafnamaðurinn Oliver Luckett er fæstum Íslendingum kunnugur þrátt fyrir að vera einn mesti Íslandsvinur sem fyrirfinnst. Luckett stofnaði fyrirtækið theAudience fyrir þremur árum ásamt vini sínum Sean Parker sem er hvað frægastur fyrir að hafa stofnað Napster og síðar Spotify. theAudience sérhæfir sig í að markaðssetja opinbert fólk og fyrirtæki á samfélagsmiðlum og í dag sér fyrirtækið um markaðssetningu fyrir um það bil sex þúsund listamenn og ná til rúmlega milljarðs notenda veraldarvefsins mánaðarlega. Luckett hefur persónulega unnið fyrir manneskjur á borð við Barack Obama, Charlize Theron og Ian Somerhalder en þrátt fyrir að hafa grætt dágóða summu í gegnum fyrirtækið þá sýnir Luckett ekkert nema hógværð og við fyrstu sýn er ekki að sjá að hettupeysuklæddi maðurinn sé efnaður. „Ég kom hingað fyrst árið 2011 að vinna með Björk fyrir Biophilia-verkefnið,‘‘ segir Luckett en síðan þá hefur hann komið hingað sjö sinnum í viðbót. „Eftir það þá urðum við svo góðir vinir að alltaf þegar ég kem hingað þá reynir hún að haga ferðalögum sínum þannig að við getum hist.‘‘Það var mikið fjör í fertugsafmæli Olivers í Gamla Bíó.Á stærsta safn íslenskra listaverka í Bandaríkjunum Athafnamaðurinn er mikill aðdáandi Íslands og hefur sankað að sér rúmlega 80 listaverkum eftir íslenska listamenn. „Björk heldur að ég eigi stærsta safn íslenskra listaverka í Bandaríkjunum,‘‘ segir hann og hlær en meðal listamanna sem Luckett hefur mætur á eru til dæmis Gabríela Friðriksdóttir, Daníel Magnússon og tónlistarmaðurinn Einar Örn Benediktsson. „Einar tók mig í þriggja daga ferðalag þar sem ég held að ég hafi kynnst öllum listamönnunum hérna.‘‘Hélt risastórt partí í Gamla Bíó Luckett er staddur á Íslandi nú til þess að halda upp á fertugsafmæli sitt en veislan fór fram í Gamla bíói síðastliðið laugardagskvöld. „Þetta kvöld var ógleymanlegt. Mér finnst alltaf gaman að tengja saman listamenn og fá nýtt fólk til þess að hittast og jafnvel vinna saman,‘‘ segir Luckett en hann flytur reglulega inn listamenn til Íslands í samstarf við aðra íslenska listamenn. Hann flutti nýverið inn listamennina DevnGosha til þess að mála vegglistaverk sem hann gaf Reykjavíkurborg. „Þeir eru virkilega hæfileikaríkir listamenn sem ég er að halda uppi núna,‘‘ segir Luckett sem leggur sig fram við að gefa ungum listamönnum færi á að spreyta sig á stærri markaði, en af hverju að koma með listamenn hingað? „Þið hafið ákveðin gildi sem ég kann að meta,‘‘ segir hann. „Þið kunnið að meta manneskjur, list og menningu.‘‘Hér má sjá veggmyndina eftir DevnGosha í heild sinni.mynd/aðsend Íslandsvinir Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
Athafnamaðurinn Oliver Luckett er fæstum Íslendingum kunnugur þrátt fyrir að vera einn mesti Íslandsvinur sem fyrirfinnst. Luckett stofnaði fyrirtækið theAudience fyrir þremur árum ásamt vini sínum Sean Parker sem er hvað frægastur fyrir að hafa stofnað Napster og síðar Spotify. theAudience sérhæfir sig í að markaðssetja opinbert fólk og fyrirtæki á samfélagsmiðlum og í dag sér fyrirtækið um markaðssetningu fyrir um það bil sex þúsund listamenn og ná til rúmlega milljarðs notenda veraldarvefsins mánaðarlega. Luckett hefur persónulega unnið fyrir manneskjur á borð við Barack Obama, Charlize Theron og Ian Somerhalder en þrátt fyrir að hafa grætt dágóða summu í gegnum fyrirtækið þá sýnir Luckett ekkert nema hógværð og við fyrstu sýn er ekki að sjá að hettupeysuklæddi maðurinn sé efnaður. „Ég kom hingað fyrst árið 2011 að vinna með Björk fyrir Biophilia-verkefnið,‘‘ segir Luckett en síðan þá hefur hann komið hingað sjö sinnum í viðbót. „Eftir það þá urðum við svo góðir vinir að alltaf þegar ég kem hingað þá reynir hún að haga ferðalögum sínum þannig að við getum hist.‘‘Það var mikið fjör í fertugsafmæli Olivers í Gamla Bíó.Á stærsta safn íslenskra listaverka í Bandaríkjunum Athafnamaðurinn er mikill aðdáandi Íslands og hefur sankað að sér rúmlega 80 listaverkum eftir íslenska listamenn. „Björk heldur að ég eigi stærsta safn íslenskra listaverka í Bandaríkjunum,‘‘ segir hann og hlær en meðal listamanna sem Luckett hefur mætur á eru til dæmis Gabríela Friðriksdóttir, Daníel Magnússon og tónlistarmaðurinn Einar Örn Benediktsson. „Einar tók mig í þriggja daga ferðalag þar sem ég held að ég hafi kynnst öllum listamönnunum hérna.‘‘Hélt risastórt partí í Gamla Bíó Luckett er staddur á Íslandi nú til þess að halda upp á fertugsafmæli sitt en veislan fór fram í Gamla bíói síðastliðið laugardagskvöld. „Þetta kvöld var ógleymanlegt. Mér finnst alltaf gaman að tengja saman listamenn og fá nýtt fólk til þess að hittast og jafnvel vinna saman,‘‘ segir Luckett en hann flytur reglulega inn listamenn til Íslands í samstarf við aðra íslenska listamenn. Hann flutti nýverið inn listamennina DevnGosha til þess að mála vegglistaverk sem hann gaf Reykjavíkurborg. „Þeir eru virkilega hæfileikaríkir listamenn sem ég er að halda uppi núna,‘‘ segir Luckett sem leggur sig fram við að gefa ungum listamönnum færi á að spreyta sig á stærri markaði, en af hverju að koma með listamenn hingað? „Þið hafið ákveðin gildi sem ég kann að meta,‘‘ segir hann. „Þið kunnið að meta manneskjur, list og menningu.‘‘Hér má sjá veggmyndina eftir DevnGosha í heild sinni.mynd/aðsend
Íslandsvinir Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp