Skera sig úr í fjöldanum Vera Einarsdóttir skrifar 10. maí 2014 13:00 Í jakkafötunum Pollapönk hefur hvarvetna vakið athygli í litríkum útpældum fatnaði í aðdraganda Eurovision síðustu daga og skera meðlimir hljómsveitarinnar sig svo sannarlega úr í fjöldanum. Forsöngvari hljómsveitarinnar Heiðar Örn Kristjánsson er blái pollinn, Haraldur Freyr Gíslason rauði pollinn, Arnar Gíslason bleiki pollinn og Guðni Finnsson guli pollinn. Bakraddasöngvarinn Óttar Proppé er svo fjólublár og félagi hans Snæbjörn Ragnarsson appelsínugulur. Hópurinn fór út með sjö dress til skiptanna; íþróttagalla, kjóla, stuttbuxur og boli, morgunsloppa, lopapeysur, matrósaföt og jakkaföt. Þótt fatnaðurinn sé af ólíkum toga heldur hver polli sig við sinn lit. Pollarnir lögðu sjálfir mikið til hugmyndavinnunnar í kringum fatnaðinn en þeim innan handar var umboðsmaður þeirra Valgeir Magnússon, eða Valli sport, og leikmynda- og búningahöfundurinn Rebekka A. Ingimundardóttir, en hún hannaði búningana fyrir Eyþór Inga Gunnlaugsson í fyrra og Grétu Salóme og Jónsa árið 2012. „Aðkoma mín hefur oft verið meiri en nú. Í fyrra og hitteðfyrra hannaði ég alla búninga og árið 2012 leikstýrði ég atriði Grétu Salome. Pollapönkararnir eru einstakir og höfðu sínar hugmyndir en ég var þeim innan handar með að útfæra þær. Fleiri lögðu svo hönd á plóg; íþróttagallarnir eru eins og flestir vita frá Henson og kjólana gaf verslunin Curvy. Þá styrkti Oroblu strákana um sokkabuxur í réttum litum. Peysurnar eru frá Varma en stílistinn Alda Guðjónsdóttir á heiðurinn að jakkafötunum,“ segir Rebekka. Sjálf hannaði hún matrósafötin og samfestinga bakraddanna. „Klæðskera- og sníðameistarinn Elma Bjarney Guðmundsdóttir saumaði búningana ásamt Maggý Dögg Emilsdóttur en auk þess litaði ég sloppa, sokka og annað sem ekki var til í réttum litum,“ útskýrir Rebekka. Rebekka segir að með tilkomu samfélagsmiðla skipti ímynd hópsins, frá því að hann mætir á svæðið og þar til hann stígur á svið, sífellt meira máli og þarf að þaulhugsa ásýnd og framkomu hópsins frá degi til dags. En skyldu strákarnir vera með eitthvað búningatromp í hendi í kvöld? „Við gefum ekkert upp um það,“ segir Vallli. Hann hvetur fólk þó til að hafa augun opin. „Við höldum okkur að minnsta kosti við litina.“ Eurovision Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Pollapönk hefur hvarvetna vakið athygli í litríkum útpældum fatnaði í aðdraganda Eurovision síðustu daga og skera meðlimir hljómsveitarinnar sig svo sannarlega úr í fjöldanum. Forsöngvari hljómsveitarinnar Heiðar Örn Kristjánsson er blái pollinn, Haraldur Freyr Gíslason rauði pollinn, Arnar Gíslason bleiki pollinn og Guðni Finnsson guli pollinn. Bakraddasöngvarinn Óttar Proppé er svo fjólublár og félagi hans Snæbjörn Ragnarsson appelsínugulur. Hópurinn fór út með sjö dress til skiptanna; íþróttagalla, kjóla, stuttbuxur og boli, morgunsloppa, lopapeysur, matrósaföt og jakkaföt. Þótt fatnaðurinn sé af ólíkum toga heldur hver polli sig við sinn lit. Pollarnir lögðu sjálfir mikið til hugmyndavinnunnar í kringum fatnaðinn en þeim innan handar var umboðsmaður þeirra Valgeir Magnússon, eða Valli sport, og leikmynda- og búningahöfundurinn Rebekka A. Ingimundardóttir, en hún hannaði búningana fyrir Eyþór Inga Gunnlaugsson í fyrra og Grétu Salóme og Jónsa árið 2012. „Aðkoma mín hefur oft verið meiri en nú. Í fyrra og hitteðfyrra hannaði ég alla búninga og árið 2012 leikstýrði ég atriði Grétu Salome. Pollapönkararnir eru einstakir og höfðu sínar hugmyndir en ég var þeim innan handar með að útfæra þær. Fleiri lögðu svo hönd á plóg; íþróttagallarnir eru eins og flestir vita frá Henson og kjólana gaf verslunin Curvy. Þá styrkti Oroblu strákana um sokkabuxur í réttum litum. Peysurnar eru frá Varma en stílistinn Alda Guðjónsdóttir á heiðurinn að jakkafötunum,“ segir Rebekka. Sjálf hannaði hún matrósafötin og samfestinga bakraddanna. „Klæðskera- og sníðameistarinn Elma Bjarney Guðmundsdóttir saumaði búningana ásamt Maggý Dögg Emilsdóttur en auk þess litaði ég sloppa, sokka og annað sem ekki var til í réttum litum,“ útskýrir Rebekka. Rebekka segir að með tilkomu samfélagsmiðla skipti ímynd hópsins, frá því að hann mætir á svæðið og þar til hann stígur á svið, sífellt meira máli og þarf að þaulhugsa ásýnd og framkomu hópsins frá degi til dags. En skyldu strákarnir vera með eitthvað búningatromp í hendi í kvöld? „Við gefum ekkert upp um það,“ segir Vallli. Hann hvetur fólk þó til að hafa augun opin. „Við höldum okkur að minnsta kosti við litina.“
Eurovision Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira