Nokkur flugfélög hafa safnað upplýsingum um loftslag í háloftunum Óli Kristján Ármannsson skrifar 14. maí 2014 07:00 Þota sett saman í einni af verksmiðjum Airbus í Toulouse í Frakklandi. Fréttablaðið/ÓKÁ Flugvélaframleiðandinn Airbus fagnaði því í byrjun vikunnar að þá voru liðin 20 ár frá fyrstu þátttöku vélar félagsins í MOZAIC-verkefninu (e. Measurement of Ozone by Airbus in-service Aircraft) þar sem farþegavélar í áætlunarflugi eru notaðar til þess að mæla meðal annars styrk ósonlagsins. Í tilkynningu félagsins segir að með þátttöku sinni vilji það undirstrika ákvörðun Airbus um að styðja við og efla vísindarannsóknir á sviði loftslagsmála. „20 árum eftir að MOZAIC-verkefnið hófst taka sjö breiðþotur Airbus (sex A340-300-vélar og ein A330-þota) þátt í mælingum á hverjum degi og um heim allan, með stuðningi flugfélaganna sem verkefnið styðja, Lufthansa, China Airlines, Air France, Iberia, Cathay Pacific og Air Namibia,“ segir í tilkynningu félagsins. Fram kemur að í dag notist öll reiknilíkön á sviði loftslagsmála og veðurfars við gögn frá MOZAIC og IAGOS-verkefninu, sem hófst 1993 til að stilla af niðurstöður sínar. „Þakka má þátttöku okkar og öflugu samstarfi við flugfélög, rannsóknarstofur og stofnanir að vísindasamfélagið hefur mun betri skilning á háloftunum og loftslagsbreytingum,“ er haft eftir Rainer Von Wrede, yfirmanni deildar hönnunar, rannsókna og þróunar hjá Airbus. Þau gögn sem safnað er, þar með taldar rauntímaupplýsingar sem notaðar eru við gerð veðurspáa og spáa um loftslag og loftgæði, eru yfirfarnar og bætt við gagnabanka MOZAIC/IAGOS, en að þeim hafa alþjóðlega vísindasamfélagið og stefnumarkandi stofnanir frjálsan aðgang. Til þessa hefur mælingum úr yfir 41.000 farþegaflugferðum verið bætt við gagnabanka MOZAIC/IAGOS frá því að fyrstu gögnin fengust úr flugi A340-þotu Air France frá Caracas til Bógótá í ágúst 1994. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Flugvélaframleiðandinn Airbus fagnaði því í byrjun vikunnar að þá voru liðin 20 ár frá fyrstu þátttöku vélar félagsins í MOZAIC-verkefninu (e. Measurement of Ozone by Airbus in-service Aircraft) þar sem farþegavélar í áætlunarflugi eru notaðar til þess að mæla meðal annars styrk ósonlagsins. Í tilkynningu félagsins segir að með þátttöku sinni vilji það undirstrika ákvörðun Airbus um að styðja við og efla vísindarannsóknir á sviði loftslagsmála. „20 árum eftir að MOZAIC-verkefnið hófst taka sjö breiðþotur Airbus (sex A340-300-vélar og ein A330-þota) þátt í mælingum á hverjum degi og um heim allan, með stuðningi flugfélaganna sem verkefnið styðja, Lufthansa, China Airlines, Air France, Iberia, Cathay Pacific og Air Namibia,“ segir í tilkynningu félagsins. Fram kemur að í dag notist öll reiknilíkön á sviði loftslagsmála og veðurfars við gögn frá MOZAIC og IAGOS-verkefninu, sem hófst 1993 til að stilla af niðurstöður sínar. „Þakka má þátttöku okkar og öflugu samstarfi við flugfélög, rannsóknarstofur og stofnanir að vísindasamfélagið hefur mun betri skilning á háloftunum og loftslagsbreytingum,“ er haft eftir Rainer Von Wrede, yfirmanni deildar hönnunar, rannsókna og þróunar hjá Airbus. Þau gögn sem safnað er, þar með taldar rauntímaupplýsingar sem notaðar eru við gerð veðurspáa og spáa um loftslag og loftgæði, eru yfirfarnar og bætt við gagnabanka MOZAIC/IAGOS, en að þeim hafa alþjóðlega vísindasamfélagið og stefnumarkandi stofnanir frjálsan aðgang. Til þessa hefur mælingum úr yfir 41.000 farþegaflugferðum verið bætt við gagnabanka MOZAIC/IAGOS frá því að fyrstu gögnin fengust úr flugi A340-þotu Air France frá Caracas til Bógótá í ágúst 1994.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira