Björt framtíð tapar þriðjungi af fylgi Besta flokksins Brjánn Jónasson skrifar 1. maí 2014 07:45 Björt framtíð tapar tveimur borgarfulltrúum en Samfylkingin bætir við sig einum samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var á þriðjudagskvöld. Meirihluti flokkanna heldur því með minnsta mögulega meirihluta. Björt framtíð fengi samkvæmt könnuninni 21,6 prósent atkvæða og fjóra borgarfulltrúa. Flokkurinn er arftaki Besta flokksins í borginni, sem fékk 34,7 prósent atkvæða og sex borgarfulltrúa í síðustu kosningum. Björt framtíð hefur því tapað rúmum þriðjungi af fylgi besta flokksins í síðustu kosningum. Samfylkingin bætir við sig fylgi og mælist með stuðning 26,6 prósenta borgarbúa. Flokkurinn fengi fjóra borgarfulltrúa samkvæmt könnuninni, einum fleiri en í síðustu kosningum. Samanlagt fengju flokkarnir minnihluta atkvæða, 48,2 prósent, en átta borgarfulltrúa af fimmtán. Flokkarnir fengu samanlagt 53,8 prósent atkvæða í kosningunum 2010, og mældust með stuðning 51,3 prósenta í könnun Fréttablaðsins um miðjan mars. Sjálfstæðisflokkurinn styrkir stöðu sína í borginni frá síðustu könnun. Flokkurinn fengi 27 prósent akvæða yrði gengið til kosninga nú og fimm borgarfulltrúa, sama fjölda og hann er með í dag. Píratar fá samkvæmt könnuninni 10,5 prósenta fylgi, og ná einum manni í borgarstjórn verði niðurstöður kosninga í takt við könnun Fréttablaðsins. Litlar breytingar hafa orðið á fylgi Vinstri grænna, sem fá 8,7 prósent atkvæða og halda sínum borgarfulltrúa samkvæmt könnuninni. Framsóknarflokkurinn mælist með 5,2 prósent atkvæða en nær ekki inn manni. Stuðningur við Dögun er vart mælanlegur, um 0,2 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni sögðust ætla að kjósa flokkinn.Meirihlutinn vill Dag í borgarstjórastólinn Meira en helmingur borgarbúa, 56,5 prósent, vilja að Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, verði borgarstjóri eftir kosningar, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunarinnar. Hylli Dags hefur aukist frá síðustu könnun, sem gerð var um miðjan mars. Þá vildu 52,6 prósent borgarbúa að Dagur tæki við borgarstjórastólnum af Jóni Gnarr, sem gefur ekki kost á sér í komandi kosningum. Stuðningur við Dag nær langt út fyrir þann hóp sem hyggst kjósa Samfylkinguna. Flokkurinn mælist samkvæmt könnuninni með 26,6 prósenta fylgi. Rúmlega tvöfalt fleiri vilja því Dag sem borgarstjóra en ætla að kjósa Samfylkinguna í kosningunum. Dagur ber höfuð og herðar yfir oddvita annarra framboða í borginni. Um 16 prósent borgarbúa vilja að Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, verði næsti borgarstjóri Reykjavíkur. Það er vel innan við þriðjungur af þeim stuðningi sem Dagur nýtur samkvæmt könnuninni. Alls vilja 62,5 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins Halldór sem borgarstjóra, en 20,8 prósent vilja heldur Dag. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar, nýtur stuðnings um 8,8 prósenta borgarbúa til að setjast í stól borgarstjóra. Björt framtíð tekur við keflinu af Besta flokknum, sem vann afgerandi kosningasigur í síðustu kosningum undir forystu Jóns Gnarr. Aðeins 37,7 prósent þeirra sem ætla að kjósa Bjarta framtíð vilja Björn sem borgarstjóra, en 55,1 prósent vilja Dag heldur í embættið. Aðrir njóta enn minni stuðnings sem arftakar Jóns Gnarr. Um 3,5 vilja Sóleyju Tómasdóttur, oddvita Vinstri grænna, sem næsta borgarstjóra, og 3 prósent Halldór Auðar Svansson, oddvita Pírata. Þá nefndu 0,5 prósent Þorleif Gunnarson, oddvita Dögunar. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Sjá meira
Björt framtíð tapar tveimur borgarfulltrúum en Samfylkingin bætir við sig einum samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var á þriðjudagskvöld. Meirihluti flokkanna heldur því með minnsta mögulega meirihluta. Björt framtíð fengi samkvæmt könnuninni 21,6 prósent atkvæða og fjóra borgarfulltrúa. Flokkurinn er arftaki Besta flokksins í borginni, sem fékk 34,7 prósent atkvæða og sex borgarfulltrúa í síðustu kosningum. Björt framtíð hefur því tapað rúmum þriðjungi af fylgi besta flokksins í síðustu kosningum. Samfylkingin bætir við sig fylgi og mælist með stuðning 26,6 prósenta borgarbúa. Flokkurinn fengi fjóra borgarfulltrúa samkvæmt könnuninni, einum fleiri en í síðustu kosningum. Samanlagt fengju flokkarnir minnihluta atkvæða, 48,2 prósent, en átta borgarfulltrúa af fimmtán. Flokkarnir fengu samanlagt 53,8 prósent atkvæða í kosningunum 2010, og mældust með stuðning 51,3 prósenta í könnun Fréttablaðsins um miðjan mars. Sjálfstæðisflokkurinn styrkir stöðu sína í borginni frá síðustu könnun. Flokkurinn fengi 27 prósent akvæða yrði gengið til kosninga nú og fimm borgarfulltrúa, sama fjölda og hann er með í dag. Píratar fá samkvæmt könnuninni 10,5 prósenta fylgi, og ná einum manni í borgarstjórn verði niðurstöður kosninga í takt við könnun Fréttablaðsins. Litlar breytingar hafa orðið á fylgi Vinstri grænna, sem fá 8,7 prósent atkvæða og halda sínum borgarfulltrúa samkvæmt könnuninni. Framsóknarflokkurinn mælist með 5,2 prósent atkvæða en nær ekki inn manni. Stuðningur við Dögun er vart mælanlegur, um 0,2 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni sögðust ætla að kjósa flokkinn.Meirihlutinn vill Dag í borgarstjórastólinn Meira en helmingur borgarbúa, 56,5 prósent, vilja að Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, verði borgarstjóri eftir kosningar, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunarinnar. Hylli Dags hefur aukist frá síðustu könnun, sem gerð var um miðjan mars. Þá vildu 52,6 prósent borgarbúa að Dagur tæki við borgarstjórastólnum af Jóni Gnarr, sem gefur ekki kost á sér í komandi kosningum. Stuðningur við Dag nær langt út fyrir þann hóp sem hyggst kjósa Samfylkinguna. Flokkurinn mælist samkvæmt könnuninni með 26,6 prósenta fylgi. Rúmlega tvöfalt fleiri vilja því Dag sem borgarstjóra en ætla að kjósa Samfylkinguna í kosningunum. Dagur ber höfuð og herðar yfir oddvita annarra framboða í borginni. Um 16 prósent borgarbúa vilja að Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, verði næsti borgarstjóri Reykjavíkur. Það er vel innan við þriðjungur af þeim stuðningi sem Dagur nýtur samkvæmt könnuninni. Alls vilja 62,5 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins Halldór sem borgarstjóra, en 20,8 prósent vilja heldur Dag. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar, nýtur stuðnings um 8,8 prósenta borgarbúa til að setjast í stól borgarstjóra. Björt framtíð tekur við keflinu af Besta flokknum, sem vann afgerandi kosningasigur í síðustu kosningum undir forystu Jóns Gnarr. Aðeins 37,7 prósent þeirra sem ætla að kjósa Bjarta framtíð vilja Björn sem borgarstjóra, en 55,1 prósent vilja Dag heldur í embættið. Aðrir njóta enn minni stuðnings sem arftakar Jóns Gnarr. Um 3,5 vilja Sóleyju Tómasdóttur, oddvita Vinstri grænna, sem næsta borgarstjóra, og 3 prósent Halldór Auðar Svansson, oddvita Pírata. Þá nefndu 0,5 prósent Þorleif Gunnarson, oddvita Dögunar.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Sjá meira