Framsókn með einn borgarfulltrúa og 9,2% fylgi Brjánn Jónasson skrifar 29. maí 2014 06:00 Stuðningur við Framsóknarflokkinn hefur aukist verulega, og virðist flokkurinn öruggur með að ná einum manni í borgarstjórn, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gær og fyrradag. Framsóknarflokkurinn fengi samkvæmt könnuninni 9,2 prósent atkvæða og einn borgarfulltrúa. Í síðustu könnun Fréttablaðsins, sem gerð var í lok apríl, var flokkurinn með 5,2 prósent atkvæða. Fylgið mældist 5,3 prósent í könnun MMR sem gerð var dagana 20. til 23. maí. Framsóknarflokkurinn fékk aðeins 2,7 prósent atkvæða í síðustu kosningum og hefur því ekki haft borgarfulltrúa þetta kjörtímabil. Flokkurinn hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga, eftir að Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir, oddviti framboðs Framsóknar og flugvallarvina, lýsti því yfir í samtali við fréttavefinn Vísi á föstudag, 23. maí, að hún vildi afturkalla lóð sem trúfélag múslíma fékk úthlutað í Sogamýri.Könnun Samfylkingin er langstærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Flokkurinn fær rúman þriðjung atkvæða og sex borgarfulltrúa af fimmtán samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Meirihluti Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar, arftaka Besta flokksins, er ekki í hættu samkvæmt könnuninni, þó valdahlutföllin hafi snúist við. Flokkarnir fá samtals 54,1 prósent atkvæða og níu borgarfulltrúa. Samfylkingin verður þrátt fyrir þetta stökk Framsóknar sigurvegari kosninganna, verði niðurstöður í takt við skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Flokkurinn fær samkvæmt könnuninni 35,5 prósent atkvæða og sex borgarfulltrúa. Staða flokksins hefur stórbatnað frá kosningunum árið 2010, þegar flokkurinn fékk 19,1 prósent og þrjá borgarfulltrúa kjörna. Fylgið hefur aukist verulega frá síðustu könnun, sem gerð var í lok apríl, þegar flokkurinn mældist með 26,6 prósenta fylgi. Björt framtíð mælist með stuðning 18,6 prósenta borgarbúa, en Besti flokkurinn vann kosningasigur með 34,7 prósenta fylgi í síðustu kosningum. Björt framtíð fær samkvæmt þessu þrjá borgarfulltrúa, en Besti flokkurinn náði inn sex fulltrúum í kosningunum 2010. Sjálfstæðisflokkurinn bíður afhroð og tapar þriðjungi af fylginu sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum þrátt fyrir að hafa verið í stjórnarandstöðu allt kjörtímabilið. Flokkurinn fær samkvæmt könnuninni 22,2 prósent atkvæða og þrjá borgarfulltrúa, en var með 33,6 prósenta fylgi og fimm borgarfulltrúa í síðustu kosningum. Vinstri græn eru samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 með einn borgarfulltrúa, en hann stendur afar tæpt. Alls segjast 5,8 prósent ætla að kjósa Vinstri græn, en 7,2 prósent studdu flokkinn í síðustu kosningum. Píratar mælast með 7 prósenta fylgi, sem skilar þeim einum borgarfulltrúa. Alls ætla 0,8 prósent borgarbúa að kjósa Dögun, og 0,3 prósent styðja Alþýðufylkinguna.AðferðafræðinHringt var í 2.118 manns þar til náðist í 1.504 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki 27. og 28. maí. Svarhlutfallið var 71 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr Þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til borgarstjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 66,3 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Stuðningur við Framsóknarflokkinn hefur aukist verulega, og virðist flokkurinn öruggur með að ná einum manni í borgarstjórn, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gær og fyrradag. Framsóknarflokkurinn fengi samkvæmt könnuninni 9,2 prósent atkvæða og einn borgarfulltrúa. Í síðustu könnun Fréttablaðsins, sem gerð var í lok apríl, var flokkurinn með 5,2 prósent atkvæða. Fylgið mældist 5,3 prósent í könnun MMR sem gerð var dagana 20. til 23. maí. Framsóknarflokkurinn fékk aðeins 2,7 prósent atkvæða í síðustu kosningum og hefur því ekki haft borgarfulltrúa þetta kjörtímabil. Flokkurinn hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga, eftir að Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir, oddviti framboðs Framsóknar og flugvallarvina, lýsti því yfir í samtali við fréttavefinn Vísi á föstudag, 23. maí, að hún vildi afturkalla lóð sem trúfélag múslíma fékk úthlutað í Sogamýri.Könnun Samfylkingin er langstærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Flokkurinn fær rúman þriðjung atkvæða og sex borgarfulltrúa af fimmtán samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Meirihluti Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar, arftaka Besta flokksins, er ekki í hættu samkvæmt könnuninni, þó valdahlutföllin hafi snúist við. Flokkarnir fá samtals 54,1 prósent atkvæða og níu borgarfulltrúa. Samfylkingin verður þrátt fyrir þetta stökk Framsóknar sigurvegari kosninganna, verði niðurstöður í takt við skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Flokkurinn fær samkvæmt könnuninni 35,5 prósent atkvæða og sex borgarfulltrúa. Staða flokksins hefur stórbatnað frá kosningunum árið 2010, þegar flokkurinn fékk 19,1 prósent og þrjá borgarfulltrúa kjörna. Fylgið hefur aukist verulega frá síðustu könnun, sem gerð var í lok apríl, þegar flokkurinn mældist með 26,6 prósenta fylgi. Björt framtíð mælist með stuðning 18,6 prósenta borgarbúa, en Besti flokkurinn vann kosningasigur með 34,7 prósenta fylgi í síðustu kosningum. Björt framtíð fær samkvæmt þessu þrjá borgarfulltrúa, en Besti flokkurinn náði inn sex fulltrúum í kosningunum 2010. Sjálfstæðisflokkurinn bíður afhroð og tapar þriðjungi af fylginu sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum þrátt fyrir að hafa verið í stjórnarandstöðu allt kjörtímabilið. Flokkurinn fær samkvæmt könnuninni 22,2 prósent atkvæða og þrjá borgarfulltrúa, en var með 33,6 prósenta fylgi og fimm borgarfulltrúa í síðustu kosningum. Vinstri græn eru samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 með einn borgarfulltrúa, en hann stendur afar tæpt. Alls segjast 5,8 prósent ætla að kjósa Vinstri græn, en 7,2 prósent studdu flokkinn í síðustu kosningum. Píratar mælast með 7 prósenta fylgi, sem skilar þeim einum borgarfulltrúa. Alls ætla 0,8 prósent borgarbúa að kjósa Dögun, og 0,3 prósent styðja Alþýðufylkinguna.AðferðafræðinHringt var í 2.118 manns þar til náðist í 1.504 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki 27. og 28. maí. Svarhlutfallið var 71 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr Þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til borgarstjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 66,3 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.
Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira