Lítil ferðasaga Sara McMahon skrifar 24. júní 2014 08:15 Það var eitt sinn fjögurra manna fjölskylda sem ákvað að fara saman í svolítið frí, svona eins og fjölskyldur eiga til að gera. Ferðinni var heitið norður á bóginn, nánar tiltekið til Íslands. Fjölskylda hugðist treysta fjölskylduböndin með því að ferðast saman um landið og njóta náttúrufegurðarinnar. Fjölskyldunni skildist að á Íslandi væri margt að sjá og gera; Til dæmis mætti grafa þar upp nokkurt magn af geislasteini – en geislasteinar eru metnir á stórfé af erlendum steinasöfnurum. Á brottfarardeginum sjálfum stóð fjölskyldan ferðbúin fyrir utan heimili sitt. Þau höfðu pakkað hlýjum fatnaði, gönguskóm og regnfatnaði – þau höfðu heyrt að það væri allra veðra von á Íslandi. Þau höfðu líka pakkað sundfatnaði og auðvitað nokkrum hömrum, einum meitli og efnablöndum til tegundagreiningar á steinum. Og svo fóru þau í fríið! Þegar austur á firði var komið hófst litla fjölskyldan handa við að grafa upp geislasteina á friðlandinu við bæinn Teigarhorn í Berufirði. Öll lögðu þau sitt af mörkum: mamman, pabbinn og synirnir tveir. Hamarshöggin glumdu um allan Berufjörð og náðu loks eyrum landvarðarins á Teigarhorni. Landvörðurinn ákvað að kanna málið betur, líkt og landvarða er siður, en þegar hann nálgaðist hina vinnusömu fjölskyldu, fóru þau öll undan í flæmingi og reyndu að fela dagsverk sitt. „Hvað gengur hér á?“ spurði landvörðurinn hissa. „Ekki neitt,“ ansaði fjölskyldufaðirinn skömmustulegur á svip. „Vitið þið ekki að þetta er friðland?“ innti landvörðurinn þau eftir. „Nei…það vissum við ekki, svæðið er svo illa merkt. Og þótt við hefðum vitað það, þá skiptir þessi litli uppgröftur okkar öngvu máli því eins og þú sérð sjálfur er hér af nógu að taka,“ sagði ferðalangurinn örlítið öruggari með sig. Landvörðurinn viðurkenndi að merkingar á friðlandinu mættu vera betri og sá sér ekki annan leik á borði en að senda fjölskylduna burt eftir að hafa lesið þeim pistilinn. „Þetta er allt í lagi,“ sagði faðirinn við vonsvikna fjölskyldu sína. „Helgustaðanáma er hérna rétt hjá.“ Og af stað héldu þau. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Sjá meira
Það var eitt sinn fjögurra manna fjölskylda sem ákvað að fara saman í svolítið frí, svona eins og fjölskyldur eiga til að gera. Ferðinni var heitið norður á bóginn, nánar tiltekið til Íslands. Fjölskylda hugðist treysta fjölskylduböndin með því að ferðast saman um landið og njóta náttúrufegurðarinnar. Fjölskyldunni skildist að á Íslandi væri margt að sjá og gera; Til dæmis mætti grafa þar upp nokkurt magn af geislasteini – en geislasteinar eru metnir á stórfé af erlendum steinasöfnurum. Á brottfarardeginum sjálfum stóð fjölskyldan ferðbúin fyrir utan heimili sitt. Þau höfðu pakkað hlýjum fatnaði, gönguskóm og regnfatnaði – þau höfðu heyrt að það væri allra veðra von á Íslandi. Þau höfðu líka pakkað sundfatnaði og auðvitað nokkrum hömrum, einum meitli og efnablöndum til tegundagreiningar á steinum. Og svo fóru þau í fríið! Þegar austur á firði var komið hófst litla fjölskyldan handa við að grafa upp geislasteina á friðlandinu við bæinn Teigarhorn í Berufirði. Öll lögðu þau sitt af mörkum: mamman, pabbinn og synirnir tveir. Hamarshöggin glumdu um allan Berufjörð og náðu loks eyrum landvarðarins á Teigarhorni. Landvörðurinn ákvað að kanna málið betur, líkt og landvarða er siður, en þegar hann nálgaðist hina vinnusömu fjölskyldu, fóru þau öll undan í flæmingi og reyndu að fela dagsverk sitt. „Hvað gengur hér á?“ spurði landvörðurinn hissa. „Ekki neitt,“ ansaði fjölskyldufaðirinn skömmustulegur á svip. „Vitið þið ekki að þetta er friðland?“ innti landvörðurinn þau eftir. „Nei…það vissum við ekki, svæðið er svo illa merkt. Og þótt við hefðum vitað það, þá skiptir þessi litli uppgröftur okkar öngvu máli því eins og þú sérð sjálfur er hér af nógu að taka,“ sagði ferðalangurinn örlítið öruggari með sig. Landvörðurinn viðurkenndi að merkingar á friðlandinu mættu vera betri og sá sér ekki annan leik á borði en að senda fjölskylduna burt eftir að hafa lesið þeim pistilinn. „Þetta er allt í lagi,“ sagði faðirinn við vonsvikna fjölskyldu sína. „Helgustaðanáma er hérna rétt hjá.“ Og af stað héldu þau.
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun