Lífið

Plata Bjarkar verður ópera

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona
Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona
Óperu- og leikhúsið La Monnaie De Munt í Belgíu er nú með í bígerð óperu sem byggð er á plötunni Medúllu eftir Björk Guðmundsdóttur.

Platan kom út árið 2004 og hlaut tvær tilnefningar til Grammy-verðlaunanna, fyrir bestu frammistöðu Bjarkar í laginu Oceania og sem besta „alternative“-platan. Þá hefur hún selst í rúmlega milljón eintaka á heimsvísu.

La Monnaie De Munt er fremsta óperuhús Belga en Medúlla-óperan er á leikskrá ársins fyrir árin 2014 og 2015. Í óperunni verða söngvarar á öllum aldri leiddir saman til að túlka plötuna sem er nánast án hljóðfæra og var sett saman með röddum.

Björk hefur sagt plötuna vera sína pólitískustu á ferlinum en hún vildi sporna gegn kynþáttahatri og ættjarðarást sem blossaði upp í kjölfar árásanna á Tvíburaturnana þann 11. september árið 2001.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.