Oddvitar stefna ekki á þáttöku Reykjavíkur í fjármögnun Sundabrautar Ingvar Haraldsson skrifar 24. maí 2014 07:00 Hér má sjá hvernig Sundabraut gæti mögulega litið út verði hún lögð. Mynd/Sigurður Valur Ríkisstjórnin samþykkti í gær tillögu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra um viðræður ríkisins við einkaðila um að hönnun og lagningu Sundabrautar yrði flýtt. Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur áður sagt að Sundabraut sé góður kostur fyrir einkaframkvæmd. Ökumenn geti valið á milli þess að borga fyrir að aka um Sundabraut eða fara aðra leið. Lagning Sundabrautar er á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir því: "Bygging Sundabrautar er góður kostur fyrir einkaframkvæmd því fólk hefði val um hvort það borgi í Sundabraut eða fari aðra leið.“ Halldór telur að lagning Sundabrautar myndi efla iðnað í útjöðrum borgarinnar ásamt því að tengja betur saman hverfi borgarinnar. S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar í Reykjavík, segir málið ekki vera forgangsmál hjá Bjartri framtíð. „Þetta er fyrst og fremst verkefni ríkisins.“ Björn bætir við að mikilvægt sé að skilgreina nákvæmlega hvert hlutverk Sundabrautar eigi að vera. "Þetta er framkvæmd sem þarf að hugsa vel.“ Björn segir þó sjálfsagt að málið verði skoðað. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóraefni Samfylkingarinnar, segist opinn fyrir lagningu Sundabrautar, hún sé á aðalskipulagi. Dagur gerir ekki ráð fyrir að borgin leggi fé í framkvæmdirnar. „Það hefur alltaf verið gert ráð fyrir að Sundabraut yrði lögð í einkaframkvæmd.“ Dagur segir þó mikilvægt að ákvarðanir verði teknar í samstarfi við íbúa og ríkið. Hann býst við að funda með innanríkisráðherra á næstu dögum þar sem farið verði yfir málið. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti í gær tillögu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra um viðræður ríkisins við einkaðila um að hönnun og lagningu Sundabrautar yrði flýtt. Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur áður sagt að Sundabraut sé góður kostur fyrir einkaframkvæmd. Ökumenn geti valið á milli þess að borga fyrir að aka um Sundabraut eða fara aðra leið. Lagning Sundabrautar er á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir því: "Bygging Sundabrautar er góður kostur fyrir einkaframkvæmd því fólk hefði val um hvort það borgi í Sundabraut eða fari aðra leið.“ Halldór telur að lagning Sundabrautar myndi efla iðnað í útjöðrum borgarinnar ásamt því að tengja betur saman hverfi borgarinnar. S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar í Reykjavík, segir málið ekki vera forgangsmál hjá Bjartri framtíð. „Þetta er fyrst og fremst verkefni ríkisins.“ Björn bætir við að mikilvægt sé að skilgreina nákvæmlega hvert hlutverk Sundabrautar eigi að vera. "Þetta er framkvæmd sem þarf að hugsa vel.“ Björn segir þó sjálfsagt að málið verði skoðað. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóraefni Samfylkingarinnar, segist opinn fyrir lagningu Sundabrautar, hún sé á aðalskipulagi. Dagur gerir ekki ráð fyrir að borgin leggi fé í framkvæmdirnar. „Það hefur alltaf verið gert ráð fyrir að Sundabraut yrði lögð í einkaframkvæmd.“ Dagur segir þó mikilvægt að ákvarðanir verði teknar í samstarfi við íbúa og ríkið. Hann býst við að funda með innanríkisráðherra á næstu dögum þar sem farið verði yfir málið.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira