Er eitthvað að frétta af náttúrupassa? Valgerður Bjarnadóttir skrifar 14. júlí 2014 07:00 Eitt fyrsta verk stjórnarmeirihlutans eftir kosningarnar í fyrra var að lækka virðisaukaskatt á gistiþjónustu úr 14% í 7%. Þegar það var gert var áætlað að tekjur ríkissjóðs myndu lækka um 1,5 milljarða í ár vegna þessa. Ljóst er að tekjutapið er miklu meira, vegna þess að ferðamannastraumurinn hefur aldrei verið meiri. Ríkisstjórnin er nefnilega þeirrar skoðunar að ríkissjóður eigi að sækja sem allra minnstar tekjur til atvinnuveganna, jafnvel þótt starfsemin blómstri sem aldrei fyrr. Atvinnurekendur, hvort heldur í ferðþjónustu eða sjávarútvegi, eru sterkur hagsmunahópur. Ríkisstjórnin vill ekki styggja þá og einungis leggja þau gjöld á atvinnuvegina sem „full sátt er um“. Eins og það sé líklegt að hagsmunahópar segi einhvern tímann: „já, þetta er sanngjarnt, við ráðum vel við þetta.“ Ef atvinnuvegirnir leggja ekki sinn skerf til samfélagsþjónustunnar, þá verður skattbyrði hinna – launafólks – þyngri. Það er ekki flóknara en það. Í stað almennrar skattlagningar vill stjórnarmeirihlutinn leggja á gjöld; þeir borga sem njóta. Nú er liðið meira en ár síðan ruglið um náttúrupassann byrjaði. Gjaldtökuna sem allir eiga að vera sáttir við. Landeigendur eru svo sáttir við málatilbúnaðinn, að þeir hafa lagst út í lögleysu og innheimt gjöld af fólki sem á leið um lendur þeirra. Ferðamálaráðherrann er steinhissa, skilja menn ekki að hún er að leysa þetta, hefur átt fundi með fjölda fólks um málið. Auðvitað hefur ekkert komið út úr þeim fundarhöldum öllum saman. Engar tillögur eru komnar fram. Í stjórnarandstöðu var ráðherrann hávaðasöm um að ekki mætti leggja á gjöld sem varða ferðaþjónustuna nema með góðum – löngum – fyrirvara. Mig minnir að í þeirri andrá hafi verið talað um allt að 18 mánuði. Ef ríkistjórnin leggur fram tillögur strax á haustþingi um hvernig haga eigi tekjuöflun til að standa undir uppbyggingu innviða í þessari nú mikilvægustu eða næstmikilvægustu atvinnugrein landsins, má gera ráð fyrir að þær ráðstafanir taki gildi árið 2016. Það er nú aldeilis munur að hafa röggsamt fólk í brúnni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Takk fyrir vikuna Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Eitt fyrsta verk stjórnarmeirihlutans eftir kosningarnar í fyrra var að lækka virðisaukaskatt á gistiþjónustu úr 14% í 7%. Þegar það var gert var áætlað að tekjur ríkissjóðs myndu lækka um 1,5 milljarða í ár vegna þessa. Ljóst er að tekjutapið er miklu meira, vegna þess að ferðamannastraumurinn hefur aldrei verið meiri. Ríkisstjórnin er nefnilega þeirrar skoðunar að ríkissjóður eigi að sækja sem allra minnstar tekjur til atvinnuveganna, jafnvel þótt starfsemin blómstri sem aldrei fyrr. Atvinnurekendur, hvort heldur í ferðþjónustu eða sjávarútvegi, eru sterkur hagsmunahópur. Ríkisstjórnin vill ekki styggja þá og einungis leggja þau gjöld á atvinnuvegina sem „full sátt er um“. Eins og það sé líklegt að hagsmunahópar segi einhvern tímann: „já, þetta er sanngjarnt, við ráðum vel við þetta.“ Ef atvinnuvegirnir leggja ekki sinn skerf til samfélagsþjónustunnar, þá verður skattbyrði hinna – launafólks – þyngri. Það er ekki flóknara en það. Í stað almennrar skattlagningar vill stjórnarmeirihlutinn leggja á gjöld; þeir borga sem njóta. Nú er liðið meira en ár síðan ruglið um náttúrupassann byrjaði. Gjaldtökuna sem allir eiga að vera sáttir við. Landeigendur eru svo sáttir við málatilbúnaðinn, að þeir hafa lagst út í lögleysu og innheimt gjöld af fólki sem á leið um lendur þeirra. Ferðamálaráðherrann er steinhissa, skilja menn ekki að hún er að leysa þetta, hefur átt fundi með fjölda fólks um málið. Auðvitað hefur ekkert komið út úr þeim fundarhöldum öllum saman. Engar tillögur eru komnar fram. Í stjórnarandstöðu var ráðherrann hávaðasöm um að ekki mætti leggja á gjöld sem varða ferðaþjónustuna nema með góðum – löngum – fyrirvara. Mig minnir að í þeirri andrá hafi verið talað um allt að 18 mánuði. Ef ríkistjórnin leggur fram tillögur strax á haustþingi um hvernig haga eigi tekjuöflun til að standa undir uppbyggingu innviða í þessari nú mikilvægustu eða næstmikilvægustu atvinnugrein landsins, má gera ráð fyrir að þær ráðstafanir taki gildi árið 2016. Það er nú aldeilis munur að hafa röggsamt fólk í brúnni.
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar