Viðskipti erlent

Japan leiðréttir hagvaxtarspár

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Fjárfestingar í Japan jukust um rúmlega 2,7% en það hafði mikil áhrif á hagvöxt.
Fjárfestingar í Japan jukust um rúmlega 2,7% en það hafði mikil áhrif á hagvöxt. Vísir/AFP
Hagvaxtarspár í Japan hafa nú verið leiðréttar. Leiðréttingin kemur í kjölfar þess að vöxtur á tímabilinu janúar-mars var 0,1 prósentustigi hærri en búist var við, eða úr 1,5% í 1,6%.

Þó hefur þetta mikil áhrif á hagvaxtarspá landsins fyrir árið 2014, sem hækkar úr 5,9% í 6,7%.

Japanar mega þá helst þakka viðskiptafjárfestum fyrir aukna vöxtinn, en fjárfestingar á tímabilinu jukust um rúm 2,7 prósentustig frá fyrri spám.

Japan er ein skuldsettasta land í heimi, en skuldir landsins eru rúmlega 230 prósent af þjóðarframleiðslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×