Virða akstursbann að vettugi Svavar Hávarðsson skrifar 5. júní 2014 07:00 Við Frostastaðaháls. Skemmdir vegna utanvegaaksturs eru viðvarandi vandamál. Margt er hægt að laga en alvarlegustu skemmdirnar má sjá áratugum saman. Mynd/Umhverfisstofnun Þrátt fyrir að blátt bann sé lagt við umferð ökutækja á Friðlandi að Fjallabaki í leysingatíð eru mörg dæmi þess að lokunin sé virt að vettugi. Fyrirtæki auglýsa og selja ferðir inn á svæðið þrátt fyrir að vitað sé að svæðið sé lokað. Ingibjörg Eiríksdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun og svæðalandvörður á Suðurlandi, segir um skýrt brot á náttúruverndarlögum að ræða. Ingibjörg ætlar engum að ætla sér að vinna skemmdir á sérstæðri náttúru svæðisins en aðstæður hljóti þó að vera öllum ljósar sem á annað borð þekkja til. Á þessum árstíma eru aðstæður slíkar að menn keyra gjarnan niður úr mjúkum snjó án þess að átta sig á því að þeir skera sig niður í gróðurinn. Eins freistast ökumenn til að krækja út fyrir skafla til að komast lengra, en mergurinn málsins sé auðvitað sá að inni á svæðinu eiga ökutæki ekki að vera.Ingibjörg EiríksdóttirIngibjörg segir að gróðurskemmdir á svæðinu sé í sumum tilfellum hægt að laga, en það eigi ekki alltaf við. Landverðir leggi árlega gríðarmikla vinnu í að laga för eftir utanvegaakstur, og til fræðslu ferðamanna. Eins verði í sumar stór hópur fólks við vinnu í Landmannalaugum og nágrenni við að gera við skemmdir eftir utanvegaakstur frá fyrri árum. „Sumt af þessu er ekki hægt að laga og tekur ár eða áratugi að jafna sig, og það er vandinn sem við erum að glíma við ár eftir ár,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg hefur engar haldbærar sannanir um einstakar ferðir um svæðið, nema augljós ummerki. „En ég hef fréttir af stórum bíl á svæðinu, og eins mönnum sem eru að selja ferðir inn á svæðið um þessar mundir þrátt fyrir lokanir,“ segir Ingibjörg sem hefur gert lögreglunni á Hvolsvelli viðvart um hvers kyns er. Hún bætir við að í gær hafi hún með stuttri leit á netinu fundið sjö síður þar sem verið var að selja ferðir inn í Landmannalaugar ýmist allt árið eða frá 1. júní; allt á þeim tíma þegar er lokað. Ekki eru sérstakar dagsetningar á lokunum á þessu svæði á hálendinu, það er þær fara eftir tíðarfari, en hins vegar lokar Vegagerðin leiðinni með skýrum merkingum á staðnum og upplýsingum á vefsíðu sinni. Þessar merkingar eru að engu hafðar, og annaðhvort eru hlið opnuð eða farið fram hjá þeim hvort sem merkingar segja að það sé ófært eða lokað, eins og nú er. Tengdar fréttir Ferðir seldar í lokað friðland Ferðir eru auglýstar og seldar inn í Friðland að Fjallabaki þrátt fyrir lokanir á hálendinu. Skemmdir vegna utanvegaaksturs eru viðvarandi vandamál. Lögregla hyggur á eftirlit á landi og úr lofti vegna brotanna. 5. júní 2014 07:00 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Sjá meira
Þrátt fyrir að blátt bann sé lagt við umferð ökutækja á Friðlandi að Fjallabaki í leysingatíð eru mörg dæmi þess að lokunin sé virt að vettugi. Fyrirtæki auglýsa og selja ferðir inn á svæðið þrátt fyrir að vitað sé að svæðið sé lokað. Ingibjörg Eiríksdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun og svæðalandvörður á Suðurlandi, segir um skýrt brot á náttúruverndarlögum að ræða. Ingibjörg ætlar engum að ætla sér að vinna skemmdir á sérstæðri náttúru svæðisins en aðstæður hljóti þó að vera öllum ljósar sem á annað borð þekkja til. Á þessum árstíma eru aðstæður slíkar að menn keyra gjarnan niður úr mjúkum snjó án þess að átta sig á því að þeir skera sig niður í gróðurinn. Eins freistast ökumenn til að krækja út fyrir skafla til að komast lengra, en mergurinn málsins sé auðvitað sá að inni á svæðinu eiga ökutæki ekki að vera.Ingibjörg EiríksdóttirIngibjörg segir að gróðurskemmdir á svæðinu sé í sumum tilfellum hægt að laga, en það eigi ekki alltaf við. Landverðir leggi árlega gríðarmikla vinnu í að laga för eftir utanvegaakstur, og til fræðslu ferðamanna. Eins verði í sumar stór hópur fólks við vinnu í Landmannalaugum og nágrenni við að gera við skemmdir eftir utanvegaakstur frá fyrri árum. „Sumt af þessu er ekki hægt að laga og tekur ár eða áratugi að jafna sig, og það er vandinn sem við erum að glíma við ár eftir ár,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg hefur engar haldbærar sannanir um einstakar ferðir um svæðið, nema augljós ummerki. „En ég hef fréttir af stórum bíl á svæðinu, og eins mönnum sem eru að selja ferðir inn á svæðið um þessar mundir þrátt fyrir lokanir,“ segir Ingibjörg sem hefur gert lögreglunni á Hvolsvelli viðvart um hvers kyns er. Hún bætir við að í gær hafi hún með stuttri leit á netinu fundið sjö síður þar sem verið var að selja ferðir inn í Landmannalaugar ýmist allt árið eða frá 1. júní; allt á þeim tíma þegar er lokað. Ekki eru sérstakar dagsetningar á lokunum á þessu svæði á hálendinu, það er þær fara eftir tíðarfari, en hins vegar lokar Vegagerðin leiðinni með skýrum merkingum á staðnum og upplýsingum á vefsíðu sinni. Þessar merkingar eru að engu hafðar, og annaðhvort eru hlið opnuð eða farið fram hjá þeim hvort sem merkingar segja að það sé ófært eða lokað, eins og nú er.
Tengdar fréttir Ferðir seldar í lokað friðland Ferðir eru auglýstar og seldar inn í Friðland að Fjallabaki þrátt fyrir lokanir á hálendinu. Skemmdir vegna utanvegaaksturs eru viðvarandi vandamál. Lögregla hyggur á eftirlit á landi og úr lofti vegna brotanna. 5. júní 2014 07:00 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Sjá meira
Ferðir seldar í lokað friðland Ferðir eru auglýstar og seldar inn í Friðland að Fjallabaki þrátt fyrir lokanir á hálendinu. Skemmdir vegna utanvegaaksturs eru viðvarandi vandamál. Lögregla hyggur á eftirlit á landi og úr lofti vegna brotanna. 5. júní 2014 07:00