Loksins orðin fullþroska Gunnar Leó Pálsson skrifar 11. júní 2014 10:30 Hljómsveitina Amaba Dama skipa tíu hressir einstaklingar en sveitin gaf nýverið út lagið Hossa hossa. mynd/Margrèt guðmundsdottir „Það má eiginleg segja að við séum orðin fullþroska hljómsveit í dag,“ segir söngkonan Steinunn Jónsdóttir, einn af stofnmeðlimum hljómsveitarinnar Amaba Dama. Um er að ræða tíu manna reggíhljómsveit sem var stofnuð árið 2011. „Við Gnúsi erum einu upprunalegu meðlimir sveitarinnar en hún varð til árið 2011 og voru okkar fyrstu tónleikar á Iceland Airwaves-hátíðinni það ár,“ bætir Steinunn við. Upphaflega voru einungis þrír meðlimir í sveitinni en þeim hefur fjölgað hægt og þétt. „Við erum tíu manna band í dag og þar af þrír söngvarar og höfum verið í þessari mynd í um það bil eitt ár.“ Er ekki erfitt að ná tíu manns saman á æfingar? „Það hefur gengið furðu vel, við náum vel saman og erum með sömu heimssýn. Við erum einnig með fasta æfingatíma og þess vegna gengur þetta svona ljómandi vel,“ segir Steinunn. Sveitina skipa auk Steinunnar þau Magnús Jónsson (Gnúsi Yones) og Salka Sól Eyfeld en þau syngja einnig, Ellert B. Schram leikur á hljómborð, Ingólfur Arason leikur á gítar, Hannes Arason leikur á trompet, Elías Bjartur Einarsson lemur húðir, Páll Sólmundur Eydal plokkar bassann, Hjálmar Óli Hjálmarsson leikur á slagverk og Björgvin Ragnar Hjálmarsson spilar á saxófón. Gnúsi semur lögin en Steinunn aðstoðar hann svo við textasmíðar. „Við erum að taka upp plötu, og stefnum á að gefa hana út í haust. Við erum komin með efni í heila plötu.“ Hljómsveitin gaf nýverið út lagið Hossa hossa og er það fáanlegt á tónlist.is. „Við erum ótrúlega ánægð og þakklát með viðtökurnar á nýja laginu. Við erum byrjuð að huga að myndabandagerð þess dagana og því myndband við lagið væntanlegt.“Amaba Dama kemur fram á tónleikum á Lofti Hosteli á fimmtudagskvöld og lofar Steinunn mikilli stemningu. Airwaves Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
„Það má eiginleg segja að við séum orðin fullþroska hljómsveit í dag,“ segir söngkonan Steinunn Jónsdóttir, einn af stofnmeðlimum hljómsveitarinnar Amaba Dama. Um er að ræða tíu manna reggíhljómsveit sem var stofnuð árið 2011. „Við Gnúsi erum einu upprunalegu meðlimir sveitarinnar en hún varð til árið 2011 og voru okkar fyrstu tónleikar á Iceland Airwaves-hátíðinni það ár,“ bætir Steinunn við. Upphaflega voru einungis þrír meðlimir í sveitinni en þeim hefur fjölgað hægt og þétt. „Við erum tíu manna band í dag og þar af þrír söngvarar og höfum verið í þessari mynd í um það bil eitt ár.“ Er ekki erfitt að ná tíu manns saman á æfingar? „Það hefur gengið furðu vel, við náum vel saman og erum með sömu heimssýn. Við erum einnig með fasta æfingatíma og þess vegna gengur þetta svona ljómandi vel,“ segir Steinunn. Sveitina skipa auk Steinunnar þau Magnús Jónsson (Gnúsi Yones) og Salka Sól Eyfeld en þau syngja einnig, Ellert B. Schram leikur á hljómborð, Ingólfur Arason leikur á gítar, Hannes Arason leikur á trompet, Elías Bjartur Einarsson lemur húðir, Páll Sólmundur Eydal plokkar bassann, Hjálmar Óli Hjálmarsson leikur á slagverk og Björgvin Ragnar Hjálmarsson spilar á saxófón. Gnúsi semur lögin en Steinunn aðstoðar hann svo við textasmíðar. „Við erum að taka upp plötu, og stefnum á að gefa hana út í haust. Við erum komin með efni í heila plötu.“ Hljómsveitin gaf nýverið út lagið Hossa hossa og er það fáanlegt á tónlist.is. „Við erum ótrúlega ánægð og þakklát með viðtökurnar á nýja laginu. Við erum byrjuð að huga að myndabandagerð þess dagana og því myndband við lagið væntanlegt.“Amaba Dama kemur fram á tónleikum á Lofti Hosteli á fimmtudagskvöld og lofar Steinunn mikilli stemningu.
Airwaves Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira