Mamma, gefðu boltann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2014 06:00 Mæðgurnar saman. Áslaug Ragna Ákadóttir og Bryndís Rún Þórólfsdóttir eftir leik sem þær spiluðu saman í Lengjubikarnum. Mynd/Aðsend Mæðgurnar Áslaug Ragna Ákadóttir og Bryndís Rún Þórólfsdóttir tóku báðar þátt í fyrsta leik kvennaliðs ÍA í efstu deild í níu ár þegar Skagaliðið tapaði 0-1 á móti Fylki í 1. umferð Pepsi-deildar kvenna í fyrrakvöld. Bryndís Rún var í byrjunarliðinu en skipti við mömmu sína á 76. mínútu. Saman skiluðu þær því 90 mínútum á miðju Skagaliðsins. „Þetta var svolítið magnað og mjög skemmtilegt,“ sagði Áslaug Ragna í samtali við Fréttablaðið í gær. Bryndís Rún, sem er 17 ára gömul, var að leika sinn fyrsta leik í efstu deild en Áslaug Ragna, sem varð 36 ára á dögunum, á að baki 53 mörk í 95 leikjum. Hún varð annar markahæsti leikmaður deildarinnar árið áður (16 mörk 1996) en Bryndís Rún kom í heiminn. Þetta var aftur á móti fyrsti leikur Áslaugar í úrvalsdeildinni síðan 27. júní 2005. „Ég var ekki alveg klár í að spila í fyrrasumar en ákvað að gefa mig í þetta núna því ég sá að ég ætti möguleika á því að spila með henni,“ segir Áslaug. Næsti leikur ÍA-liðsins er útileikur á móti FH í næstu viku en fá þær mæðgur ekki að spila saman inni á vellinum? „Við vonum að við fáum einhvern tíma að vera saman inni á vellinum í sumar. Þetta átti ekkert að snúast um okkur í þessum leik,“ segir Áslaug. „Við erum dálítið líkir leikmenn. Ég kom ekki inn á í alveg sömu stöðu og hún en kom þarna inn á miðjuna. Ég er gamall senter og er að spila þar í kring,“ segir Áslaug sem kom einnig svona ung inn í meistaraflokk á sínum tíma. Hún tók þátt í að vinna síðasta titil kvennaliðs ÍA sem var bikarmeistaratitillinn árið 1993. Áslaug játar því að sumum finnist það skrítið að heyra einhvern kalla á mömmu sína í miðjum leik. „Í Lengjubikarnum fengum við að spila saman og það var mjög sérstök stund að heyra dóttur sína kalla á sig: Mamma, gefðu boltann eða heyra þjálfarann kalla til hennar: Spilaðu á mömmu þína. Þetta var svolítið skrítið og ég hugsa að stelpurnar inni á vellinum hafi hugsað: Hvað er hún að tala um þessi?“ sagði Áslaug hlæjandi. Hún telur að reynsla hennar muni hjálpa ungu og reynslulitlu liði ÍA í sumar. „Þetta eru allt heimastelpur sem skipa liðið og svona er þetta á Akranesi. Þar hjálpast allir við að gera þetta almennilega. Ég hoppa bara inn í þetta til að hjálpa mínu liði og þá skiptir ekki máli hvort ég er mamma eða eitthvað annað,“ segir Áslaug, en fjölskyldan hafði samt sérstaklega gaman af þessari stund á Akranesi í fyrrakvöld. „Pabbinn var í stúkunni og að sjálfsögðu var hann stoltasti maðurinn á svæðinu sem og öll fjölskyldan,“ sagði Áslaug. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Í beinni: Víkingur - Borac | Leikur sem gæti skilað Víkingum áfram Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Fótbolti Fleiri fréttir „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Sjá meira
Mæðgurnar Áslaug Ragna Ákadóttir og Bryndís Rún Þórólfsdóttir tóku báðar þátt í fyrsta leik kvennaliðs ÍA í efstu deild í níu ár þegar Skagaliðið tapaði 0-1 á móti Fylki í 1. umferð Pepsi-deildar kvenna í fyrrakvöld. Bryndís Rún var í byrjunarliðinu en skipti við mömmu sína á 76. mínútu. Saman skiluðu þær því 90 mínútum á miðju Skagaliðsins. „Þetta var svolítið magnað og mjög skemmtilegt,“ sagði Áslaug Ragna í samtali við Fréttablaðið í gær. Bryndís Rún, sem er 17 ára gömul, var að leika sinn fyrsta leik í efstu deild en Áslaug Ragna, sem varð 36 ára á dögunum, á að baki 53 mörk í 95 leikjum. Hún varð annar markahæsti leikmaður deildarinnar árið áður (16 mörk 1996) en Bryndís Rún kom í heiminn. Þetta var aftur á móti fyrsti leikur Áslaugar í úrvalsdeildinni síðan 27. júní 2005. „Ég var ekki alveg klár í að spila í fyrrasumar en ákvað að gefa mig í þetta núna því ég sá að ég ætti möguleika á því að spila með henni,“ segir Áslaug. Næsti leikur ÍA-liðsins er útileikur á móti FH í næstu viku en fá þær mæðgur ekki að spila saman inni á vellinum? „Við vonum að við fáum einhvern tíma að vera saman inni á vellinum í sumar. Þetta átti ekkert að snúast um okkur í þessum leik,“ segir Áslaug. „Við erum dálítið líkir leikmenn. Ég kom ekki inn á í alveg sömu stöðu og hún en kom þarna inn á miðjuna. Ég er gamall senter og er að spila þar í kring,“ segir Áslaug sem kom einnig svona ung inn í meistaraflokk á sínum tíma. Hún tók þátt í að vinna síðasta titil kvennaliðs ÍA sem var bikarmeistaratitillinn árið 1993. Áslaug játar því að sumum finnist það skrítið að heyra einhvern kalla á mömmu sína í miðjum leik. „Í Lengjubikarnum fengum við að spila saman og það var mjög sérstök stund að heyra dóttur sína kalla á sig: Mamma, gefðu boltann eða heyra þjálfarann kalla til hennar: Spilaðu á mömmu þína. Þetta var svolítið skrítið og ég hugsa að stelpurnar inni á vellinum hafi hugsað: Hvað er hún að tala um þessi?“ sagði Áslaug hlæjandi. Hún telur að reynsla hennar muni hjálpa ungu og reynslulitlu liði ÍA í sumar. „Þetta eru allt heimastelpur sem skipa liðið og svona er þetta á Akranesi. Þar hjálpast allir við að gera þetta almennilega. Ég hoppa bara inn í þetta til að hjálpa mínu liði og þá skiptir ekki máli hvort ég er mamma eða eitthvað annað,“ segir Áslaug, en fjölskyldan hafði samt sérstaklega gaman af þessari stund á Akranesi í fyrrakvöld. „Pabbinn var í stúkunni og að sjálfsögðu var hann stoltasti maðurinn á svæðinu sem og öll fjölskyldan,“ sagði Áslaug.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Í beinni: Víkingur - Borac | Leikur sem gæti skilað Víkingum áfram Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Fótbolti Fleiri fréttir „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Sjá meira