7000 fleiri fóru í nýja Vesturbæjarlaug Snærós Sindradóttir skrifar 23. maí 2014 00:01 Hafliði Halldórsson, forstöðumaður Vesturbæjarlaugar, stendur hér við nýja pottinn sem er þétt setinn þrátt fyrir að myndin sé tekin á miðjum virkum degi. VÍSIR/GVA Rúmlega sjö þúsund fleiri heimsóttu Vesturbæjarlaug núna í apríl en í sama mánuði í fyrra. Aukninguna má þakka opnun nýs heits potts og annarra endurbóta sem staðið hafa yfir í lauginni. Um 160 milljónir fóru í endurbæturnar sem meðal annars fólu í sér að svæði laugarinnar var stækkað umtalsvert, gluggum var komið fyrir í girðingu hennar og kvennaklefi laugarinnar fékk yfirhalningu. Nú standa yfir endurbætur á karlaklefa laugarinnar og hafa allar flísar og sturtur verið fjarlægðar, auk þess sem skipt hefur verið um salerni. Búist er við því að framkvæmdum í karlaklefanum verði lokið eftir miðjan júlí. Hafliði Halldórsson, forstöðumaður Vesturbæjarlaugar, segir að mikla aukningu megi líka sjá í maímánuði þrátt fyrir að lokatölur liggi ekki fyrir. „Við sjáum það bara á tölunum sem koma í kassann. Ég reikna með því að þetta sé 25-30 prósenta aukning. Það get ég staðfest.“ Hann segir starfsfólk Vesturbæjarlaugar ánægt með breytingarnar. „Það er mikið álag á starfsfólkinu og mikið að gera en okkur leiðist ekki í vinnunni.“ Yfirstandandi framkvæmdir í karlaklefanum hafa ekki haft áhrif á aðsókn fólks að lauginni. Hafliði segir að það auki þó álag á sundlaugina töluvert að karlkyns gestir laugarinnar þurfi allir að nýta sér útiklefann. Í Vesturbæjarlaug voru fjórir heitir pottar staðsettir undir skjólgirðingu. „Í gömlu pottunum var sólin farin um fjögurleytið,“ segir Hafliði. „Nú eru gömlu pottarnir hins vegar komnir með sólina fram undir kvöld. Svo er alltaf sól í nýja pottinum.“ Í apríl í fyrra heimsóttu tuttugu þúsund manns Vesturbæjarlaug. Fjölgun um sjö þúsund er því gríðarleg en tekið skal með í reikninginn að nýi potturinn var ekki opnaður fyrr en 10. apríl svo einungis er um 20 daga að ræða. Þrátt fyrir mikla aukningu munu aðsóknarmetin ekki borga framkvæmdirnar niður. „Það kostar 600 krónur í sund en til að svara raunverulegum kostnaði þyrfti að kosta miklu meira í sund. Verðið er niðurgreitt. Þessar framkvæmdir verða því ekki greiddar niður með aðsóknargjöldum,“ segir Hafliði. Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Rúmlega sjö þúsund fleiri heimsóttu Vesturbæjarlaug núna í apríl en í sama mánuði í fyrra. Aukninguna má þakka opnun nýs heits potts og annarra endurbóta sem staðið hafa yfir í lauginni. Um 160 milljónir fóru í endurbæturnar sem meðal annars fólu í sér að svæði laugarinnar var stækkað umtalsvert, gluggum var komið fyrir í girðingu hennar og kvennaklefi laugarinnar fékk yfirhalningu. Nú standa yfir endurbætur á karlaklefa laugarinnar og hafa allar flísar og sturtur verið fjarlægðar, auk þess sem skipt hefur verið um salerni. Búist er við því að framkvæmdum í karlaklefanum verði lokið eftir miðjan júlí. Hafliði Halldórsson, forstöðumaður Vesturbæjarlaugar, segir að mikla aukningu megi líka sjá í maímánuði þrátt fyrir að lokatölur liggi ekki fyrir. „Við sjáum það bara á tölunum sem koma í kassann. Ég reikna með því að þetta sé 25-30 prósenta aukning. Það get ég staðfest.“ Hann segir starfsfólk Vesturbæjarlaugar ánægt með breytingarnar. „Það er mikið álag á starfsfólkinu og mikið að gera en okkur leiðist ekki í vinnunni.“ Yfirstandandi framkvæmdir í karlaklefanum hafa ekki haft áhrif á aðsókn fólks að lauginni. Hafliði segir að það auki þó álag á sundlaugina töluvert að karlkyns gestir laugarinnar þurfi allir að nýta sér útiklefann. Í Vesturbæjarlaug voru fjórir heitir pottar staðsettir undir skjólgirðingu. „Í gömlu pottunum var sólin farin um fjögurleytið,“ segir Hafliði. „Nú eru gömlu pottarnir hins vegar komnir með sólina fram undir kvöld. Svo er alltaf sól í nýja pottinum.“ Í apríl í fyrra heimsóttu tuttugu þúsund manns Vesturbæjarlaug. Fjölgun um sjö þúsund er því gríðarleg en tekið skal með í reikninginn að nýi potturinn var ekki opnaður fyrr en 10. apríl svo einungis er um 20 daga að ræða. Þrátt fyrir mikla aukningu munu aðsóknarmetin ekki borga framkvæmdirnar niður. „Það kostar 600 krónur í sund en til að svara raunverulegum kostnaði þyrfti að kosta miklu meira í sund. Verðið er niðurgreitt. Þessar framkvæmdir verða því ekki greiddar niður með aðsóknargjöldum,“ segir Hafliði.
Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira