Læra að teikna drauma sína Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. apríl 2014 14:00 „Það er ekki nóg að vera klár að teikna, það þarf líka að búa til söguna,“ segir Guðríður. Fréttablaðið/Pjetur „Ef maður ætlar að verða góður myndasöguhöfundur þarf eflaust meiri æfingu en tveggja tíma námskeið en finnski myndasögusmiðurinn Petri Koikkalainen ætlar að kenna krökkum undirstöðuatriðin í dag milli klukkan hálffjögur og hálfsex,“ segir Guðríður Sigurbjörnsdóttir, verkefnisstjóri í Borgarbókasafninu, aðalsafni. Námskeiðið ber yfirskriftina Draumasmiðja en að sögn Guðríðar verður lögð áhersla á að kenna börnum að láta drauma sína verða að myndasögum og til þess fá þau verkfæri á staðnum. „Hann Petri ætlar að sýna þeim hvernig þau gera teikningu að myndasögu. Það er ekki nóg að vera klár að teikna, það þarf líka að búa til söguna.“ En hvaða tungumál talar Petri Koikkalainen? „Hann talar ensku,“ svarar Guðríður. „Svo er hún Kristín Arngrímsdóttir aðstoðarkona hjá honum og túlkur. Það er ekki ætlast til að þátttakendur kunni ensku en margir krakkar eru reyndar mjög klárir í henni.“ Myndasögusmiðjan er í tengslum við norrænu myndasögusýninguna sem var opnuð á Borgarbókasafninu í Tryggvagötu 15 í gær. Þar eru verk níu listamanna frá Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum, þau eru öll í myndasögutímaritinu Dreambuddies – new children's comics from the north. Smiðjan hentar börnum á aldrinum níu til tólf ára en takmarkaður aðgangur er að henni og því er nauðsynlegt að skrá sig hjá thorbjorg.karlsdottir@reykjavik.is. Viðburðurinn er hluti af barnamenningarhátíðinni. Dagskrá hennar má sjá hér. Menning Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Ef maður ætlar að verða góður myndasöguhöfundur þarf eflaust meiri æfingu en tveggja tíma námskeið en finnski myndasögusmiðurinn Petri Koikkalainen ætlar að kenna krökkum undirstöðuatriðin í dag milli klukkan hálffjögur og hálfsex,“ segir Guðríður Sigurbjörnsdóttir, verkefnisstjóri í Borgarbókasafninu, aðalsafni. Námskeiðið ber yfirskriftina Draumasmiðja en að sögn Guðríðar verður lögð áhersla á að kenna börnum að láta drauma sína verða að myndasögum og til þess fá þau verkfæri á staðnum. „Hann Petri ætlar að sýna þeim hvernig þau gera teikningu að myndasögu. Það er ekki nóg að vera klár að teikna, það þarf líka að búa til söguna.“ En hvaða tungumál talar Petri Koikkalainen? „Hann talar ensku,“ svarar Guðríður. „Svo er hún Kristín Arngrímsdóttir aðstoðarkona hjá honum og túlkur. Það er ekki ætlast til að þátttakendur kunni ensku en margir krakkar eru reyndar mjög klárir í henni.“ Myndasögusmiðjan er í tengslum við norrænu myndasögusýninguna sem var opnuð á Borgarbókasafninu í Tryggvagötu 15 í gær. Þar eru verk níu listamanna frá Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum, þau eru öll í myndasögutímaritinu Dreambuddies – new children's comics from the north. Smiðjan hentar börnum á aldrinum níu til tólf ára en takmarkaður aðgangur er að henni og því er nauðsynlegt að skrá sig hjá thorbjorg.karlsdottir@reykjavik.is. Viðburðurinn er hluti af barnamenningarhátíðinni. Dagskrá hennar má sjá hér.
Menning Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira