Vísindamenn fluttir inn til að laga veðrið Gunnar Leó Pálsson skrifar 8. júlí 2014 09:00 Blíðviðri var á Secret Solstice hátíðinni. Sóttu vísindamennirnir sólina fyrir hátíðarhaldarana? vísir/andri marino Tveir breskir vísindamenn komu með sérstakt veðurbreytingatæki til Íslands í lok júní samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Heimildir blaðsins herma að tækið hafi gagngert verið flutt hingað til lands til að tryggja að veðrið á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardalnum yrði gott, þrátt fyrir slæma veðurspá. Ku vísindamennirnir hafa verið kallaðir hingað til lands frá Bretlandi aðfaranótt föstudagsins 20. júní þegar eitthvað var um rigningu á hátíðinni. Samkvæmt heimildum blaðsins hafði Jakob Frímann Magnússon, einn skipuleggjenda Secret Solstice-hátíðarinnar, veg og vanda af heimsókn umræddra visindamanna en sjálfur verst hann allra fregna af málinu. Heimildir Fréttablaðsins herma að umrætt tæki notist við svokallaða skýjasáningartækni (cloud seeding). Tæknin kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1946 í Bandaríkjunum en markmið tækninnar er að hafa áhrif á úrkomu.Jakob Frímann Magnússon verst allra fregna af málinu.Vísir/ValliStærsta „cloud seeding“-kerfið er notað í Kína og hafa kínversk stjórnvöld haldið því fram að það hafi verið notað rétt fyrir Ólympíuleikana í Peking árið 2008 til að ekki rigndi við opnunar- og lokaathöfnina. Þessar fullyrðingar Kínverja hafa hins vegar verið dregnar í efa af fræðimönnum.Kristján Óttar Klausen veðureftirlitsmaður segir vanta mælingar til að segja til um hvort tæknin virki. „Annaðhvort vill fólk að þetta sé satt eða að þetta sé hljóðlát bylting en aðeins mælingar skera úr um þetta.“ Kristján nefnir annað tæki sem heitir „cloudbuster“ sem á að gera sama gagn og skýjasáning. „Það eru engin vel þekkt áhrif þarna á bak við og tækið er ekki viðurkennt í vísindaheiminum. Það væri þó gaman að sjá virkni tækisins en hana verður að sanna með mælingum, orðrómur er ekki nóg,“ segir Kristján. Ef veðurbreytingatækið sem flutt var hingað til lands virkar gæti það hentað vel í kvikmyndabransann, en mikil uppsveifla hefur verið í honum síðustu ár. Veðrið leikur þó alltaf stórt hlutverk enda allra veðra von á landinu og oft frestast tökur vegna þess.Friðrik Þór Friðriksson, kvikmyndagerðarmaður segist vera til í að hafa slíkt tæki við höndina í vonskuveðri.Vísir/Stefán„Þetta myndi auðvitað henta mjög vel í kvikmyndagerð. Ég þekki þó ekki til svona tækis persónulega. Það myndi einnig henta sérstaklega vel í veiði,“ segir Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðarmaður, sem staddur var í vonskuveðri í veiði úti á landi þegar Fréttablaðið náði tali á honum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er um að ræða tæki sem er um það bil sextíu sentímetrar að lengd, þrjátíu sentímetrar að breidd og þrjátíu sentímetra hátt og notast við sérstaka kristalla. Inn í tækinu er sérstök spóla sem býr til krafta. Tegundir skýja og vinda hafa áhrif á virkni tækisins en talið er að það búi meðal annars til hæð undir lægð og færi lægðarskilin fjær jörðu. Tækið á að vera umhverfisvænt og á ekki að skaða umhverfið að neinu leyti. Veður Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fleiri fréttir Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Sjá meira
Tveir breskir vísindamenn komu með sérstakt veðurbreytingatæki til Íslands í lok júní samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Heimildir blaðsins herma að tækið hafi gagngert verið flutt hingað til lands til að tryggja að veðrið á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardalnum yrði gott, þrátt fyrir slæma veðurspá. Ku vísindamennirnir hafa verið kallaðir hingað til lands frá Bretlandi aðfaranótt föstudagsins 20. júní þegar eitthvað var um rigningu á hátíðinni. Samkvæmt heimildum blaðsins hafði Jakob Frímann Magnússon, einn skipuleggjenda Secret Solstice-hátíðarinnar, veg og vanda af heimsókn umræddra visindamanna en sjálfur verst hann allra fregna af málinu. Heimildir Fréttablaðsins herma að umrætt tæki notist við svokallaða skýjasáningartækni (cloud seeding). Tæknin kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1946 í Bandaríkjunum en markmið tækninnar er að hafa áhrif á úrkomu.Jakob Frímann Magnússon verst allra fregna af málinu.Vísir/ValliStærsta „cloud seeding“-kerfið er notað í Kína og hafa kínversk stjórnvöld haldið því fram að það hafi verið notað rétt fyrir Ólympíuleikana í Peking árið 2008 til að ekki rigndi við opnunar- og lokaathöfnina. Þessar fullyrðingar Kínverja hafa hins vegar verið dregnar í efa af fræðimönnum.Kristján Óttar Klausen veðureftirlitsmaður segir vanta mælingar til að segja til um hvort tæknin virki. „Annaðhvort vill fólk að þetta sé satt eða að þetta sé hljóðlát bylting en aðeins mælingar skera úr um þetta.“ Kristján nefnir annað tæki sem heitir „cloudbuster“ sem á að gera sama gagn og skýjasáning. „Það eru engin vel þekkt áhrif þarna á bak við og tækið er ekki viðurkennt í vísindaheiminum. Það væri þó gaman að sjá virkni tækisins en hana verður að sanna með mælingum, orðrómur er ekki nóg,“ segir Kristján. Ef veðurbreytingatækið sem flutt var hingað til lands virkar gæti það hentað vel í kvikmyndabransann, en mikil uppsveifla hefur verið í honum síðustu ár. Veðrið leikur þó alltaf stórt hlutverk enda allra veðra von á landinu og oft frestast tökur vegna þess.Friðrik Þór Friðriksson, kvikmyndagerðarmaður segist vera til í að hafa slíkt tæki við höndina í vonskuveðri.Vísir/Stefán„Þetta myndi auðvitað henta mjög vel í kvikmyndagerð. Ég þekki þó ekki til svona tækis persónulega. Það myndi einnig henta sérstaklega vel í veiði,“ segir Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðarmaður, sem staddur var í vonskuveðri í veiði úti á landi þegar Fréttablaðið náði tali á honum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er um að ræða tæki sem er um það bil sextíu sentímetrar að lengd, þrjátíu sentímetrar að breidd og þrjátíu sentímetra hátt og notast við sérstaka kristalla. Inn í tækinu er sérstök spóla sem býr til krafta. Tegundir skýja og vinda hafa áhrif á virkni tækisins en talið er að það búi meðal annars til hæð undir lægð og færi lægðarskilin fjær jörðu. Tækið á að vera umhverfisvænt og á ekki að skaða umhverfið að neinu leyti.
Veður Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fleiri fréttir Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Sjá meira