Þegar þjálfarinn sussaði á pabbann Kjartan Atli Kjartansson skrifar 14. júlí 2014 07:00 Í vetur varð ég vitni að eftirminnilegri uppákomu. Þjálfari eins liðs þrettán ára drengja í körfubolta sussaði þá á einn pabba sem sat í stúkunni og kom athugasemdum sínum á framfæri með nokkuð miklum látum. Þannig að allir í húsinu heyrðu. Mér þykir þjálfarinn hafa sýnt mikið hugrekki með þessu og er ljóst að hann er flott fyrirmynd. Sjálfur hef ég verið körfuboltaþjálfari í rúman áratug og var lið undir minni stjórn að leika gegn liði þjálfarans. Strákarnir mínir léku stífa vörn og náðu að vinna boltann af andstæðingum sínum nokkrum sinnum í röð. Andstæðingarnir voru nokkuð ráðalausir og ekki hjálpaði einn pabbinn til þegar hann fór að kalla inn á völlinn: „Hvað eruð þið eiginlega að gera?“ Þjálfarinn kallaði yfir völlinn. „Heyrðu, viltu hætta þessu!“ Einhvern veginn rak alla í rogastans, því maður er ekki vanur því að þjálfarar svari fólki í stúkunni. Fólk virðist nefnilega halda að það geti sagt allt sem það vill í stúkunni án þess að það hafi nokkrar afleiðingar. Ég spilaði sjálfur körfubolta í mörg ár og get alveg sagt að maður heyrði allt sem sagt var úr stúkunni og sumt fór í taugarnar á manni. Pabbinn var svo aftur á ferðinni, seinna í leiknum, þegar hann byrjaði að láta annan dómara leiksins heyra það, eftir að dómarinn dæmdi gegn andstæðingum okkar. Aftur steig þjálfarinn fram og kallaði til dómarans: „Þetta var réttur dómur. Þú stendur þig vel.“ Aftur urðu allir nokkuð hissa. En eftir leikinn hef ég pælt mikið í þessari uppákomu og get með sanni sagt að ég hafi lært mikið af þessum þjálfara. Ég vona að pabbinn og allir í stúkunni hafi líka lært eitthvað af þessu. Vonandi hættir fólk að láta út úr sér ömurleg og óþörf fúkyrði í stúkunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Atli Kjartansson Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir Skoðun Sá „óháði“ kemur til byggða Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun
Í vetur varð ég vitni að eftirminnilegri uppákomu. Þjálfari eins liðs þrettán ára drengja í körfubolta sussaði þá á einn pabba sem sat í stúkunni og kom athugasemdum sínum á framfæri með nokkuð miklum látum. Þannig að allir í húsinu heyrðu. Mér þykir þjálfarinn hafa sýnt mikið hugrekki með þessu og er ljóst að hann er flott fyrirmynd. Sjálfur hef ég verið körfuboltaþjálfari í rúman áratug og var lið undir minni stjórn að leika gegn liði þjálfarans. Strákarnir mínir léku stífa vörn og náðu að vinna boltann af andstæðingum sínum nokkrum sinnum í röð. Andstæðingarnir voru nokkuð ráðalausir og ekki hjálpaði einn pabbinn til þegar hann fór að kalla inn á völlinn: „Hvað eruð þið eiginlega að gera?“ Þjálfarinn kallaði yfir völlinn. „Heyrðu, viltu hætta þessu!“ Einhvern veginn rak alla í rogastans, því maður er ekki vanur því að þjálfarar svari fólki í stúkunni. Fólk virðist nefnilega halda að það geti sagt allt sem það vill í stúkunni án þess að það hafi nokkrar afleiðingar. Ég spilaði sjálfur körfubolta í mörg ár og get alveg sagt að maður heyrði allt sem sagt var úr stúkunni og sumt fór í taugarnar á manni. Pabbinn var svo aftur á ferðinni, seinna í leiknum, þegar hann byrjaði að láta annan dómara leiksins heyra það, eftir að dómarinn dæmdi gegn andstæðingum okkar. Aftur steig þjálfarinn fram og kallaði til dómarans: „Þetta var réttur dómur. Þú stendur þig vel.“ Aftur urðu allir nokkuð hissa. En eftir leikinn hef ég pælt mikið í þessari uppákomu og get með sanni sagt að ég hafi lært mikið af þessum þjálfara. Ég vona að pabbinn og allir í stúkunni hafi líka lært eitthvað af þessu. Vonandi hættir fólk að láta út úr sér ömurleg og óþörf fúkyrði í stúkunni.