Fjárfest í framtíð Ólafur Þ. Stephensen skrifar 24. maí 2014 07:00 Ríkisstjórnin hefur mótað nýja og skynsamlega stefnu um vísindarannsóknir og nýsköpun, sem var samþykkt á fundi Vísinda- og tækniráðs í fyrradag. Stjórnin hefur legið undir ámæli fyrir að skera niður fé til vísindarannsókna á fjárlögum þessa árs, en nú er snúið af þeirri braut, fjárfest í framtíðinni og vonandi komið í veg fyrir að þekking hverfi úr landi vegna þess að ungir og efnilegir vísindamenn fá ekki rannsóknir sínar fjármagnaðar. Á næsta ári og því þarnæsta á að hækka framlög ríkisins í samkeppnissjóði, þar sem vísindamenn keppa um styrki, um samtals 2,8 milljarða króna. Þá eiga framlög til rannsókna og nýsköpunar að nema samtals um þremur prósentum af landsframleiðslu, en í dag er hlutfallið um 2,7 prósent. Þetta á jafnframt að leiða til þess að hlutfall samkeppnisfjár af framlögum til rannsókna hækki úr 18 prósentum í ár í 27 prósent að tveimur árum liðnum. Þetta eru góð markmið, en samt er ekki nógu langt gengið. Í hinum norrænu ríkjunum er hlutfall samkeppnissjóða af fjármögnun rannsókna á bilinu 30 til 40 prósent og í Bandaríkjunum um 85 prósent. Sömuleiðis eru sumir núverandi samkeppnissjóðir því marki brenndir að þar er peningunum úthlutað út frá hagsmunum atvinnugreina, byggðarlaga eða stofnana, fremur en gæðum rannsóknanna. Það verður að sjá til þess að það breytist í leiðinni. Í nýju stefnunni eru raunar ákvæði um að taka eigi upp fjárveitingar til rannsóknarstofnana byggðar á árangursmati og að haga eigi fjárhagslegu umhverfi háskóla og stofnana þannig að „ljóst sé að fjárveitingar tengist árangri og gæðum“. Með því er í rauninni viðurkennt að hinar pólitísku úthlutanir rannsóknafjár undanfarna áratugi hafa iðulega hvorki tekið tillit til árangurs né gæða. Stefnt er að því að efla fjármögnun háskólastigsins, þannig að hún verði svipuð og hjá hinum norrænu ríkjunum, þar sem háskólar eru að mestu leyti fjármagnaðir af opinberu fé. Ekkert stendur hins vegar í stefnunni um hvort ætlunin er að auka einkafjármögnun háskólakerfisins, með því að nemendur í núverandi ríkisháskólum greiði skólagjöld. Ríkið ætlar að gera sitt ekki einvörðungu með beinum framlögum til rannsókna, heldur líka með því að búa til ýmiss konar skattaívilnanir og fjárhagslega hvata fyrir fyrirtæki sem vilja fjármagna rannsóknir og styrkja vísindamenn. Enn fremur á að auka skattalegan hvata til að fjárfesta í nýsköpunarfyrirtækjum. Það er dálítið bratt hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra að fullyrða að þegar stefnunni hafi verið hrint í framkvæmd verði Ísland „komið í fremsta flokk meðal allra landa heims hvað varðar áherslu á vísindi, rannsóknir og nýsköpun“. Samkeppnin í þessum bransa er hörð og stefnan þarf að vera í stöðugri endurskoðun. Ríkisstjórnin þarf um leið að huga að undirstöðunni fyrir rekstur nýsköpunarfyrirtækja – þegar þau eru komin á legg þurfa þau að búa við stöðugleika og opið fjárfestingarumhverfi, þannig að þau fari ekki annað með þekkinguna sem hefur meðal annars verið fjármögnuð með opinberum fjárframlögum. Slíkt umhverfi er ekki í boði í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun
Ríkisstjórnin hefur mótað nýja og skynsamlega stefnu um vísindarannsóknir og nýsköpun, sem var samþykkt á fundi Vísinda- og tækniráðs í fyrradag. Stjórnin hefur legið undir ámæli fyrir að skera niður fé til vísindarannsókna á fjárlögum þessa árs, en nú er snúið af þeirri braut, fjárfest í framtíðinni og vonandi komið í veg fyrir að þekking hverfi úr landi vegna þess að ungir og efnilegir vísindamenn fá ekki rannsóknir sínar fjármagnaðar. Á næsta ári og því þarnæsta á að hækka framlög ríkisins í samkeppnissjóði, þar sem vísindamenn keppa um styrki, um samtals 2,8 milljarða króna. Þá eiga framlög til rannsókna og nýsköpunar að nema samtals um þremur prósentum af landsframleiðslu, en í dag er hlutfallið um 2,7 prósent. Þetta á jafnframt að leiða til þess að hlutfall samkeppnisfjár af framlögum til rannsókna hækki úr 18 prósentum í ár í 27 prósent að tveimur árum liðnum. Þetta eru góð markmið, en samt er ekki nógu langt gengið. Í hinum norrænu ríkjunum er hlutfall samkeppnissjóða af fjármögnun rannsókna á bilinu 30 til 40 prósent og í Bandaríkjunum um 85 prósent. Sömuleiðis eru sumir núverandi samkeppnissjóðir því marki brenndir að þar er peningunum úthlutað út frá hagsmunum atvinnugreina, byggðarlaga eða stofnana, fremur en gæðum rannsóknanna. Það verður að sjá til þess að það breytist í leiðinni. Í nýju stefnunni eru raunar ákvæði um að taka eigi upp fjárveitingar til rannsóknarstofnana byggðar á árangursmati og að haga eigi fjárhagslegu umhverfi háskóla og stofnana þannig að „ljóst sé að fjárveitingar tengist árangri og gæðum“. Með því er í rauninni viðurkennt að hinar pólitísku úthlutanir rannsóknafjár undanfarna áratugi hafa iðulega hvorki tekið tillit til árangurs né gæða. Stefnt er að því að efla fjármögnun háskólastigsins, þannig að hún verði svipuð og hjá hinum norrænu ríkjunum, þar sem háskólar eru að mestu leyti fjármagnaðir af opinberu fé. Ekkert stendur hins vegar í stefnunni um hvort ætlunin er að auka einkafjármögnun háskólakerfisins, með því að nemendur í núverandi ríkisháskólum greiði skólagjöld. Ríkið ætlar að gera sitt ekki einvörðungu með beinum framlögum til rannsókna, heldur líka með því að búa til ýmiss konar skattaívilnanir og fjárhagslega hvata fyrir fyrirtæki sem vilja fjármagna rannsóknir og styrkja vísindamenn. Enn fremur á að auka skattalegan hvata til að fjárfesta í nýsköpunarfyrirtækjum. Það er dálítið bratt hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra að fullyrða að þegar stefnunni hafi verið hrint í framkvæmd verði Ísland „komið í fremsta flokk meðal allra landa heims hvað varðar áherslu á vísindi, rannsóknir og nýsköpun“. Samkeppnin í þessum bransa er hörð og stefnan þarf að vera í stöðugri endurskoðun. Ríkisstjórnin þarf um leið að huga að undirstöðunni fyrir rekstur nýsköpunarfyrirtækja – þegar þau eru komin á legg þurfa þau að búa við stöðugleika og opið fjárfestingarumhverfi, þannig að þau fari ekki annað með þekkinguna sem hefur meðal annars verið fjármögnuð með opinberum fjárframlögum. Slíkt umhverfi er ekki í boði í dag.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun