Vísindamenn fluttir inn til að laga veðrið Gunnar Leó Pálsson skrifar 8. júlí 2014 09:00 Blíðviðri var á Secret Solstice hátíðinni. Sóttu vísindamennirnir sólina fyrir hátíðarhaldarana? vísir/andri marino Tveir breskir vísindamenn komu með sérstakt veðurbreytingatæki til Íslands í lok júní samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Heimildir blaðsins herma að tækið hafi gagngert verið flutt hingað til lands til að tryggja að veðrið á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardalnum yrði gott, þrátt fyrir slæma veðurspá. Ku vísindamennirnir hafa verið kallaðir hingað til lands frá Bretlandi aðfaranótt föstudagsins 20. júní þegar eitthvað var um rigningu á hátíðinni. Samkvæmt heimildum blaðsins hafði Jakob Frímann Magnússon, einn skipuleggjenda Secret Solstice-hátíðarinnar, veg og vanda af heimsókn umræddra visindamanna en sjálfur verst hann allra fregna af málinu. Heimildir Fréttablaðsins herma að umrætt tæki notist við svokallaða skýjasáningartækni (cloud seeding). Tæknin kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1946 í Bandaríkjunum en markmið tækninnar er að hafa áhrif á úrkomu.Jakob Frímann Magnússon verst allra fregna af málinu.Vísir/ValliStærsta „cloud seeding“-kerfið er notað í Kína og hafa kínversk stjórnvöld haldið því fram að það hafi verið notað rétt fyrir Ólympíuleikana í Peking árið 2008 til að ekki rigndi við opnunar- og lokaathöfnina. Þessar fullyrðingar Kínverja hafa hins vegar verið dregnar í efa af fræðimönnum.Kristján Óttar Klausen veðureftirlitsmaður segir vanta mælingar til að segja til um hvort tæknin virki. „Annaðhvort vill fólk að þetta sé satt eða að þetta sé hljóðlát bylting en aðeins mælingar skera úr um þetta.“ Kristján nefnir annað tæki sem heitir „cloudbuster“ sem á að gera sama gagn og skýjasáning. „Það eru engin vel þekkt áhrif þarna á bak við og tækið er ekki viðurkennt í vísindaheiminum. Það væri þó gaman að sjá virkni tækisins en hana verður að sanna með mælingum, orðrómur er ekki nóg,“ segir Kristján. Ef veðurbreytingatækið sem flutt var hingað til lands virkar gæti það hentað vel í kvikmyndabransann, en mikil uppsveifla hefur verið í honum síðustu ár. Veðrið leikur þó alltaf stórt hlutverk enda allra veðra von á landinu og oft frestast tökur vegna þess.Friðrik Þór Friðriksson, kvikmyndagerðarmaður segist vera til í að hafa slíkt tæki við höndina í vonskuveðri.Vísir/Stefán„Þetta myndi auðvitað henta mjög vel í kvikmyndagerð. Ég þekki þó ekki til svona tækis persónulega. Það myndi einnig henta sérstaklega vel í veiði,“ segir Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðarmaður, sem staddur var í vonskuveðri í veiði úti á landi þegar Fréttablaðið náði tali á honum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er um að ræða tæki sem er um það bil sextíu sentímetrar að lengd, þrjátíu sentímetrar að breidd og þrjátíu sentímetra hátt og notast við sérstaka kristalla. Inn í tækinu er sérstök spóla sem býr til krafta. Tegundir skýja og vinda hafa áhrif á virkni tækisins en talið er að það búi meðal annars til hæð undir lægð og færi lægðarskilin fjær jörðu. Tækið á að vera umhverfisvænt og á ekki að skaða umhverfið að neinu leyti. Veður Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Sjá meira
Tveir breskir vísindamenn komu með sérstakt veðurbreytingatæki til Íslands í lok júní samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Heimildir blaðsins herma að tækið hafi gagngert verið flutt hingað til lands til að tryggja að veðrið á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardalnum yrði gott, þrátt fyrir slæma veðurspá. Ku vísindamennirnir hafa verið kallaðir hingað til lands frá Bretlandi aðfaranótt föstudagsins 20. júní þegar eitthvað var um rigningu á hátíðinni. Samkvæmt heimildum blaðsins hafði Jakob Frímann Magnússon, einn skipuleggjenda Secret Solstice-hátíðarinnar, veg og vanda af heimsókn umræddra visindamanna en sjálfur verst hann allra fregna af málinu. Heimildir Fréttablaðsins herma að umrætt tæki notist við svokallaða skýjasáningartækni (cloud seeding). Tæknin kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1946 í Bandaríkjunum en markmið tækninnar er að hafa áhrif á úrkomu.Jakob Frímann Magnússon verst allra fregna af málinu.Vísir/ValliStærsta „cloud seeding“-kerfið er notað í Kína og hafa kínversk stjórnvöld haldið því fram að það hafi verið notað rétt fyrir Ólympíuleikana í Peking árið 2008 til að ekki rigndi við opnunar- og lokaathöfnina. Þessar fullyrðingar Kínverja hafa hins vegar verið dregnar í efa af fræðimönnum.Kristján Óttar Klausen veðureftirlitsmaður segir vanta mælingar til að segja til um hvort tæknin virki. „Annaðhvort vill fólk að þetta sé satt eða að þetta sé hljóðlát bylting en aðeins mælingar skera úr um þetta.“ Kristján nefnir annað tæki sem heitir „cloudbuster“ sem á að gera sama gagn og skýjasáning. „Það eru engin vel þekkt áhrif þarna á bak við og tækið er ekki viðurkennt í vísindaheiminum. Það væri þó gaman að sjá virkni tækisins en hana verður að sanna með mælingum, orðrómur er ekki nóg,“ segir Kristján. Ef veðurbreytingatækið sem flutt var hingað til lands virkar gæti það hentað vel í kvikmyndabransann, en mikil uppsveifla hefur verið í honum síðustu ár. Veðrið leikur þó alltaf stórt hlutverk enda allra veðra von á landinu og oft frestast tökur vegna þess.Friðrik Þór Friðriksson, kvikmyndagerðarmaður segist vera til í að hafa slíkt tæki við höndina í vonskuveðri.Vísir/Stefán„Þetta myndi auðvitað henta mjög vel í kvikmyndagerð. Ég þekki þó ekki til svona tækis persónulega. Það myndi einnig henta sérstaklega vel í veiði,“ segir Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðarmaður, sem staddur var í vonskuveðri í veiði úti á landi þegar Fréttablaðið náði tali á honum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er um að ræða tæki sem er um það bil sextíu sentímetrar að lengd, þrjátíu sentímetrar að breidd og þrjátíu sentímetra hátt og notast við sérstaka kristalla. Inn í tækinu er sérstök spóla sem býr til krafta. Tegundir skýja og vinda hafa áhrif á virkni tækisins en talið er að það búi meðal annars til hæð undir lægð og færi lægðarskilin fjær jörðu. Tækið á að vera umhverfisvænt og á ekki að skaða umhverfið að neinu leyti.
Veður Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Sjá meira