Túlkar heimaland fugla og friðsældar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. maí 2014 15:00 Myndlistarmaðurinn Torfi sækir innblástur í íslenska náttúru, án þess þó að endurspegla raunveruleikann. Fréttablaðið/Daníel „Ég sæki innblástur í íslenska náttúru, tærleikann og tímaleysið sem þar er að finna, án þess þó að endurspegla raunveruleikann í myndunum mínum,“ segir Torfi Ásgeirsson myndlistarmaður. Ekki síst kveðst hann leitast við að túlka heimaland fugla og friðsældar. Torfi heldur málverkasýningu í Galleríi Ormi í Sögusetrinu á Hvolsvelli um þessar mundir. Þar eru átján verk máluð með olíu á striga og talsverður fjöldi vatnslitamynda. Torfi er menntaður í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og er starfandi myndlistarmaður. Hann hefur víða sýnt, meðal annars í Ásmundarsal, tvívegis í Safnahúsinu á Húsavík, í Hafnarhúsinu í Reykjavík og í Eiðisskeri á Seltjarnarnesi. Spurður hvers vegna hann hafi valið Sögusetrið sem sýningarstað nú svarar hann: „Ég hef alltaf gaman af að fara út á land og finnst við hæfi að kynna mig aðeins á Suðurlandinu. Rætur mínar eru samt fyrir norðan, á Halldórsstöðum í Laxárdal, þar átti ég heima til níu ára aldurs. Þá átti að fara að virkja Laxána og við fluttum á mölina.“ Menning Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Ég sæki innblástur í íslenska náttúru, tærleikann og tímaleysið sem þar er að finna, án þess þó að endurspegla raunveruleikann í myndunum mínum,“ segir Torfi Ásgeirsson myndlistarmaður. Ekki síst kveðst hann leitast við að túlka heimaland fugla og friðsældar. Torfi heldur málverkasýningu í Galleríi Ormi í Sögusetrinu á Hvolsvelli um þessar mundir. Þar eru átján verk máluð með olíu á striga og talsverður fjöldi vatnslitamynda. Torfi er menntaður í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og er starfandi myndlistarmaður. Hann hefur víða sýnt, meðal annars í Ásmundarsal, tvívegis í Safnahúsinu á Húsavík, í Hafnarhúsinu í Reykjavík og í Eiðisskeri á Seltjarnarnesi. Spurður hvers vegna hann hafi valið Sögusetrið sem sýningarstað nú svarar hann: „Ég hef alltaf gaman af að fara út á land og finnst við hæfi að kynna mig aðeins á Suðurlandinu. Rætur mínar eru samt fyrir norðan, á Halldórsstöðum í Laxárdal, þar átti ég heima til níu ára aldurs. Þá átti að fara að virkja Laxána og við fluttum á mölina.“
Menning Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira