Ætla að lemja Gunnar Nelson Gunnar Leó Pálsson skrifar 2. maí 2014 10:30 Vígalegur Það eru ekki allir sem myndu þora að mæta Gunnari í hringnum. Visir/Getty „Við ætlum okkur að sigra Gunnar Nelson og við værum ekki að þessu nema við hefðum trú á því að við getum sigrað hann,“ segir Ragnar Ágúst Eðvaldsson, framleiðandi hjá CCP og skipuleggjandi liðs tæknimanna sem ætlar að glíma við Gunnar Nelson í kvöld. Um er að ræða tíu manna bardagalið úr tæknigeiranum, sjö frá CCP, einn frá Nýherja, einn frá Advania og einn frá Twitch TV.Bardaginn hefst klukkan 20 og verður sýndur beint hér á Vísi. „Við höfum æft af miklu kappi og allir liðsmennirnir hafa mikla reynslu úr bardagaíþróttum,“ segir Sveinn Jóhannesson Kjarval, þjálfari tæknimannaliðsins. Um er að ræða EVE fanfest eða árshátíð þeirra sem spila tölvuleikinn EVE og fer hátíðin fram í Eldborgarsalnum í Hörpu. „Það verður alvöru búr á sviðinu í Eldborg og það verða engin vettlingatök tekin í búrinu,“ segir Ragnar spurður út í aðstæðurnar. Keppnin virkar þannig að þessir tíu menn fara einn í einu í búrið og mæta þar Gunnari Nelson og allir með það að markmiði að leggja okkar besta bardagamann. „Gunnar Nelson getur unnið alla í slagsmálum en þegar svona fjöldi manna, með alla þessa reynslu, sækir að honum ætti það að hafa mikil áhrif, hann á eftir að þreytast,“ segir Sveinn og bætir við: „Einn liðsmaðurinn okkar, Jón Ingi Þorvaldsson, hefur einu sinni sigrað Gunnar Nelson í karate.“Tæknimannaliðið hefur æft af miklu kappi undanfarið.Allir í tæknimannabardagaliðinu eru vel reyndir í bardagaíþróttum og eru eða hafa verið að æfa ýmsar bardagaíþróttir. „Liðið er mjög sterkt, okkar bestu menn eru þó Pétur Jóhannes Óskarsson sem er 120 kíló að þyngd og æfir jújítsú, Pétur Eyþórsson, nífaldur glímukóngur í íslenskri glímu, og Vignir Grétar Stefánsson, sem er margfaldur Íslandsmeistari í júdó. Ég er mjög bjartsýnn,“ útskýrir Sveinn. Eins og flestir vita er Gunnar Nelson einn fremsti bardagamaður þjóðarinnar og var að tilkynna næsta bardaga innan UFC sem fram fer í Dublin í sumar. Eru þið ekkert hræddir við Gunnar? „Við værum ekkert að þessu ef þetta væri ekki alvöru bardagi, við ætlum að sigra Gunnar. Það er kominn tími á að sýna að hann er bara mannlegur,“ segir Ragnar. Bardaginn og hátíðahöldin fara fram í Eldborg í kvöld en búist er við allt að eitt þúsund erlendum gestum og einnig talsverðum fjölda Íslendinga. „Við erum að fara að smekkfylla Eldborgina,“ bætir Ragnar við. Hægt er að horfa á bardagann í beinni útsendingu á Twitch.tv/ccp. Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
„Við ætlum okkur að sigra Gunnar Nelson og við værum ekki að þessu nema við hefðum trú á því að við getum sigrað hann,“ segir Ragnar Ágúst Eðvaldsson, framleiðandi hjá CCP og skipuleggjandi liðs tæknimanna sem ætlar að glíma við Gunnar Nelson í kvöld. Um er að ræða tíu manna bardagalið úr tæknigeiranum, sjö frá CCP, einn frá Nýherja, einn frá Advania og einn frá Twitch TV.Bardaginn hefst klukkan 20 og verður sýndur beint hér á Vísi. „Við höfum æft af miklu kappi og allir liðsmennirnir hafa mikla reynslu úr bardagaíþróttum,“ segir Sveinn Jóhannesson Kjarval, þjálfari tæknimannaliðsins. Um er að ræða EVE fanfest eða árshátíð þeirra sem spila tölvuleikinn EVE og fer hátíðin fram í Eldborgarsalnum í Hörpu. „Það verður alvöru búr á sviðinu í Eldborg og það verða engin vettlingatök tekin í búrinu,“ segir Ragnar spurður út í aðstæðurnar. Keppnin virkar þannig að þessir tíu menn fara einn í einu í búrið og mæta þar Gunnari Nelson og allir með það að markmiði að leggja okkar besta bardagamann. „Gunnar Nelson getur unnið alla í slagsmálum en þegar svona fjöldi manna, með alla þessa reynslu, sækir að honum ætti það að hafa mikil áhrif, hann á eftir að þreytast,“ segir Sveinn og bætir við: „Einn liðsmaðurinn okkar, Jón Ingi Þorvaldsson, hefur einu sinni sigrað Gunnar Nelson í karate.“Tæknimannaliðið hefur æft af miklu kappi undanfarið.Allir í tæknimannabardagaliðinu eru vel reyndir í bardagaíþróttum og eru eða hafa verið að æfa ýmsar bardagaíþróttir. „Liðið er mjög sterkt, okkar bestu menn eru þó Pétur Jóhannes Óskarsson sem er 120 kíló að þyngd og æfir jújítsú, Pétur Eyþórsson, nífaldur glímukóngur í íslenskri glímu, og Vignir Grétar Stefánsson, sem er margfaldur Íslandsmeistari í júdó. Ég er mjög bjartsýnn,“ útskýrir Sveinn. Eins og flestir vita er Gunnar Nelson einn fremsti bardagamaður þjóðarinnar og var að tilkynna næsta bardaga innan UFC sem fram fer í Dublin í sumar. Eru þið ekkert hræddir við Gunnar? „Við værum ekkert að þessu ef þetta væri ekki alvöru bardagi, við ætlum að sigra Gunnar. Það er kominn tími á að sýna að hann er bara mannlegur,“ segir Ragnar. Bardaginn og hátíðahöldin fara fram í Eldborg í kvöld en búist er við allt að eitt þúsund erlendum gestum og einnig talsverðum fjölda Íslendinga. „Við erum að fara að smekkfylla Eldborgina,“ bætir Ragnar við. Hægt er að horfa á bardagann í beinni útsendingu á Twitch.tv/ccp.
Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira