Túlkar heimaland fugla og friðsældar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. maí 2014 15:00 Myndlistarmaðurinn Torfi sækir innblástur í íslenska náttúru, án þess þó að endurspegla raunveruleikann. Fréttablaðið/Daníel „Ég sæki innblástur í íslenska náttúru, tærleikann og tímaleysið sem þar er að finna, án þess þó að endurspegla raunveruleikann í myndunum mínum,“ segir Torfi Ásgeirsson myndlistarmaður. Ekki síst kveðst hann leitast við að túlka heimaland fugla og friðsældar. Torfi heldur málverkasýningu í Galleríi Ormi í Sögusetrinu á Hvolsvelli um þessar mundir. Þar eru átján verk máluð með olíu á striga og talsverður fjöldi vatnslitamynda. Torfi er menntaður í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og er starfandi myndlistarmaður. Hann hefur víða sýnt, meðal annars í Ásmundarsal, tvívegis í Safnahúsinu á Húsavík, í Hafnarhúsinu í Reykjavík og í Eiðisskeri á Seltjarnarnesi. Spurður hvers vegna hann hafi valið Sögusetrið sem sýningarstað nú svarar hann: „Ég hef alltaf gaman af að fara út á land og finnst við hæfi að kynna mig aðeins á Suðurlandinu. Rætur mínar eru samt fyrir norðan, á Halldórsstöðum í Laxárdal, þar átti ég heima til níu ára aldurs. Þá átti að fara að virkja Laxána og við fluttum á mölina.“ Menning Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Ég sæki innblástur í íslenska náttúru, tærleikann og tímaleysið sem þar er að finna, án þess þó að endurspegla raunveruleikann í myndunum mínum,“ segir Torfi Ásgeirsson myndlistarmaður. Ekki síst kveðst hann leitast við að túlka heimaland fugla og friðsældar. Torfi heldur málverkasýningu í Galleríi Ormi í Sögusetrinu á Hvolsvelli um þessar mundir. Þar eru átján verk máluð með olíu á striga og talsverður fjöldi vatnslitamynda. Torfi er menntaður í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og er starfandi myndlistarmaður. Hann hefur víða sýnt, meðal annars í Ásmundarsal, tvívegis í Safnahúsinu á Húsavík, í Hafnarhúsinu í Reykjavík og í Eiðisskeri á Seltjarnarnesi. Spurður hvers vegna hann hafi valið Sögusetrið sem sýningarstað nú svarar hann: „Ég hef alltaf gaman af að fara út á land og finnst við hæfi að kynna mig aðeins á Suðurlandinu. Rætur mínar eru samt fyrir norðan, á Halldórsstöðum í Laxárdal, þar átti ég heima til níu ára aldurs. Þá átti að fara að virkja Laxána og við fluttum á mölina.“
Menning Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira