Rússar vilja ekki frekari innlimun Guðsteinn Bjarnason skrifar 13. maí 2014 07:48 Alexander Malyhin, formaður kjörnefndar í Luhansk, lýsir yfir sigri sjálfstæðissinna.fréttablaðið/AP Rússnesk stjórnvöld hvetja Úkraínustjórn til þess að hefja alvöru viðræður við uppreisnarmenn í austanverðri Úkraínu. Skrifstofa Pútíns Rússlandsforseta leggur til að Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE, hafi milligöngu um slíkar viðræður. Rússar sýna því hins vegar engan áhuga, enn sem komið er í það minnsta, að innlima héruðin Donetsk og Luhansk þrátt fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu sem uppreisnarmenn efndu til í þessum héruðum á sunnudag. Uppreisnarmenn lýstu því yfir í gær að yfirgnæfandi meirihluti kjósenda í báðum héruðum hefði samþykkt að lýst yrði yfir sjálfstæði. Uppreisnarmenn í Donetsk tóku síðan næsta skref og lýstu yfir sjálfstæði héraðsins, en í Luhansk gengu menn ekki svo langt heldur létu sér nægja að lýsa yfir að þeir myndu ekki taka þátt í forsetakosningum í Úkraínu, sem haldnar verða síðar í þessum mánuði. Í Donetsk voru 89 prósent kjósenda sögð hafa samþykkt þetta, en í Luhansk 96 prósent. Kosningaþátttakan er sögð hafa verið 75 prósent í Donetsk, en 73 prósent í Luhansk. Engin leið hefur verið að sannreyna þessar tölur, þar sem alþjóðlegt kosningaeftirlit var ekki haft með þessum kosningum. Úkraínustjórn segir kosningarnar hafa verið farsa, sem enginn geti tekið mark á. „Þessi farsi, sem hryðjuverkamenn kalla þjóðaratkvæðagreiðslu, mun ekki hafa neinar lagalegar afleiðingar nema saknæma ábyrgð þeirra sem skipulögðu hana,“ sagði Oleksandr Túrtsjínov, sem til bráðabirgða gegnir embætti forseta Úkraínu. Rússar brugðust snöggt við eftir að sambærilegar kosningar voru haldnar í skyndi á Krímskaga í síðasta mánuði. Uppreisnarmenn þar lýstu yfir sjálfstæði og óskuðu eftir sameiningu við Rússland, og Rússar innlimuðu héraðið stuttu síðar. „Við höfum séð að stjórnin í Moskvu er til í viðræður,“ segir Didier Burkhalter, forseti Sviss, sem nú fer með formennsku í ÖSE. Burkhalter ræddi við Pútín í síðustu viku og lagði fyrir hann hugmyndir að lausn á deilunni. Að fundi þeirra loknum breyttist tónn Pútíns og hann tók að hvetja uppreisnarmenn til að fresta kosningum um sjálfstæði. Úkraína Tengdar fréttir Steinmeier reynir að miðla málum Utanríkisráðherra Þjóðverja, Frank-Walter Steinmeier er væntanlegur til Kænugarðs höfuðborgar Úkraínu í dag. 13. maí 2014 07:54 Atkvæðagreiðslan „ómarktæk með öllu“ Yfirvöld í Úkraínu og á Vesturlöndum fordæma þjóðaratkvæðagreiðsluna sem fór fram í austurhluta landsins í gær. 12. maí 2014 10:56 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Rússnesk stjórnvöld hvetja Úkraínustjórn til þess að hefja alvöru viðræður við uppreisnarmenn í austanverðri Úkraínu. Skrifstofa Pútíns Rússlandsforseta leggur til að Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE, hafi milligöngu um slíkar viðræður. Rússar sýna því hins vegar engan áhuga, enn sem komið er í það minnsta, að innlima héruðin Donetsk og Luhansk þrátt fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu sem uppreisnarmenn efndu til í þessum héruðum á sunnudag. Uppreisnarmenn lýstu því yfir í gær að yfirgnæfandi meirihluti kjósenda í báðum héruðum hefði samþykkt að lýst yrði yfir sjálfstæði. Uppreisnarmenn í Donetsk tóku síðan næsta skref og lýstu yfir sjálfstæði héraðsins, en í Luhansk gengu menn ekki svo langt heldur létu sér nægja að lýsa yfir að þeir myndu ekki taka þátt í forsetakosningum í Úkraínu, sem haldnar verða síðar í þessum mánuði. Í Donetsk voru 89 prósent kjósenda sögð hafa samþykkt þetta, en í Luhansk 96 prósent. Kosningaþátttakan er sögð hafa verið 75 prósent í Donetsk, en 73 prósent í Luhansk. Engin leið hefur verið að sannreyna þessar tölur, þar sem alþjóðlegt kosningaeftirlit var ekki haft með þessum kosningum. Úkraínustjórn segir kosningarnar hafa verið farsa, sem enginn geti tekið mark á. „Þessi farsi, sem hryðjuverkamenn kalla þjóðaratkvæðagreiðslu, mun ekki hafa neinar lagalegar afleiðingar nema saknæma ábyrgð þeirra sem skipulögðu hana,“ sagði Oleksandr Túrtsjínov, sem til bráðabirgða gegnir embætti forseta Úkraínu. Rússar brugðust snöggt við eftir að sambærilegar kosningar voru haldnar í skyndi á Krímskaga í síðasta mánuði. Uppreisnarmenn þar lýstu yfir sjálfstæði og óskuðu eftir sameiningu við Rússland, og Rússar innlimuðu héraðið stuttu síðar. „Við höfum séð að stjórnin í Moskvu er til í viðræður,“ segir Didier Burkhalter, forseti Sviss, sem nú fer með formennsku í ÖSE. Burkhalter ræddi við Pútín í síðustu viku og lagði fyrir hann hugmyndir að lausn á deilunni. Að fundi þeirra loknum breyttist tónn Pútíns og hann tók að hvetja uppreisnarmenn til að fresta kosningum um sjálfstæði.
Úkraína Tengdar fréttir Steinmeier reynir að miðla málum Utanríkisráðherra Þjóðverja, Frank-Walter Steinmeier er væntanlegur til Kænugarðs höfuðborgar Úkraínu í dag. 13. maí 2014 07:54 Atkvæðagreiðslan „ómarktæk með öllu“ Yfirvöld í Úkraínu og á Vesturlöndum fordæma þjóðaratkvæðagreiðsluna sem fór fram í austurhluta landsins í gær. 12. maí 2014 10:56 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Steinmeier reynir að miðla málum Utanríkisráðherra Þjóðverja, Frank-Walter Steinmeier er væntanlegur til Kænugarðs höfuðborgar Úkraínu í dag. 13. maí 2014 07:54
Atkvæðagreiðslan „ómarktæk með öllu“ Yfirvöld í Úkraínu og á Vesturlöndum fordæma þjóðaratkvæðagreiðsluna sem fór fram í austurhluta landsins í gær. 12. maí 2014 10:56