Um forgangsröðun Valgerður Bjarnadóttir skrifar 30. júní 2014 00:01 Er það rétt sem forsætisráðherrann sagði í hátíðarræðu sinni 17. júní að framfarirnar sem orðið hafa í landinu á undanförnum áratugum hafi ekki nýst landinu öllu? Er það mælikvarði á hvernig framfarirnar hafa nýst að nú býr hlutfallslega færra fólk í hinum dreifðari byggðum en gerði við lýðveldistökuna? Ég held að svarið við báðum spurningunum sé nei. Það kom reyndar fram í máli ráðherrans að það er ekki séríslenskt fyrirbrigði að fólk flytjist í þéttbýli. Úr sveitum í þorp eða bæi og frá þorpum og bæjum á stærri þéttbýlissvæði. Enn má spyrja og nú hvort það sé sérstakt hlutverk stjórnmálanna að sporna við þessari þróun? Svarið við því er líka nei. Auðvitað er það hlutverk stjórnmálanna að stuðla að því að fólk hafi það sem best og geti lifað sem auðugustu lífi hvar sem það kýs að búa. En það er ekki hlutverk stjórnmálanna að berjast gegn þróuninni. Auðvitað hafa orðið gífurlegar framfarir um allt land. Það er óskynsamlegt að gefa annað í skyn. Samt sem áður getur verið full þörf á að styrkja innviði, samgöngur og fjarskipti til að nefna augljós verkefni. Ég hef minni áhyggjur af landsbyggðinni en því að 12.000 börn á Íslandi búi eða eigi á hættu að búa við fátækt, eins og fram kom í skýrslu sem birt var í apríl. Þessar áhyggjur dvína ekki þegar hugsað er til þess að landsbyggðin á öflugan her þingmanna sem heldur hag hennar á lofti. Börnin hafa hins vegar ekki atkvæðisrétt. – Kannski er rétt að rifja upp að 7.000 manns búa á Vestfjörðum. Með fjárlögum samþykkti Alþingi að barnabætur yrðu 10,2 milljarðar á árinu. Reglur um úthlutun gefa tilefni til að ætla að afgangur verði og að tugir milljóna renni aftur í ríkissjóð. Eitt af síðustu verkum þingsins var að fella tillögu sem hefði tryggt að öll fjárhæðin rynni til barnafjölskyldna. Nú hyggst ríksstjórnin eyða umtalsverðum fjármunum í hreppaflutninga frá Hafnarfirði til Akureyrar. – Stundum skilur kona ekki forgangsröðunina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Sjá meira
Er það rétt sem forsætisráðherrann sagði í hátíðarræðu sinni 17. júní að framfarirnar sem orðið hafa í landinu á undanförnum áratugum hafi ekki nýst landinu öllu? Er það mælikvarði á hvernig framfarirnar hafa nýst að nú býr hlutfallslega færra fólk í hinum dreifðari byggðum en gerði við lýðveldistökuna? Ég held að svarið við báðum spurningunum sé nei. Það kom reyndar fram í máli ráðherrans að það er ekki séríslenskt fyrirbrigði að fólk flytjist í þéttbýli. Úr sveitum í þorp eða bæi og frá þorpum og bæjum á stærri þéttbýlissvæði. Enn má spyrja og nú hvort það sé sérstakt hlutverk stjórnmálanna að sporna við þessari þróun? Svarið við því er líka nei. Auðvitað er það hlutverk stjórnmálanna að stuðla að því að fólk hafi það sem best og geti lifað sem auðugustu lífi hvar sem það kýs að búa. En það er ekki hlutverk stjórnmálanna að berjast gegn þróuninni. Auðvitað hafa orðið gífurlegar framfarir um allt land. Það er óskynsamlegt að gefa annað í skyn. Samt sem áður getur verið full þörf á að styrkja innviði, samgöngur og fjarskipti til að nefna augljós verkefni. Ég hef minni áhyggjur af landsbyggðinni en því að 12.000 börn á Íslandi búi eða eigi á hættu að búa við fátækt, eins og fram kom í skýrslu sem birt var í apríl. Þessar áhyggjur dvína ekki þegar hugsað er til þess að landsbyggðin á öflugan her þingmanna sem heldur hag hennar á lofti. Börnin hafa hins vegar ekki atkvæðisrétt. – Kannski er rétt að rifja upp að 7.000 manns búa á Vestfjörðum. Með fjárlögum samþykkti Alþingi að barnabætur yrðu 10,2 milljarðar á árinu. Reglur um úthlutun gefa tilefni til að ætla að afgangur verði og að tugir milljóna renni aftur í ríkissjóð. Eitt af síðustu verkum þingsins var að fella tillögu sem hefði tryggt að öll fjárhæðin rynni til barnafjölskyldna. Nú hyggst ríksstjórnin eyða umtalsverðum fjármunum í hreppaflutninga frá Hafnarfirði til Akureyrar. – Stundum skilur kona ekki forgangsröðunina.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun