Íslenskur leikmaður veðjaði á úrslit eigin liðs Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. júní 2014 07:00 Fréttablaðið/Valli Leikmaður Dalvíkur/Reynis hefur viðurkennt að hafa veðjað á úrslit eigin liðs í janúar síðastliðnum. Þetta staðfesti Stefán Garðar Níelsson, formaður knattspyrnudeildar félagsins, í samtali við Fréttablaðið í gær. Þann 13. janúar vann Þór 7-0 sigur á Dalvík/Reyni í Kjarnafæðismótinu í Boganum á Akureyri. Síðar þann mánuð greindi Akureyri vikublað frá því að grunsemdir hefðu vaknað um óeðlilega veðmálastarfsemi í kringum leikinn og að leikmenn Þórs hefðu stórgrætt á að liðið vann meira en þriggja marka sigur. Rannsókn KSÍ leiddi ekkert í ljós en hún strandaði á því að forráðamenn Dalvíkur/Reynis höfnuðu beiðni Þóris Hákonarsonar, framkvæmdarstjóra KSÍ, um aðstoð vegna rannsóknarinnar.Erfitt mál fyrir félagið Stefán Garðar segir að þetta mál hafi reynst félaginu erfitt. Í umfjöllun Akureyrar vikublaðs hafi leikmenn Þórs legið undir ásökunum en hann segir að leikmenn Dalvíkur/Reynis hafi líka verið ásakaðir um að taka þátt í braskinu – til að mynda í leiknum sjálfum. „Meðan á leiknum stóð heyrðust ásakanir frá leikmönnum Þórs um að okkar leikmenn væru að hagræða úrslitum. Það þótti okkur verst,“ sagði Stefán Garðar en staðfesti þó að leikmaður Dalvíkur/Reynis hafi veðjað á leikinn. „Hann var reyndar ekki í leikmannahópi okkar í þessum leik en viðurkenndi þetta. Hann hefur þess utan lítið æft og ekkert spilað með okkur í vor. Þeir leikmenn sem tóku þátt í leiknum sóru þetta hins vegar allir af sér,“ bætir hann við en vildi ekki nafngreina umræddan leikmann. Þórir staðfesti við Fréttablaðið í gær að hann hafi ekki fengið þær upplýsingar til sín að umræddur leikmaður hafi veðjað á leikinn en fram kemur í fundargerð stjórnar KSÍ að ekki yrði aðhafst frekar í málinu fyrr en nýjar upplýsingar kæmu fram. Þórir gat ekki svarað því hvort þetta nægði til þess að málið yrði tekið upp að nýju en upphaflega hafi ekki verið hægt að aðhafast meira í því. „Ásakanirnar komu fram í fjölmiðlum og ég hafði ekkert haldbært um að nokkuð óeðlilegt hafi átt sér stað,“ sagði Þórir. „Ég lít svo á að félögin hafi fengið tækifæri til að hreinsa sig af ásökunum en af einhverjum ástæðum voru þau ekki tilbúin í það. Það var þeirra ákvörðun.“Erum ekki í feluleik Stefán Garðar viðurkennir að það kunni að líta út fyrir að félagið hafi eitthvað að fela en svo sé ekki. „Þetta var orðið mjög erfitt mál og leiddi til þess að hálfgert hatur ríkti á milli félaganna. Við höfðum ávallt átt mjög góð samskipti við Þór en þetta mál gerði þau mjög erfið. Við vorum bara búin að fá nóg,“ segir Stefán Garðar. Hann telur að leikmenn geri sér grein fyrir alvöru málsins. „Það er búið að ræða þetta ítarlega og okkar leikmenn vita að þeir verða látnir fara frá félaginu verði þeir uppvísir að svona löguðu.“Fáránleg starfssemi Stefán Garðar telur að vandamálið sé mun algengara en talið er. „Það var gott að fá þessa umræðu og að þetta hafi verið fín áminning fyrir knattspyrnuhreyfinguna alla á Íslandi. Enda finnst mér með öllu fáránlegt að það skuli vera hægt að veðja á leik í æfingamóti á Íslandi á erlendum vefsíðum, hvað þá að græða mikinn pening á úrslitum leikja sem geta aðeins talist eðlileg,“ segir hann og ítrekar að niðurstaðan í umræddum leik, 7-0 Þórs, hafi ekki vakið spurningar hjá honum. „Ég sá þennan leik. Við vorum einfaldlega illa mannaðir og úrslit leiksins eftir því.“Aðalsteinn Ingi Pálsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, sagði af og frá að félagið hefði hafnað beiðni KSÍ og að allir leikmenn liðsins hafi skrifað undir skjal þess efnis að þeir hafi ekki tekið þátt í neinu ólöglegu eða ósiðlegu athæfi í tengslum við umræddan leik. „Við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að vinna með KSÍ,“ ítrekar Aðalsteinn Ingi. Þórir bætir einnig við að dómarar leiksins hafi verið reiðubúnir að aðstoða við rannsókn málsins á sínum tíma. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Dalvík/Reynir neitaði beiðni KSÍ Forráðamenn Þórs voru reiðubúnir að skrifa undir öll skjöl en Dalvík/Reynir neitaði þátttöku. 4. júní 2014 12:00 Íslensk félög vildu ekki aðstoða við rannsókn á veðmálabraski Dalvík/Reynir og Þór á Akureyri höfnuðu beiðni KSÍ um aðstoð við rannsókn á ásökunum um veðmálabrask og hagræðingu úrslita leiks liðanna fyrr í vetur. 4. júní 2014 11:30 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Leikmaður Dalvíkur/Reynis hefur viðurkennt að hafa veðjað á úrslit eigin liðs í janúar síðastliðnum. Þetta staðfesti Stefán Garðar Níelsson, formaður knattspyrnudeildar félagsins, í samtali við Fréttablaðið í gær. Þann 13. janúar vann Þór 7-0 sigur á Dalvík/Reyni í Kjarnafæðismótinu í Boganum á Akureyri. Síðar þann mánuð greindi Akureyri vikublað frá því að grunsemdir hefðu vaknað um óeðlilega veðmálastarfsemi í kringum leikinn og að leikmenn Þórs hefðu stórgrætt á að liðið vann meira en þriggja marka sigur. Rannsókn KSÍ leiddi ekkert í ljós en hún strandaði á því að forráðamenn Dalvíkur/Reynis höfnuðu beiðni Þóris Hákonarsonar, framkvæmdarstjóra KSÍ, um aðstoð vegna rannsóknarinnar.Erfitt mál fyrir félagið Stefán Garðar segir að þetta mál hafi reynst félaginu erfitt. Í umfjöllun Akureyrar vikublaðs hafi leikmenn Þórs legið undir ásökunum en hann segir að leikmenn Dalvíkur/Reynis hafi líka verið ásakaðir um að taka þátt í braskinu – til að mynda í leiknum sjálfum. „Meðan á leiknum stóð heyrðust ásakanir frá leikmönnum Þórs um að okkar leikmenn væru að hagræða úrslitum. Það þótti okkur verst,“ sagði Stefán Garðar en staðfesti þó að leikmaður Dalvíkur/Reynis hafi veðjað á leikinn. „Hann var reyndar ekki í leikmannahópi okkar í þessum leik en viðurkenndi þetta. Hann hefur þess utan lítið æft og ekkert spilað með okkur í vor. Þeir leikmenn sem tóku þátt í leiknum sóru þetta hins vegar allir af sér,“ bætir hann við en vildi ekki nafngreina umræddan leikmann. Þórir staðfesti við Fréttablaðið í gær að hann hafi ekki fengið þær upplýsingar til sín að umræddur leikmaður hafi veðjað á leikinn en fram kemur í fundargerð stjórnar KSÍ að ekki yrði aðhafst frekar í málinu fyrr en nýjar upplýsingar kæmu fram. Þórir gat ekki svarað því hvort þetta nægði til þess að málið yrði tekið upp að nýju en upphaflega hafi ekki verið hægt að aðhafast meira í því. „Ásakanirnar komu fram í fjölmiðlum og ég hafði ekkert haldbært um að nokkuð óeðlilegt hafi átt sér stað,“ sagði Þórir. „Ég lít svo á að félögin hafi fengið tækifæri til að hreinsa sig af ásökunum en af einhverjum ástæðum voru þau ekki tilbúin í það. Það var þeirra ákvörðun.“Erum ekki í feluleik Stefán Garðar viðurkennir að það kunni að líta út fyrir að félagið hafi eitthvað að fela en svo sé ekki. „Þetta var orðið mjög erfitt mál og leiddi til þess að hálfgert hatur ríkti á milli félaganna. Við höfðum ávallt átt mjög góð samskipti við Þór en þetta mál gerði þau mjög erfið. Við vorum bara búin að fá nóg,“ segir Stefán Garðar. Hann telur að leikmenn geri sér grein fyrir alvöru málsins. „Það er búið að ræða þetta ítarlega og okkar leikmenn vita að þeir verða látnir fara frá félaginu verði þeir uppvísir að svona löguðu.“Fáránleg starfssemi Stefán Garðar telur að vandamálið sé mun algengara en talið er. „Það var gott að fá þessa umræðu og að þetta hafi verið fín áminning fyrir knattspyrnuhreyfinguna alla á Íslandi. Enda finnst mér með öllu fáránlegt að það skuli vera hægt að veðja á leik í æfingamóti á Íslandi á erlendum vefsíðum, hvað þá að græða mikinn pening á úrslitum leikja sem geta aðeins talist eðlileg,“ segir hann og ítrekar að niðurstaðan í umræddum leik, 7-0 Þórs, hafi ekki vakið spurningar hjá honum. „Ég sá þennan leik. Við vorum einfaldlega illa mannaðir og úrslit leiksins eftir því.“Aðalsteinn Ingi Pálsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, sagði af og frá að félagið hefði hafnað beiðni KSÍ og að allir leikmenn liðsins hafi skrifað undir skjal þess efnis að þeir hafi ekki tekið þátt í neinu ólöglegu eða ósiðlegu athæfi í tengslum við umræddan leik. „Við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að vinna með KSÍ,“ ítrekar Aðalsteinn Ingi. Þórir bætir einnig við að dómarar leiksins hafi verið reiðubúnir að aðstoða við rannsókn málsins á sínum tíma.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Dalvík/Reynir neitaði beiðni KSÍ Forráðamenn Þórs voru reiðubúnir að skrifa undir öll skjöl en Dalvík/Reynir neitaði þátttöku. 4. júní 2014 12:00 Íslensk félög vildu ekki aðstoða við rannsókn á veðmálabraski Dalvík/Reynir og Þór á Akureyri höfnuðu beiðni KSÍ um aðstoð við rannsókn á ásökunum um veðmálabrask og hagræðingu úrslita leiks liðanna fyrr í vetur. 4. júní 2014 11:30 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Dalvík/Reynir neitaði beiðni KSÍ Forráðamenn Þórs voru reiðubúnir að skrifa undir öll skjöl en Dalvík/Reynir neitaði þátttöku. 4. júní 2014 12:00
Íslensk félög vildu ekki aðstoða við rannsókn á veðmálabraski Dalvík/Reynir og Þór á Akureyri höfnuðu beiðni KSÍ um aðstoð við rannsókn á ásökunum um veðmálabrask og hagræðingu úrslita leiks liðanna fyrr í vetur. 4. júní 2014 11:30