Framsókn, moska, súkkulaði, kynferðisbrot Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 6. júní 2014 06:00 Ég elska súkkulaði. Það er minn helsti veikleiki. Það skiptir í raun engu máli hvaðan það kemur. Svo lengi sem það er gott á bragðið spæni ég það í mig líkt og um kappát væri að ræða. En stundum leynist úlfur í sauðargæru. Fagurskreyttar súkkulaðiumbúðir frá fornfrægum sælgætisframleiðanda sem lofar einstöku bragði, gómsætri fyllingu og draumalausn frá hversdagsleikanum um stund. Maður rífur bréfið af í skyndi, bítur í glansandi súkkulaðistykkið en fyrr en varði kemur óbragð í munninn. Súkkulaðið er akkúrat ekkert eins og því var lýst á umbúðunum. Þannig líður mér með Framsóknarflokkinn. Og þannig halda menn að ástandið á Íslandi verði ef moska rís. Það virðist í hugum margra vera samasemmerki á milli þess að trúarhópur fái bænastað og að landamæri Íslands opnist fyrir hryðjuverkamönnum. Sá meira að segja ónefndan mann skrifa við stöðuuppfærslu vinar míns á Facebook eftirfarandi: „Ég get tryggt það að rétt eftir að moskan rís fáum við fréttir af fyrstu hópnauðguninni á Íslandi.“ Er ekki lágmarkskrafa að fólk hafi staðreyndir á hreinu áður en það blandar sér í viðkvæm deilumál í þjóðfélaginu? Svo hef ég heyrt aðra tala um andúð sína á múslimum því þeir meti ekki mannslífið. Finnist það ekkert tiltökumál að taka líf fólks. En við kristnir erum náttúrulega ekki svoleiðis. Við metum mannslífið mikils. Svo mikils að þegar upp kemst um kynferðisbrot sem voru þögguð niður í áraraðir innan kirkjunnar þá borgum við allavega bætur. Svokallaðar sanngirnisbætur. Heilar fjórar milljónir á kjaft. Fyrir eina mannsævi af þjáningu og skömm. Það dugar meira að segja næstum því fyrir útborgun í íbúð í þessu árferði. Að endingu vil ég minna á hjúskaparlög sem hafa gilt á Íslandi síðan árið 1993. Í þeim segir að hjúskapur sé ógildur hafi annað hjóna „verið neytt til vígslunnar“. Félag múslima á Íslandi var stofnað árið 1997. You do the math. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun
Ég elska súkkulaði. Það er minn helsti veikleiki. Það skiptir í raun engu máli hvaðan það kemur. Svo lengi sem það er gott á bragðið spæni ég það í mig líkt og um kappát væri að ræða. En stundum leynist úlfur í sauðargæru. Fagurskreyttar súkkulaðiumbúðir frá fornfrægum sælgætisframleiðanda sem lofar einstöku bragði, gómsætri fyllingu og draumalausn frá hversdagsleikanum um stund. Maður rífur bréfið af í skyndi, bítur í glansandi súkkulaðistykkið en fyrr en varði kemur óbragð í munninn. Súkkulaðið er akkúrat ekkert eins og því var lýst á umbúðunum. Þannig líður mér með Framsóknarflokkinn. Og þannig halda menn að ástandið á Íslandi verði ef moska rís. Það virðist í hugum margra vera samasemmerki á milli þess að trúarhópur fái bænastað og að landamæri Íslands opnist fyrir hryðjuverkamönnum. Sá meira að segja ónefndan mann skrifa við stöðuuppfærslu vinar míns á Facebook eftirfarandi: „Ég get tryggt það að rétt eftir að moskan rís fáum við fréttir af fyrstu hópnauðguninni á Íslandi.“ Er ekki lágmarkskrafa að fólk hafi staðreyndir á hreinu áður en það blandar sér í viðkvæm deilumál í þjóðfélaginu? Svo hef ég heyrt aðra tala um andúð sína á múslimum því þeir meti ekki mannslífið. Finnist það ekkert tiltökumál að taka líf fólks. En við kristnir erum náttúrulega ekki svoleiðis. Við metum mannslífið mikils. Svo mikils að þegar upp kemst um kynferðisbrot sem voru þögguð niður í áraraðir innan kirkjunnar þá borgum við allavega bætur. Svokallaðar sanngirnisbætur. Heilar fjórar milljónir á kjaft. Fyrir eina mannsævi af þjáningu og skömm. Það dugar meira að segja næstum því fyrir útborgun í íbúð í þessu árferði. Að endingu vil ég minna á hjúskaparlög sem hafa gilt á Íslandi síðan árið 1993. Í þeim segir að hjúskapur sé ógildur hafi annað hjóna „verið neytt til vígslunnar“. Félag múslima á Íslandi var stofnað árið 1997. You do the math.
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun