Loksins orðin fullþroska Gunnar Leó Pálsson skrifar 11. júní 2014 10:30 Hljómsveitina Amaba Dama skipa tíu hressir einstaklingar en sveitin gaf nýverið út lagið Hossa hossa. mynd/Margrèt guðmundsdottir „Það má eiginleg segja að við séum orðin fullþroska hljómsveit í dag,“ segir söngkonan Steinunn Jónsdóttir, einn af stofnmeðlimum hljómsveitarinnar Amaba Dama. Um er að ræða tíu manna reggíhljómsveit sem var stofnuð árið 2011. „Við Gnúsi erum einu upprunalegu meðlimir sveitarinnar en hún varð til árið 2011 og voru okkar fyrstu tónleikar á Iceland Airwaves-hátíðinni það ár,“ bætir Steinunn við. Upphaflega voru einungis þrír meðlimir í sveitinni en þeim hefur fjölgað hægt og þétt. „Við erum tíu manna band í dag og þar af þrír söngvarar og höfum verið í þessari mynd í um það bil eitt ár.“ Er ekki erfitt að ná tíu manns saman á æfingar? „Það hefur gengið furðu vel, við náum vel saman og erum með sömu heimssýn. Við erum einnig með fasta æfingatíma og þess vegna gengur þetta svona ljómandi vel,“ segir Steinunn. Sveitina skipa auk Steinunnar þau Magnús Jónsson (Gnúsi Yones) og Salka Sól Eyfeld en þau syngja einnig, Ellert B. Schram leikur á hljómborð, Ingólfur Arason leikur á gítar, Hannes Arason leikur á trompet, Elías Bjartur Einarsson lemur húðir, Páll Sólmundur Eydal plokkar bassann, Hjálmar Óli Hjálmarsson leikur á slagverk og Björgvin Ragnar Hjálmarsson spilar á saxófón. Gnúsi semur lögin en Steinunn aðstoðar hann svo við textasmíðar. „Við erum að taka upp plötu, og stefnum á að gefa hana út í haust. Við erum komin með efni í heila plötu.“ Hljómsveitin gaf nýverið út lagið Hossa hossa og er það fáanlegt á tónlist.is. „Við erum ótrúlega ánægð og þakklát með viðtökurnar á nýja laginu. Við erum byrjuð að huga að myndabandagerð þess dagana og því myndband við lagið væntanlegt.“Amaba Dama kemur fram á tónleikum á Lofti Hosteli á fimmtudagskvöld og lofar Steinunn mikilli stemningu. Airwaves Mest lesið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Fleiri fréttir Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Sjá meira
„Það má eiginleg segja að við séum orðin fullþroska hljómsveit í dag,“ segir söngkonan Steinunn Jónsdóttir, einn af stofnmeðlimum hljómsveitarinnar Amaba Dama. Um er að ræða tíu manna reggíhljómsveit sem var stofnuð árið 2011. „Við Gnúsi erum einu upprunalegu meðlimir sveitarinnar en hún varð til árið 2011 og voru okkar fyrstu tónleikar á Iceland Airwaves-hátíðinni það ár,“ bætir Steinunn við. Upphaflega voru einungis þrír meðlimir í sveitinni en þeim hefur fjölgað hægt og þétt. „Við erum tíu manna band í dag og þar af þrír söngvarar og höfum verið í þessari mynd í um það bil eitt ár.“ Er ekki erfitt að ná tíu manns saman á æfingar? „Það hefur gengið furðu vel, við náum vel saman og erum með sömu heimssýn. Við erum einnig með fasta æfingatíma og þess vegna gengur þetta svona ljómandi vel,“ segir Steinunn. Sveitina skipa auk Steinunnar þau Magnús Jónsson (Gnúsi Yones) og Salka Sól Eyfeld en þau syngja einnig, Ellert B. Schram leikur á hljómborð, Ingólfur Arason leikur á gítar, Hannes Arason leikur á trompet, Elías Bjartur Einarsson lemur húðir, Páll Sólmundur Eydal plokkar bassann, Hjálmar Óli Hjálmarsson leikur á slagverk og Björgvin Ragnar Hjálmarsson spilar á saxófón. Gnúsi semur lögin en Steinunn aðstoðar hann svo við textasmíðar. „Við erum að taka upp plötu, og stefnum á að gefa hana út í haust. Við erum komin með efni í heila plötu.“ Hljómsveitin gaf nýverið út lagið Hossa hossa og er það fáanlegt á tónlist.is. „Við erum ótrúlega ánægð og þakklát með viðtökurnar á nýja laginu. Við erum byrjuð að huga að myndabandagerð þess dagana og því myndband við lagið væntanlegt.“Amaba Dama kemur fram á tónleikum á Lofti Hosteli á fimmtudagskvöld og lofar Steinunn mikilli stemningu.
Airwaves Mest lesið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Fleiri fréttir Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Sjá meira