Vikulangt vopnahlé ekki virt Guðsteinn Bjarnason skrifar 25. júní 2014 08:57 Þyrlan sem skotin var niður í gær. Vísir/AFP Níu menn fórust með úkraínskri herþyrlu sem uppreisnarmenn í austurhluta landsins skutu niður í gær. Þetta gerðist þrátt fyrir að uppreisnarmenn hefðu lýst því yfir að þeir myndu virða vikulangt vopnahlé sem Úkraínustjórn boðaði til einhliða um síðustu helgi. Vladímír Pútín Rússlandsforseti hvatti í gær Úkraínustjórn til þess að hafa vopnahléið lengra en eina viku. Þá skoraði hann á Úkraínustjórn að nota vopnahléið til þess að ræða beint við leiðtoga uppreisnarmanna. Þá hefur Pútín skrifað rússneska þjóðþinginu bréf, þar sem hann óskar eftir því að þingið afturkalli heimild rússneska hersins til þess að beita hervaldi í Úkraínu. Hann sjálfur hafði óskað eftir því að þingið veitti þessa heimild og samþykkti þingið hana 1. mars síðastliðinn. Fastlega er reiknað með því að þingið muni fúslega verða við ósk hans um að afturkalla heimildina. Úkraínustjórn fagnar því að heimildin verði afturkölluð og sagði það mikilvægt skref í áttina til þess að koma á friði á ný. Pútín hefur tekið vel í friðaráætlun Úkraínuforseta, sem segir vopnahléið ætlað til þess að uppreisnarmenn fái svigrúm til þess að leggja niður vopn og koma sér burt, vilji þeir fara burt. Evrópusambandið hefur hótað Rússlandi frekari refsiaðgerðum, sýni rússnesk stjórnvöld ekki raunverulega viðleitni til þess að koma á friði í Úkraínu. Pútín hefur frest þangað til á föstudag, þegar leiðtogafundur Evrópusambandsins verður haldinn. Sameinuðu þjóðirnar segja að 423 manns hafi látið lífið í átökum í austanverðri Úkraínu á tímabilinu frá 15. apríl til 20. júní. Rúmlega 46 þúsund manns hafa hrakist að heiman, þar af hafa um 11.500 manns flúið frá Krímskaga sem Rússland hefur nú innlimað. Úkraínustjórn hefur sakað rússneska hermenn um að hafa, um það leyti sem Krímskagi var innlimaður, komið fyrir jarðsprengjum á mörkum Krímskaga, til þess að hindra för úkraínskra hermanna inn á skagann. Rússar hafa undanfarið verið með um 40 þúsund manna herlið við landamæri Úkraínu, og hafa Úkraínumenn margir litið á það sem hótun um að rússneski herinn muni ráðast inn í landið telji rússnesk stjórnvöld ástæðu til. Úkraína Tengdar fréttir Pútín segir mikilvægt að friður komist á í Úkraínu Vladímír Pútín vill að stillt verði til friðar í Austur-Úkraínu. 24. júní 2014 07:00 Pútín styður friðaráætlun Porosjenkó Þrátt fyrir að Porosjenkó hafi lýst yfir vopnahléi á föstudag þá hafa átök átt sér stað milli aðskilnaðarsinna og herliðs stjórnvalda yfir helgina. Aðskilnaðarsinnar segja að Úkraínski herinn virði vopnahléið að vettugi. Sex landamæraverðir hafa særst í átökunum. 22. júní 2014 12:00 Forseti Litháens líkir Pútín við Stalín, Hitler og Katrínu miklu Forsetinn segir stjórnvöld í Moskvu reyna að sannfæra Eystrasaltsríkin um að yfirgefa NATO í skiptum fyrir ódýrari olíu og gas 24. júní 2014 18:15 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Sjá meira
Níu menn fórust með úkraínskri herþyrlu sem uppreisnarmenn í austurhluta landsins skutu niður í gær. Þetta gerðist þrátt fyrir að uppreisnarmenn hefðu lýst því yfir að þeir myndu virða vikulangt vopnahlé sem Úkraínustjórn boðaði til einhliða um síðustu helgi. Vladímír Pútín Rússlandsforseti hvatti í gær Úkraínustjórn til þess að hafa vopnahléið lengra en eina viku. Þá skoraði hann á Úkraínustjórn að nota vopnahléið til þess að ræða beint við leiðtoga uppreisnarmanna. Þá hefur Pútín skrifað rússneska þjóðþinginu bréf, þar sem hann óskar eftir því að þingið afturkalli heimild rússneska hersins til þess að beita hervaldi í Úkraínu. Hann sjálfur hafði óskað eftir því að þingið veitti þessa heimild og samþykkti þingið hana 1. mars síðastliðinn. Fastlega er reiknað með því að þingið muni fúslega verða við ósk hans um að afturkalla heimildina. Úkraínustjórn fagnar því að heimildin verði afturkölluð og sagði það mikilvægt skref í áttina til þess að koma á friði á ný. Pútín hefur tekið vel í friðaráætlun Úkraínuforseta, sem segir vopnahléið ætlað til þess að uppreisnarmenn fái svigrúm til þess að leggja niður vopn og koma sér burt, vilji þeir fara burt. Evrópusambandið hefur hótað Rússlandi frekari refsiaðgerðum, sýni rússnesk stjórnvöld ekki raunverulega viðleitni til þess að koma á friði í Úkraínu. Pútín hefur frest þangað til á föstudag, þegar leiðtogafundur Evrópusambandsins verður haldinn. Sameinuðu þjóðirnar segja að 423 manns hafi látið lífið í átökum í austanverðri Úkraínu á tímabilinu frá 15. apríl til 20. júní. Rúmlega 46 þúsund manns hafa hrakist að heiman, þar af hafa um 11.500 manns flúið frá Krímskaga sem Rússland hefur nú innlimað. Úkraínustjórn hefur sakað rússneska hermenn um að hafa, um það leyti sem Krímskagi var innlimaður, komið fyrir jarðsprengjum á mörkum Krímskaga, til þess að hindra för úkraínskra hermanna inn á skagann. Rússar hafa undanfarið verið með um 40 þúsund manna herlið við landamæri Úkraínu, og hafa Úkraínumenn margir litið á það sem hótun um að rússneski herinn muni ráðast inn í landið telji rússnesk stjórnvöld ástæðu til.
Úkraína Tengdar fréttir Pútín segir mikilvægt að friður komist á í Úkraínu Vladímír Pútín vill að stillt verði til friðar í Austur-Úkraínu. 24. júní 2014 07:00 Pútín styður friðaráætlun Porosjenkó Þrátt fyrir að Porosjenkó hafi lýst yfir vopnahléi á föstudag þá hafa átök átt sér stað milli aðskilnaðarsinna og herliðs stjórnvalda yfir helgina. Aðskilnaðarsinnar segja að Úkraínski herinn virði vopnahléið að vettugi. Sex landamæraverðir hafa særst í átökunum. 22. júní 2014 12:00 Forseti Litháens líkir Pútín við Stalín, Hitler og Katrínu miklu Forsetinn segir stjórnvöld í Moskvu reyna að sannfæra Eystrasaltsríkin um að yfirgefa NATO í skiptum fyrir ódýrari olíu og gas 24. júní 2014 18:15 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Sjá meira
Pútín segir mikilvægt að friður komist á í Úkraínu Vladímír Pútín vill að stillt verði til friðar í Austur-Úkraínu. 24. júní 2014 07:00
Pútín styður friðaráætlun Porosjenkó Þrátt fyrir að Porosjenkó hafi lýst yfir vopnahléi á föstudag þá hafa átök átt sér stað milli aðskilnaðarsinna og herliðs stjórnvalda yfir helgina. Aðskilnaðarsinnar segja að Úkraínski herinn virði vopnahléið að vettugi. Sex landamæraverðir hafa særst í átökunum. 22. júní 2014 12:00
Forseti Litháens líkir Pútín við Stalín, Hitler og Katrínu miklu Forsetinn segir stjórnvöld í Moskvu reyna að sannfæra Eystrasaltsríkin um að yfirgefa NATO í skiptum fyrir ódýrari olíu og gas 24. júní 2014 18:15