Liggur þungt á mér Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. júlí 2014 07:00 Skúli Jón Friðgeirsson biður bara um að fá tækifæri til að sýna hvað í sér býr með Gefle í sænsku úrvalsdeildinni. Fréttablaðið/getty „Ég hef orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum með hvernig þetta hefur þróast,“ segir Skúli Jón Friðgeirsson, varnarmaður Gefle í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, í samtali við Fréttablaðið. Skúli Jón er í láni hjá liðinu frá Elfsborg sem hann gerði fjögurra ára samning við árið 2012. Hann fór til Gefle til að spila en lítið hefur orðið úr því. Sænska deildin er nýkomin úr sumarfríi en Gefle hefur spilað 13 leiki í henni. Skúli hefur komið inn á í einum leik og spilað í heildina 19 mínútur. Tólf sinnum hefur hann verið ónotaður varamaður.Ekki á heimleið „Ég lenti fyrir utan liðið og þjálfarinn er þrjóskur og spilar á sömu mönnunum þrátt fyrir að ekkert gangi,“ segir Skúli Jón, en liðið er í 13. og fjórða neðsta sæti með 12 stig, stigi fyrir ofan fallsvæðið. KR-ingar hafa fylgst grannt með gangi mála hjá Skúla Jóni sem fékk heldur ekkert að spila með Elfsborg í fyrra en þeir þurfa að bíða eitthvað lengur eftir því að varnarmaðurinn öflugi komi heim. „Ég klára tímabilið hérna að minnsta kosti. Þjálfarinn er búinn að lofa mér því að þetta breytist núna. Ég átti að spila um síðustu helgi þegar deildin kom úr sumarfríi en þá var ég veikur. En nú vann liðið þannig ég veit ekki hvað hann gerir fyrst hann hélt alltaf sama liðinu þegar við töpuðum. Ég er bara alltaf að bíða eftir því að fá minn leik,“ segir Skúli Jón.Kom til að spila Skúli Jón var fyrir utan hóp hjá Elfsborg nánast allt tímabilið í fyrra. Hann fór til Gefle í einum tilgangi: Að spila fótbolta. „Ég gekk út frá því að ég væri að fara að spila. Þess vegna kom ég nú hingað. Svo veit ég ekki bara hver andskotinn gerðist. Ég spilaði nokkra leiki á undirbúningstímabilinu og stóð mig vel. En svo valdi þjálfarinn einhverja aðra og hélt sig við þá sama hvað við töpuðum mörgum leikjum,“ segir Skúli Jón sem hefur engin svör fengið um af hverju hann fær svona fáar mínútur. „Þjálfarinn bara gaf mér ekki séns. Þetta er svipað og hjá Elfsborg í fyrra. Þar spilaði ég mjög vel á undirbúningstímabilinu en þegar deildin byrjaði var ég ekki í myndinni.“Orðinn pirraður Það verður seint sagt að dvöl Skúla Jóns í Svíþjóð hafi verið gæfurík. Hann kvaddi uppeldisfélag sitt, KR, með Íslandsmeistaratitli 2011 og samdi í kjölfarið við Elfsborg. Hann meiddist snemma sumarið 2012 og var frá út tímabilið. Síðan tók við martraðarsumarið í fyrra og nú þetta. „Þetta er búið að vera mjög erfitt og þetta liggur þungt á manni. Það er erfitt að komast upp úr svona aftur. Sjálfstraustið er ekkert í háum hæðum núna,“ segir hann en leyfir sér að hlæja. „Nú þarf maður bara að spyrna sér frá botninum en það er erfitt þegar maður fær engin tækifæri. Ég fæ ekki einu sinni tækifæri til að sýna að ég sé lélegur ef það er málið. Maður er bara orðinn meira pirraður núna frekar en eitthvað annað. Það er erfitt að halda sér jákvæðum í gegnum svona,“ segir Skúli Jón Friðgeirsson, varnarmaður Gefle. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Sjá meira
„Ég hef orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum með hvernig þetta hefur þróast,“ segir Skúli Jón Friðgeirsson, varnarmaður Gefle í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, í samtali við Fréttablaðið. Skúli Jón er í láni hjá liðinu frá Elfsborg sem hann gerði fjögurra ára samning við árið 2012. Hann fór til Gefle til að spila en lítið hefur orðið úr því. Sænska deildin er nýkomin úr sumarfríi en Gefle hefur spilað 13 leiki í henni. Skúli hefur komið inn á í einum leik og spilað í heildina 19 mínútur. Tólf sinnum hefur hann verið ónotaður varamaður.Ekki á heimleið „Ég lenti fyrir utan liðið og þjálfarinn er þrjóskur og spilar á sömu mönnunum þrátt fyrir að ekkert gangi,“ segir Skúli Jón, en liðið er í 13. og fjórða neðsta sæti með 12 stig, stigi fyrir ofan fallsvæðið. KR-ingar hafa fylgst grannt með gangi mála hjá Skúla Jóni sem fékk heldur ekkert að spila með Elfsborg í fyrra en þeir þurfa að bíða eitthvað lengur eftir því að varnarmaðurinn öflugi komi heim. „Ég klára tímabilið hérna að minnsta kosti. Þjálfarinn er búinn að lofa mér því að þetta breytist núna. Ég átti að spila um síðustu helgi þegar deildin kom úr sumarfríi en þá var ég veikur. En nú vann liðið þannig ég veit ekki hvað hann gerir fyrst hann hélt alltaf sama liðinu þegar við töpuðum. Ég er bara alltaf að bíða eftir því að fá minn leik,“ segir Skúli Jón.Kom til að spila Skúli Jón var fyrir utan hóp hjá Elfsborg nánast allt tímabilið í fyrra. Hann fór til Gefle í einum tilgangi: Að spila fótbolta. „Ég gekk út frá því að ég væri að fara að spila. Þess vegna kom ég nú hingað. Svo veit ég ekki bara hver andskotinn gerðist. Ég spilaði nokkra leiki á undirbúningstímabilinu og stóð mig vel. En svo valdi þjálfarinn einhverja aðra og hélt sig við þá sama hvað við töpuðum mörgum leikjum,“ segir Skúli Jón sem hefur engin svör fengið um af hverju hann fær svona fáar mínútur. „Þjálfarinn bara gaf mér ekki séns. Þetta er svipað og hjá Elfsborg í fyrra. Þar spilaði ég mjög vel á undirbúningstímabilinu en þegar deildin byrjaði var ég ekki í myndinni.“Orðinn pirraður Það verður seint sagt að dvöl Skúla Jóns í Svíþjóð hafi verið gæfurík. Hann kvaddi uppeldisfélag sitt, KR, með Íslandsmeistaratitli 2011 og samdi í kjölfarið við Elfsborg. Hann meiddist snemma sumarið 2012 og var frá út tímabilið. Síðan tók við martraðarsumarið í fyrra og nú þetta. „Þetta er búið að vera mjög erfitt og þetta liggur þungt á manni. Það er erfitt að komast upp úr svona aftur. Sjálfstraustið er ekkert í háum hæðum núna,“ segir hann en leyfir sér að hlæja. „Nú þarf maður bara að spyrna sér frá botninum en það er erfitt þegar maður fær engin tækifæri. Ég fæ ekki einu sinni tækifæri til að sýna að ég sé lélegur ef það er málið. Maður er bara orðinn meira pirraður núna frekar en eitthvað annað. Það er erfitt að halda sér jákvæðum í gegnum svona,“ segir Skúli Jón Friðgeirsson, varnarmaður Gefle.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Sjá meira