Lögreglumaður, lögmaður og símamaður handteknir Andri Ólafsson og Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 29. apríl 2014 07:00 Starfsmanni Nova hefur verið sagt upp störfum vegna málsins. Starfsmanni fjarskiptafyrirtækisins Nova hefur verið vikið frá störfum vegna gruns um að hafa misnotað aðstöðu sína hjá fyrirtækinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er starfsmaðurinn grunaður um að hafa farið í fjarskiptagögn Nova og er rannsókn hafin hjá lögreglu á því hvort og þá hvernig hann hafi dreift gögnunum. „Við töldum okkur ekki stætt á öðru en að segja honum upp,“ segir Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, í samtali við Fréttablaðið. Hún staðfestir að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða. „Ekkert á þessari stundu bendir til þess að brot hafi átt sér stað en lögreglan fer með rannsókn málsins,“ segir Liv. Málið tengist rannsókn lögreglu á broti lögreglumanns vegna uppflettingar og meðferðar á upplýsingum úr upplýsingakerfi lögreglunnar (LÖKE). Báðir mennirnir voru handteknir skömmu fyrir páska ásamt þriðja manni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er sá starfsmaður lögfræðistofu á höfuðborgarsvæðinu og er grunaður um að hafa móttekið hinar illa fengnu upplýsingar. Lögfræðingurinn er í tímabundnu leyfi frá störfum meðan málið er til rannsóknar. Allir mennirnir þrír, sem eru vinir, hafa réttarstöðu sakborninga við rannsókn lögregluyfirvalda. Í tilkynningu frá ríkissaksóknara segir að embættið hafi mál lögreglumannsins til rannsóknar á grundvelli lögreglulaga en sú rannsókn lýtur einkum að ætluðum brotum á ákvæðum almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi. Rannsókn lögreglu á hinum mönnunum tveimur lýtur að brotum á fjarskiptalögum. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum aðstoðar við rannsókn málsins. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins eru brot mannanna nokkurra ára gömul en voru ekki kærð fyrr en nýlega. Enginn hinna grunuðu né lögmenn þeirra vildu tjá sig þegar eftir því var leitað. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Starfsmanni fjarskiptafyrirtækisins Nova hefur verið vikið frá störfum vegna gruns um að hafa misnotað aðstöðu sína hjá fyrirtækinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er starfsmaðurinn grunaður um að hafa farið í fjarskiptagögn Nova og er rannsókn hafin hjá lögreglu á því hvort og þá hvernig hann hafi dreift gögnunum. „Við töldum okkur ekki stætt á öðru en að segja honum upp,“ segir Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, í samtali við Fréttablaðið. Hún staðfestir að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða. „Ekkert á þessari stundu bendir til þess að brot hafi átt sér stað en lögreglan fer með rannsókn málsins,“ segir Liv. Málið tengist rannsókn lögreglu á broti lögreglumanns vegna uppflettingar og meðferðar á upplýsingum úr upplýsingakerfi lögreglunnar (LÖKE). Báðir mennirnir voru handteknir skömmu fyrir páska ásamt þriðja manni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er sá starfsmaður lögfræðistofu á höfuðborgarsvæðinu og er grunaður um að hafa móttekið hinar illa fengnu upplýsingar. Lögfræðingurinn er í tímabundnu leyfi frá störfum meðan málið er til rannsóknar. Allir mennirnir þrír, sem eru vinir, hafa réttarstöðu sakborninga við rannsókn lögregluyfirvalda. Í tilkynningu frá ríkissaksóknara segir að embættið hafi mál lögreglumannsins til rannsóknar á grundvelli lögreglulaga en sú rannsókn lýtur einkum að ætluðum brotum á ákvæðum almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi. Rannsókn lögreglu á hinum mönnunum tveimur lýtur að brotum á fjarskiptalögum. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum aðstoðar við rannsókn málsins. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins eru brot mannanna nokkurra ára gömul en voru ekki kærð fyrr en nýlega. Enginn hinna grunuðu né lögmenn þeirra vildu tjá sig þegar eftir því var leitað.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira