Ráðherra gaf loforð um vernd: „Hjördís fór með stelpurnar til Íslands því hún treysti orðum ráðherra“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 16. maí 2014 06:00 Hanna Birna Kristjánsdóttir segist eingöngu hafa lofað að stúlkurnar fengju réttláta meðferð á Íslandi. vísir/stefán Aðstandendur Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur áttu fund með Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra skömmu áður en Hjördís ákvað að nema börn sín á brott og fara með þau frá Danmörku og til Íslands. Á fundinum töldu aðstandendur Hjördísar sig hafa fengið fullvissu frá ráðherranum um að börnin yrðu ekki send aftur úr landi. Hanna Birna þvertekur í samtali við Fréttablaðið fyrir að hafa gefið slíkt loforð. Hjördís var í vikunni dæmd í 18 mánaða fangelsi fyrir ólöglegt brottnám. Þá hefur dómstóll hér á landi komist að þeirri niðurstöðu að börnin þrjú skuli fara aftur til föður síns. Verði það niðurstaðan telur Arndís Ósk Hauksdóttir, prestur og stuðningsmaður Hjördísar, að loforð hafi verið brotið. Arndís sat fundinn með ráðherra og lýsti því sem fram fór í bréfi sem hún hefur meðal annars sent á nokkra þingmenn. „[Innanríkis]ráðuneytið taldi sig ekki geta aðstoðað Hjördísi við að flýja til Íslands með börnin en ef hún kæmist af eigin rammleik myndi verða stutt við hana, börnunum veitt vernd og þær yrðu ekki sendar úr landi aftur.“ Arndís tengist málinu náið. Hún hýsti Hjördísi og börnin á meðan þau fóru huldu höfði, vikurnar áður en Hjördís fór með þau með einkaflugvél til Íslands. „Hjördís fór með stelpurnar til Íslands því hún treysti orðum ráðherra og að þær yrðu verndaðar frá frekari lögbrotum og ofbeldi,“ segir hún.Arndís Ósk Hauksdóttir, prestur í Noregi, hýsti Hjördísi þegar hún nam dætur sínar á brott frá Danmörku.„Ég skildi þetta hreinlega þannig að stelpurnar yrðu ekki undir neinum kringumstæðum sendar út aftur. Ég fór sérstaklega til Íslands til að fá fullvissu um að það væri óhætt fyrir Hjördísi að koma heim með börnin en íslenskir dómstólar hafa dæmt að þær skuli aftur til ofbeldismannsins, þrátt fyrir sálfræðiskýrslur og læknisvottorð sem sanna misnotkun." Aðspurð segir Hanna Birna þessa lýsingu hljóta að byggja á misskilningi enda hafi aldrei verið gefin fyrirheit um annað en að ráðuneytið myndi beita sér fyrir því að börnin fengju réttláta málsmeðferð ef málið kæmi til kasta þess. Hanna Birna segir ráðuneytið hafa gert allt sem í valdi þess stóð til að tryggja að það gengi eftir. „Ráðuneytið hefur talið að á fyrri stigum hafi mál Hjördísar ekki fengið nægilega vandaða málsmeðferð og það hefur eðlilega gengið nærri henni og hagsmunum barnanna,“ segir Hanna Birna. „Ráðuneytið gerði athugasemdir við umrædda málsmeðferð síðastliðið haust og þess vegna var það algjörlega sjálfsagt og eðlilegt að fyrirheit væru gefin um að slíkt myndi ekki endurtaka sig. Og það hefur verið tryggt. Það er ein af ástæðum þess að málið er fyrir dómstólum núna. Á það ferli geta hins vegar hvorki ráðherra né ráðuneyti haft áhrif, en við hljótum öll að vona að niðurstaðan verði farsæl fyrir umrædd börn.“ Hjördís Svan Tengdar fréttir Flúði með dætur sínar til Íslands í einkaþotu Í nýjasta hefti Nýs lífs er nákvæm lýsing á því hvernig Hjördís Svan Aðalheiðardóttir flúði með dætur sínar þrjár til Íslands frá Danmörku í sumar. 26. september 2013 17:18 Lokuð í klefa með klósetti og sjónvarpi Hjördís Svan Aðalheiðardóttir fékk sinn fyrsta gest í fangelsi í Horsens í Danmörku. Nefnd á vegum Evrópuþingsins hefur sent Dönum tvær kvartanir vegna handtöku Hjördísar. 22. febrúar 2014 07:00 Hjördís Svan dæmd í eins og hálfs árs fangelsi Dómur var kveðinn upp í Horsens í dag. Ekki er vitað um áfrýjun enn. 13. maí 2014 11:10 Ráðherrar beiti sér fyrir Hjördísi Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, kallaði eftir því á Alþingi í gær að ráðherrar ríkisstjórnarinnar beittu sér í máli Hjördísar Svan. 28. janúar 2014 08:00 Dætur Hjördísar fara til Danmerkur Barnsfaðir Hjördísar Svan fær dæturnar afhentar eftir sex vikur. Réttarhöld yfir Hjördísi hefjast í lok mánaðar í Danmerku. 16. apríl 2014 09:13 Barnsfaðir Hjördísar Svan vill fá dæturnar afhentar Lögmaður Kims Laursen, barnsföður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, hefur lagt fram kröfu um að hann fái dætur þeirra afhentar. 25. mars 2014 07:30 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent B sé ekki best Innlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Sjá meira
Aðstandendur Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur áttu fund með Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra skömmu áður en Hjördís ákvað að nema börn sín á brott og fara með þau frá Danmörku og til Íslands. Á fundinum töldu aðstandendur Hjördísar sig hafa fengið fullvissu frá ráðherranum um að börnin yrðu ekki send aftur úr landi. Hanna Birna þvertekur í samtali við Fréttablaðið fyrir að hafa gefið slíkt loforð. Hjördís var í vikunni dæmd í 18 mánaða fangelsi fyrir ólöglegt brottnám. Þá hefur dómstóll hér á landi komist að þeirri niðurstöðu að börnin þrjú skuli fara aftur til föður síns. Verði það niðurstaðan telur Arndís Ósk Hauksdóttir, prestur og stuðningsmaður Hjördísar, að loforð hafi verið brotið. Arndís sat fundinn með ráðherra og lýsti því sem fram fór í bréfi sem hún hefur meðal annars sent á nokkra þingmenn. „[Innanríkis]ráðuneytið taldi sig ekki geta aðstoðað Hjördísi við að flýja til Íslands með börnin en ef hún kæmist af eigin rammleik myndi verða stutt við hana, börnunum veitt vernd og þær yrðu ekki sendar úr landi aftur.“ Arndís tengist málinu náið. Hún hýsti Hjördísi og börnin á meðan þau fóru huldu höfði, vikurnar áður en Hjördís fór með þau með einkaflugvél til Íslands. „Hjördís fór með stelpurnar til Íslands því hún treysti orðum ráðherra og að þær yrðu verndaðar frá frekari lögbrotum og ofbeldi,“ segir hún.Arndís Ósk Hauksdóttir, prestur í Noregi, hýsti Hjördísi þegar hún nam dætur sínar á brott frá Danmörku.„Ég skildi þetta hreinlega þannig að stelpurnar yrðu ekki undir neinum kringumstæðum sendar út aftur. Ég fór sérstaklega til Íslands til að fá fullvissu um að það væri óhætt fyrir Hjördísi að koma heim með börnin en íslenskir dómstólar hafa dæmt að þær skuli aftur til ofbeldismannsins, þrátt fyrir sálfræðiskýrslur og læknisvottorð sem sanna misnotkun." Aðspurð segir Hanna Birna þessa lýsingu hljóta að byggja á misskilningi enda hafi aldrei verið gefin fyrirheit um annað en að ráðuneytið myndi beita sér fyrir því að börnin fengju réttláta málsmeðferð ef málið kæmi til kasta þess. Hanna Birna segir ráðuneytið hafa gert allt sem í valdi þess stóð til að tryggja að það gengi eftir. „Ráðuneytið hefur talið að á fyrri stigum hafi mál Hjördísar ekki fengið nægilega vandaða málsmeðferð og það hefur eðlilega gengið nærri henni og hagsmunum barnanna,“ segir Hanna Birna. „Ráðuneytið gerði athugasemdir við umrædda málsmeðferð síðastliðið haust og þess vegna var það algjörlega sjálfsagt og eðlilegt að fyrirheit væru gefin um að slíkt myndi ekki endurtaka sig. Og það hefur verið tryggt. Það er ein af ástæðum þess að málið er fyrir dómstólum núna. Á það ferli geta hins vegar hvorki ráðherra né ráðuneyti haft áhrif, en við hljótum öll að vona að niðurstaðan verði farsæl fyrir umrædd börn.“
Hjördís Svan Tengdar fréttir Flúði með dætur sínar til Íslands í einkaþotu Í nýjasta hefti Nýs lífs er nákvæm lýsing á því hvernig Hjördís Svan Aðalheiðardóttir flúði með dætur sínar þrjár til Íslands frá Danmörku í sumar. 26. september 2013 17:18 Lokuð í klefa með klósetti og sjónvarpi Hjördís Svan Aðalheiðardóttir fékk sinn fyrsta gest í fangelsi í Horsens í Danmörku. Nefnd á vegum Evrópuþingsins hefur sent Dönum tvær kvartanir vegna handtöku Hjördísar. 22. febrúar 2014 07:00 Hjördís Svan dæmd í eins og hálfs árs fangelsi Dómur var kveðinn upp í Horsens í dag. Ekki er vitað um áfrýjun enn. 13. maí 2014 11:10 Ráðherrar beiti sér fyrir Hjördísi Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, kallaði eftir því á Alþingi í gær að ráðherrar ríkisstjórnarinnar beittu sér í máli Hjördísar Svan. 28. janúar 2014 08:00 Dætur Hjördísar fara til Danmerkur Barnsfaðir Hjördísar Svan fær dæturnar afhentar eftir sex vikur. Réttarhöld yfir Hjördísi hefjast í lok mánaðar í Danmerku. 16. apríl 2014 09:13 Barnsfaðir Hjördísar Svan vill fá dæturnar afhentar Lögmaður Kims Laursen, barnsföður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, hefur lagt fram kröfu um að hann fái dætur þeirra afhentar. 25. mars 2014 07:30 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent B sé ekki best Innlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Sjá meira
Flúði með dætur sínar til Íslands í einkaþotu Í nýjasta hefti Nýs lífs er nákvæm lýsing á því hvernig Hjördís Svan Aðalheiðardóttir flúði með dætur sínar þrjár til Íslands frá Danmörku í sumar. 26. september 2013 17:18
Lokuð í klefa með klósetti og sjónvarpi Hjördís Svan Aðalheiðardóttir fékk sinn fyrsta gest í fangelsi í Horsens í Danmörku. Nefnd á vegum Evrópuþingsins hefur sent Dönum tvær kvartanir vegna handtöku Hjördísar. 22. febrúar 2014 07:00
Hjördís Svan dæmd í eins og hálfs árs fangelsi Dómur var kveðinn upp í Horsens í dag. Ekki er vitað um áfrýjun enn. 13. maí 2014 11:10
Ráðherrar beiti sér fyrir Hjördísi Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, kallaði eftir því á Alþingi í gær að ráðherrar ríkisstjórnarinnar beittu sér í máli Hjördísar Svan. 28. janúar 2014 08:00
Dætur Hjördísar fara til Danmerkur Barnsfaðir Hjördísar Svan fær dæturnar afhentar eftir sex vikur. Réttarhöld yfir Hjördísi hefjast í lok mánaðar í Danmerku. 16. apríl 2014 09:13
Barnsfaðir Hjördísar Svan vill fá dæturnar afhentar Lögmaður Kims Laursen, barnsföður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, hefur lagt fram kröfu um að hann fái dætur þeirra afhentar. 25. mars 2014 07:30