Læra að teikna drauma sína Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. apríl 2014 14:00 „Það er ekki nóg að vera klár að teikna, það þarf líka að búa til söguna,“ segir Guðríður. Fréttablaðið/Pjetur „Ef maður ætlar að verða góður myndasöguhöfundur þarf eflaust meiri æfingu en tveggja tíma námskeið en finnski myndasögusmiðurinn Petri Koikkalainen ætlar að kenna krökkum undirstöðuatriðin í dag milli klukkan hálffjögur og hálfsex,“ segir Guðríður Sigurbjörnsdóttir, verkefnisstjóri í Borgarbókasafninu, aðalsafni. Námskeiðið ber yfirskriftina Draumasmiðja en að sögn Guðríðar verður lögð áhersla á að kenna börnum að láta drauma sína verða að myndasögum og til þess fá þau verkfæri á staðnum. „Hann Petri ætlar að sýna þeim hvernig þau gera teikningu að myndasögu. Það er ekki nóg að vera klár að teikna, það þarf líka að búa til söguna.“ En hvaða tungumál talar Petri Koikkalainen? „Hann talar ensku,“ svarar Guðríður. „Svo er hún Kristín Arngrímsdóttir aðstoðarkona hjá honum og túlkur. Það er ekki ætlast til að þátttakendur kunni ensku en margir krakkar eru reyndar mjög klárir í henni.“ Myndasögusmiðjan er í tengslum við norrænu myndasögusýninguna sem var opnuð á Borgarbókasafninu í Tryggvagötu 15 í gær. Þar eru verk níu listamanna frá Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum, þau eru öll í myndasögutímaritinu Dreambuddies – new children's comics from the north. Smiðjan hentar börnum á aldrinum níu til tólf ára en takmarkaður aðgangur er að henni og því er nauðsynlegt að skrá sig hjá thorbjorg.karlsdottir@reykjavik.is. Viðburðurinn er hluti af barnamenningarhátíðinni. Dagskrá hennar má sjá hér. Menning Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Ef maður ætlar að verða góður myndasöguhöfundur þarf eflaust meiri æfingu en tveggja tíma námskeið en finnski myndasögusmiðurinn Petri Koikkalainen ætlar að kenna krökkum undirstöðuatriðin í dag milli klukkan hálffjögur og hálfsex,“ segir Guðríður Sigurbjörnsdóttir, verkefnisstjóri í Borgarbókasafninu, aðalsafni. Námskeiðið ber yfirskriftina Draumasmiðja en að sögn Guðríðar verður lögð áhersla á að kenna börnum að láta drauma sína verða að myndasögum og til þess fá þau verkfæri á staðnum. „Hann Petri ætlar að sýna þeim hvernig þau gera teikningu að myndasögu. Það er ekki nóg að vera klár að teikna, það þarf líka að búa til söguna.“ En hvaða tungumál talar Petri Koikkalainen? „Hann talar ensku,“ svarar Guðríður. „Svo er hún Kristín Arngrímsdóttir aðstoðarkona hjá honum og túlkur. Það er ekki ætlast til að þátttakendur kunni ensku en margir krakkar eru reyndar mjög klárir í henni.“ Myndasögusmiðjan er í tengslum við norrænu myndasögusýninguna sem var opnuð á Borgarbókasafninu í Tryggvagötu 15 í gær. Þar eru verk níu listamanna frá Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum, þau eru öll í myndasögutímaritinu Dreambuddies – new children's comics from the north. Smiðjan hentar börnum á aldrinum níu til tólf ára en takmarkaður aðgangur er að henni og því er nauðsynlegt að skrá sig hjá thorbjorg.karlsdottir@reykjavik.is. Viðburðurinn er hluti af barnamenningarhátíðinni. Dagskrá hennar má sjá hér.
Menning Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira