Söngkonan Birgitta Haukdal flytur heim með fjölskylduna frá Spáni í sumar en hún og eiginmaður hennar, Benedikt Einarsson, og sonur þeirra, Víkingur, hafa verið búsett í Barcelona síðan árið 2011.
Benedikt hefur stundað nám í viðskiptafræði í borginni en hann er lögfræðingur að mennt.
Birgitta hefur verið með annan fótinn á Íslandi þessi síðustu ár og keppti meðal annars í undankeppni Eurovision í fyrra með lagið Meðal andanna en laut í lægra haldi fyrir Eyþóri Inga sem var fulltrúi Íslands með lagið Ég á líf.
