Áhugaleysi og lýðskrum Ólafur Þ. Stephensen skrifar 2. júní 2014 00:00 Tvennt stendur upp úr sem alvarlegt umhugsunarefni eftir sveitarstjórnarkosningarnar á laugardaginn. Annars vegar er það hin litla kjörsókn. Hún er enn minni en fyrir fjórum árum og í Reykjavík minnkar hún um meira en tíu prósentustig. Þetta er til marks um áframhaldandi áhugaleysi og óþol almennings gagnvart pólitík. Í síðustu kosningum unnu Bezti flokkurinn og önnur ný framboð góða sigra. Í þetta sinn nær Björt framtíð fótfestu sums staðar, en aðeins broti af fylgi Bezta flokksins í Reykjavík. Niðurstaða Pírata er mun lakari en búizt var við. Jafnvel fólkið með nýju listana og nýju hugmyndirnar nær ekki að vekja áhuga stórs hluta kjósenda. Flokkarnir hljóta allir að þurfa að velta rækilega fyrir sér hvernig þeir nái betur til fólks, ekki sízt þeirra yngri. Hins vegar hlýtur fólk að staldra við þá staðreynd að Framsóknarflokkurinn meira en þrefaldaði fylgi sitt á nokkrum dögum í höfuðborginni og náði inn tveimur borgarfulltrúum með því að ala á ótta við útlendinga. Það er tilbúningur að moskumálið hafi fyrst og fremst snúizt um lóðaúthlutun; það sannaðist í umræðum á Stöð 2 þegar oddviti framsóknarmanna slengdi því fram að ástæða væri til að hafa áhyggjur af þvinguðum hjónaböndum. Með þögninni lagði forysta Framsóknar blessun sína yfir þessa aðferð til að krækja í fylgi og ekki verður annað séð en að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins sé hæstánægður með bæði aðferðina og útkomuna. Af því verður ekki dregin önnur ályktun en sú en að Framsóknarflokkurinn sé í leit sinni að fylgi kominn skrefinu lengra í átt að þeim þjóðernissinnaða lýðskrumsflokki, sem ýmsir hafa talið að hann væri að verða. Þótt slík stefna skili fylgi, er spurning hvort henni fylgja áhrif til lengri tíma. Í mörgum nágrannalöndunum hafa flokkar af þessu tagi þótt nánast ósnertanlegir og aðrir forðazt að vinna með þeim. Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins velti því til dæmis upp hvað þögn forsætisráðherrans um moskuútspilið þýddi fyrir stjórnarsamstarfið. Það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir frjálslyndari sjálfstæðismenn. Sjálfstæðisflokkurinn vann víða góða sigra en hans versta útkoma frá upphafi í Reykjavík dregur niður fylgið á landsvísu. Innbyrðis átök í flokknum skýra þá útkomu að miklu leyti. Fylgið tók augljóslega dýfu eftir að Sjálfstæðisflokkurinn gleymdi kosningaloforðum sínum og ákvað að fylgja Framsóknarflokknum í því að ætla að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Fleira þvældist fyrir flokknum í borginni; úrslit prófkjörs sem ekki endurspegluðu breiddina í flokknum og kosningabarátta þar sem sömu mistök voru gerð; að fela stefnumálin og fólkið sem helzt höfðaði til kjósenda á miðjunni. Á lokasprettinum lýstu gamlir leiðtogar flokksins í Reykjavík frati á baráttu hans og stefnu en tóku upp hanzkann fyrir Framsókn og fyrrverandi borgarstjóri útmálaði aðdáun sína á flokki Marine Le Pen í Frakklandi. Það er ekki hægt að útiloka að hægra megin við miðju stjórnmálanna dragi sumir þá ályktun af kosningunum að til að vekja áhuga kjósenda sé bezt að höfða til lægstu hvata þeirra og ótta við hið óþekkta. Þá er íslenzk pólitík komin á hættulega braut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun
Tvennt stendur upp úr sem alvarlegt umhugsunarefni eftir sveitarstjórnarkosningarnar á laugardaginn. Annars vegar er það hin litla kjörsókn. Hún er enn minni en fyrir fjórum árum og í Reykjavík minnkar hún um meira en tíu prósentustig. Þetta er til marks um áframhaldandi áhugaleysi og óþol almennings gagnvart pólitík. Í síðustu kosningum unnu Bezti flokkurinn og önnur ný framboð góða sigra. Í þetta sinn nær Björt framtíð fótfestu sums staðar, en aðeins broti af fylgi Bezta flokksins í Reykjavík. Niðurstaða Pírata er mun lakari en búizt var við. Jafnvel fólkið með nýju listana og nýju hugmyndirnar nær ekki að vekja áhuga stórs hluta kjósenda. Flokkarnir hljóta allir að þurfa að velta rækilega fyrir sér hvernig þeir nái betur til fólks, ekki sízt þeirra yngri. Hins vegar hlýtur fólk að staldra við þá staðreynd að Framsóknarflokkurinn meira en þrefaldaði fylgi sitt á nokkrum dögum í höfuðborginni og náði inn tveimur borgarfulltrúum með því að ala á ótta við útlendinga. Það er tilbúningur að moskumálið hafi fyrst og fremst snúizt um lóðaúthlutun; það sannaðist í umræðum á Stöð 2 þegar oddviti framsóknarmanna slengdi því fram að ástæða væri til að hafa áhyggjur af þvinguðum hjónaböndum. Með þögninni lagði forysta Framsóknar blessun sína yfir þessa aðferð til að krækja í fylgi og ekki verður annað séð en að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins sé hæstánægður með bæði aðferðina og útkomuna. Af því verður ekki dregin önnur ályktun en sú en að Framsóknarflokkurinn sé í leit sinni að fylgi kominn skrefinu lengra í átt að þeim þjóðernissinnaða lýðskrumsflokki, sem ýmsir hafa talið að hann væri að verða. Þótt slík stefna skili fylgi, er spurning hvort henni fylgja áhrif til lengri tíma. Í mörgum nágrannalöndunum hafa flokkar af þessu tagi þótt nánast ósnertanlegir og aðrir forðazt að vinna með þeim. Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins velti því til dæmis upp hvað þögn forsætisráðherrans um moskuútspilið þýddi fyrir stjórnarsamstarfið. Það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir frjálslyndari sjálfstæðismenn. Sjálfstæðisflokkurinn vann víða góða sigra en hans versta útkoma frá upphafi í Reykjavík dregur niður fylgið á landsvísu. Innbyrðis átök í flokknum skýra þá útkomu að miklu leyti. Fylgið tók augljóslega dýfu eftir að Sjálfstæðisflokkurinn gleymdi kosningaloforðum sínum og ákvað að fylgja Framsóknarflokknum í því að ætla að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Fleira þvældist fyrir flokknum í borginni; úrslit prófkjörs sem ekki endurspegluðu breiddina í flokknum og kosningabarátta þar sem sömu mistök voru gerð; að fela stefnumálin og fólkið sem helzt höfðaði til kjósenda á miðjunni. Á lokasprettinum lýstu gamlir leiðtogar flokksins í Reykjavík frati á baráttu hans og stefnu en tóku upp hanzkann fyrir Framsókn og fyrrverandi borgarstjóri útmálaði aðdáun sína á flokki Marine Le Pen í Frakklandi. Það er ekki hægt að útiloka að hægra megin við miðju stjórnmálanna dragi sumir þá ályktun af kosningunum að til að vekja áhuga kjósenda sé bezt að höfða til lægstu hvata þeirra og ótta við hið óþekkta. Þá er íslenzk pólitík komin á hættulega braut.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun