Rannsaka hvernig veruleikinn brenglast Ólöf Skaftadóttir skrifar 20. júní 2014 11:30 Sextán elskendur Aðsend mynd „Í grunninn erum við að rannsaka það hvernig við sviðsetjum okkur sjálf – og við gerum það á hverjum degi. Við tölum ekki eins við alla – við tölum öðruvísi við besta vin okkur en ömmu okkar,“ segir Hlynur Páll Pálsson, einn meðlima sviðslistahópsins 16 elskenda sem leggur nú drög að nýju verki sem ber titilinn Persónur og leikendur. „Og þessi sviðsetning er alls staðar, í netheimum, á Facebook og á Twitter erum við alltaf að búa til einhvern veruleika og reyna að fá á því staðfestingu að við séum til inni á þessum stöðum. Ef maður fær hundrað læk þá er maður að gera eitthvað rétt – en það er vert að taka fram að sýningin er alls ekki um samfélagsmiðla,“ útskýrir Hlynur og hlær. „Þetta er meira um það að landslagið er breytt – í því hvernig við sviðsetjum okkur. Um leið erum við líka að rannsaka það hvernig veruleikinn er að brenglast. Hvað er raunverulegt? Þetta á ekki bara við um internetið, líka raunveruleikasjónvarp, þætti eins og Innlit/Útlit eða í sviðslistum þar sem listafólk er að sviðsetja raunverulegar sögur í síauknum mæli, til dæmis sýningar á borð við Tengdó og Harmsögu.“ Hlynur bætir við að þessar pælingar hafi verið hvatinn að sýningunni, en segir hópinn ekki ganga út frá neinu ákveðnu. „Þetta er rannsókn.“ Hópurinn kemur til með að frumsýna í mars á næsta ári, en þangað til stendur hann í ströngu við undirbúningsvinnu. „Í fyrstu vinnubúðunum töluðum við alltof mikið. Þannig að í þeim næstu höfum við heitið því að vinnan fari fram á gólfinu svo það komi nú eitthvað út úr þessu,“ segir Hlynur og hlær. Sextán elskendur er óhefðbundinn sviðslistahópur að því leytinu til að þau starfa eftir flötum strúktúr, þar sem enginn einn er listrænn stjórnandi. „Við ætlum reyndar aðeins að breyta til í ár og erum búin að ætla honum Karli Ágústi að verða leikstjóri hópsins, en verkið byggist að miklu leyti á mastersritgerð Kalla úr Listaháskólanum í Berlín. Það er líka gott að hafa leikstjóra því þá er minni ábyrgð á herðum hinna elskendanna,“ bætir Hlynur við, léttur í bragði. 16 elskendur eru Aðalbjörg Þóra Árnadóttir, Brynja Björnsdóttir, Davíð Freyr Þórunnarson, Eva Rún Snorradóttir, Friðgeir Einarsson, Gunnar Karel Másson, Hlynur Páll Pálsson, Karl Ágúst Þorbergsson, Ragnar Ísleifur Bragason, Saga Sigurðardóttir og Ylfa Ösp Áskelsdóttir. Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
„Í grunninn erum við að rannsaka það hvernig við sviðsetjum okkur sjálf – og við gerum það á hverjum degi. Við tölum ekki eins við alla – við tölum öðruvísi við besta vin okkur en ömmu okkar,“ segir Hlynur Páll Pálsson, einn meðlima sviðslistahópsins 16 elskenda sem leggur nú drög að nýju verki sem ber titilinn Persónur og leikendur. „Og þessi sviðsetning er alls staðar, í netheimum, á Facebook og á Twitter erum við alltaf að búa til einhvern veruleika og reyna að fá á því staðfestingu að við séum til inni á þessum stöðum. Ef maður fær hundrað læk þá er maður að gera eitthvað rétt – en það er vert að taka fram að sýningin er alls ekki um samfélagsmiðla,“ útskýrir Hlynur og hlær. „Þetta er meira um það að landslagið er breytt – í því hvernig við sviðsetjum okkur. Um leið erum við líka að rannsaka það hvernig veruleikinn er að brenglast. Hvað er raunverulegt? Þetta á ekki bara við um internetið, líka raunveruleikasjónvarp, þætti eins og Innlit/Útlit eða í sviðslistum þar sem listafólk er að sviðsetja raunverulegar sögur í síauknum mæli, til dæmis sýningar á borð við Tengdó og Harmsögu.“ Hlynur bætir við að þessar pælingar hafi verið hvatinn að sýningunni, en segir hópinn ekki ganga út frá neinu ákveðnu. „Þetta er rannsókn.“ Hópurinn kemur til með að frumsýna í mars á næsta ári, en þangað til stendur hann í ströngu við undirbúningsvinnu. „Í fyrstu vinnubúðunum töluðum við alltof mikið. Þannig að í þeim næstu höfum við heitið því að vinnan fari fram á gólfinu svo það komi nú eitthvað út úr þessu,“ segir Hlynur og hlær. Sextán elskendur er óhefðbundinn sviðslistahópur að því leytinu til að þau starfa eftir flötum strúktúr, þar sem enginn einn er listrænn stjórnandi. „Við ætlum reyndar aðeins að breyta til í ár og erum búin að ætla honum Karli Ágústi að verða leikstjóri hópsins, en verkið byggist að miklu leyti á mastersritgerð Kalla úr Listaháskólanum í Berlín. Það er líka gott að hafa leikstjóra því þá er minni ábyrgð á herðum hinna elskendanna,“ bætir Hlynur við, léttur í bragði. 16 elskendur eru Aðalbjörg Þóra Árnadóttir, Brynja Björnsdóttir, Davíð Freyr Þórunnarson, Eva Rún Snorradóttir, Friðgeir Einarsson, Gunnar Karel Másson, Hlynur Páll Pálsson, Karl Ágúst Þorbergsson, Ragnar Ísleifur Bragason, Saga Sigurðardóttir og Ylfa Ösp Áskelsdóttir.
Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira