Eigum að vinna Eistland á heimavelli Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. júní 2014 06:00 Lars Lagerbäck var hress á æfingu íslenska liðsins í gær. Fréttablaðið/Daníel „Fyrst og fremst vil ég vinna leikinn,“ segir Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, í samtali við Fréttablaðið um vináttulandsleikinn gegn Eistlandi á Laugardalsvelli í kvöld. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 19.15. „Í svona vináttuleik reynum við að einbeita okkur að smáatriðum í okkar leik líkt og fyrir leikinn á móti Austurríki. Vonandi sé ég þau virka í leiknum á móti Eistlandi,“ segir Svíinn. Lars vill ekki bara vinna leikinn í kvöld heldur hafa öll völd á vellinum. „Mér finnst mikilvægt að það sé sigurtilfinning í hópnum. Með fullri virðingu fyrir Eistlandi þá eigum við að vinna það á heimavelli. Það er mikilvægt að sýna að við getum stjórnað leiknum algjörlega og náð góðum úrslitum,“ segir hann. Ísland tapaði fyrstu tveimur vináttulandsleikjum ársins; á móti Svíþjóð og Wales. Hvað var betra hjá liðinu í þriðja leiknum á móti Austurríki? „Það var gott að sjá hversu mikið liðið bætti sig í seinni hálfleik eftir slakan fyrri hálfleik. Við bættum okkur til muna í þeim síðari og menn fundu sig betur í sínum stöðum. Við ætluðum að byggja sóknirnar upp á ákveðinn hátt sem fór að ganga betur. Það var gaman að sjá,“ segir Lagerbäck. Landsliðið kemur ekki aftur saman fyrr en í haust þegar undankeppni EM hefst þar sem búið er að afnema alþjóðlegu leikdagana í ágúst. Hvernig senda Lars og Heimir strákana inn í sumarið? „Fyrst og fremst vona ég bara að þeir eigi gott sumarfrí. Síðan er mikilvægt fyrir okkur að strákarnir sem eru samningslausir eða að leita sér að nýjum liðum finni sér lið þar sem þeir spila reglulega,“ segir Lars Lagerbäck. Íslenski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Sjá meira
„Fyrst og fremst vil ég vinna leikinn,“ segir Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, í samtali við Fréttablaðið um vináttulandsleikinn gegn Eistlandi á Laugardalsvelli í kvöld. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 19.15. „Í svona vináttuleik reynum við að einbeita okkur að smáatriðum í okkar leik líkt og fyrir leikinn á móti Austurríki. Vonandi sé ég þau virka í leiknum á móti Eistlandi,“ segir Svíinn. Lars vill ekki bara vinna leikinn í kvöld heldur hafa öll völd á vellinum. „Mér finnst mikilvægt að það sé sigurtilfinning í hópnum. Með fullri virðingu fyrir Eistlandi þá eigum við að vinna það á heimavelli. Það er mikilvægt að sýna að við getum stjórnað leiknum algjörlega og náð góðum úrslitum,“ segir hann. Ísland tapaði fyrstu tveimur vináttulandsleikjum ársins; á móti Svíþjóð og Wales. Hvað var betra hjá liðinu í þriðja leiknum á móti Austurríki? „Það var gott að sjá hversu mikið liðið bætti sig í seinni hálfleik eftir slakan fyrri hálfleik. Við bættum okkur til muna í þeim síðari og menn fundu sig betur í sínum stöðum. Við ætluðum að byggja sóknirnar upp á ákveðinn hátt sem fór að ganga betur. Það var gaman að sjá,“ segir Lagerbäck. Landsliðið kemur ekki aftur saman fyrr en í haust þegar undankeppni EM hefst þar sem búið er að afnema alþjóðlegu leikdagana í ágúst. Hvernig senda Lars og Heimir strákana inn í sumarið? „Fyrst og fremst vona ég bara að þeir eigi gott sumarfrí. Síðan er mikilvægt fyrir okkur að strákarnir sem eru samningslausir eða að leita sér að nýjum liðum finni sér lið þar sem þeir spila reglulega,“ segir Lars Lagerbäck.
Íslenski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Sjá meira