Mannréttindaborgin Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 7. maí 2014 07:00 Reykjavík er og á að vera til fyrirmyndar í mannréttindamálum. Borg þar sem allir íbúar hafa tækifæri til að taka þátt á sínum forsendum, þroskast, læra og gefa af sér til samfélagsins. Borg þar sem hver og einn íbúi finnur að á hann er hlustað og að hann skiptir jafn miklu máli og allir aðrir íbúar.Burtu með fordóma Með fordómaleysi hefur Reykjavík fyrir löngu skapað sér verðugan sess sem borg hinsegin fólks, margbreytileikinn er Reykjavík mikils virði. Öll vitum við að innflytjendur eru auðlind fyrir samfélagið en það eru líka öryrkjar, aldraðir og fatlað fólk og það er okkar hlutverk að gera þessum hópum kleift að taka þátt í samfélaginu á sínum forsendum.Lífsgæði allra Fólk sem glímir við áskoranir eins og langvinna sjúkdóma og atvinnuleysi getur einnig þurft á stuðningi að halda til að bæta lífsgæði sín og tækifæri til þátttöku í samfélaginu. Mikilvægt er að Reykjavík leiti fjölbreyttra leiða í samstarfi við atvinnulífið til að virkja fólk til þátttöku á vinnumarkaði í samræmi við aðstæður og hæfni. Eldri borgarar eiga eins og aðrir að ráða sem mestu um eigin aðstæður. Hafa val eins lengi og kostur er um búsetuform, atvinnuþátttöku, hreyfingu og innihaldsríkar tómstundir. Þegar á reynir þarf eldri borgurum einnig að standa til boða öruggur stuðningur og umönnun í samræmi við þarfir hvers og eins.Konur jafnt sem karlar Konur og karlar eiga að njóta sömu réttinda, verndar og tækifæra í Reykjavík, annað er með öllu óásættanlegt. Við viljum að Reykjavíkurborg fái jafnlaunavottun á komandi kjörtímabili sem tryggingu fyrir því að launamunur kynjanna verði leiðréttur í eitt skipti fyrir öll. Við viljum fræða börn og borgara á öllum aldri um jafnrétti. Börnin okkar eiga það skilið að við hjálpum þeim að takast á við brenglaðar staðalmyndir kynjanna sem birtast okkur daglega. Reykjavík á að vinna markvisst gegn öllu ofbeldi en ekki síst kynbundnu ofbeldi og heimilisofbeldi og huga sérstaklega að þörfum barna í því samhengi. Við viljum innleiða barnasáttmála SÞ inn í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar og virkja ungmennaráð, öldungaráð og fjölmenningarráð með beinum hætti við þróun borgarinnar.XS fyrir mannréttindi Mannréttindi koma ekki af sjálfu sér. Það er okkar hlutverk að setja þau á dagskrá og tryggja að stjórnmálin snúist um baráttuna fyrir réttindum og lífsgæðum þeirra sem standa höllum fæti. Samfylkingin ætlar áfram að beita sér í mannréttindamálum og tryggja að borgin okkar verði áfram mannréttindaborgin Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Reykjavík er og á að vera til fyrirmyndar í mannréttindamálum. Borg þar sem allir íbúar hafa tækifæri til að taka þátt á sínum forsendum, þroskast, læra og gefa af sér til samfélagsins. Borg þar sem hver og einn íbúi finnur að á hann er hlustað og að hann skiptir jafn miklu máli og allir aðrir íbúar.Burtu með fordóma Með fordómaleysi hefur Reykjavík fyrir löngu skapað sér verðugan sess sem borg hinsegin fólks, margbreytileikinn er Reykjavík mikils virði. Öll vitum við að innflytjendur eru auðlind fyrir samfélagið en það eru líka öryrkjar, aldraðir og fatlað fólk og það er okkar hlutverk að gera þessum hópum kleift að taka þátt í samfélaginu á sínum forsendum.Lífsgæði allra Fólk sem glímir við áskoranir eins og langvinna sjúkdóma og atvinnuleysi getur einnig þurft á stuðningi að halda til að bæta lífsgæði sín og tækifæri til þátttöku í samfélaginu. Mikilvægt er að Reykjavík leiti fjölbreyttra leiða í samstarfi við atvinnulífið til að virkja fólk til þátttöku á vinnumarkaði í samræmi við aðstæður og hæfni. Eldri borgarar eiga eins og aðrir að ráða sem mestu um eigin aðstæður. Hafa val eins lengi og kostur er um búsetuform, atvinnuþátttöku, hreyfingu og innihaldsríkar tómstundir. Þegar á reynir þarf eldri borgurum einnig að standa til boða öruggur stuðningur og umönnun í samræmi við þarfir hvers og eins.Konur jafnt sem karlar Konur og karlar eiga að njóta sömu réttinda, verndar og tækifæra í Reykjavík, annað er með öllu óásættanlegt. Við viljum að Reykjavíkurborg fái jafnlaunavottun á komandi kjörtímabili sem tryggingu fyrir því að launamunur kynjanna verði leiðréttur í eitt skipti fyrir öll. Við viljum fræða börn og borgara á öllum aldri um jafnrétti. Börnin okkar eiga það skilið að við hjálpum þeim að takast á við brenglaðar staðalmyndir kynjanna sem birtast okkur daglega. Reykjavík á að vinna markvisst gegn öllu ofbeldi en ekki síst kynbundnu ofbeldi og heimilisofbeldi og huga sérstaklega að þörfum barna í því samhengi. Við viljum innleiða barnasáttmála SÞ inn í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar og virkja ungmennaráð, öldungaráð og fjölmenningarráð með beinum hætti við þróun borgarinnar.XS fyrir mannréttindi Mannréttindi koma ekki af sjálfu sér. Það er okkar hlutverk að setja þau á dagskrá og tryggja að stjórnmálin snúist um baráttuna fyrir réttindum og lífsgæðum þeirra sem standa höllum fæti. Samfylkingin ætlar áfram að beita sér í mannréttindamálum og tryggja að borgin okkar verði áfram mannréttindaborgin Reykjavík.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun