Almenn sátt um óbreytt ástand Friðrika Benónýsdóttir skrifar 28. apríl 2014 10:00 Fimm vikum fyrir kjördag í sveitarstjórnarkosningum fer lítið fyrir kosningabaráttu flokkanna í Reykjavík. Það virðist ríkja nokkuð almenn ánægja með núverandi meirihluta og vandræðagangur Framsóknarmanna við að berja saman frambærilegan lista vekur frekar vorkunn en áhuga. Meirihluti Reykvíkinga vill að Dagur B. Eggertsson taki við borgarstjórastólnum af Jóni Gnarr og til þess að svo megi verða virðist alls konar fólk tilbúið til að kjósa Samfylkinguna, þótt það hafi ekki gert það áður. Óbreytt ástand virðist vera efst á óskalista reykvískra kjósenda sem bendir til að öllum að óvörum hafi stórsigur Besta flokksins í síðustu kosningum ekki verið bundinn við persónufylgi Jóns Gnarr og uppreisn gegn ríkjandi flokkakerfi heldur krafa um nýja nálgun á borgarmálefnin, krafa sem flokkurinn tók alvarlega og stóð undir, sem skilar sér í góðri stöðu hans – eða afsprengis hans undir nafni Bjartrar framtíðar – þegar gengið er til kosninga fjórum árum síðar. Fylgi flokka í sveitarstjórnarkosningum er kannski ekki raunhæfur mælikvarði á fylgi þeirra í alþingiskosningum, þar sem ákveðin málefni skipta oft meira máli en stjórnmálaskoðanir í vali á þeim sem í borgar- og bæjarstjórnum sitja, en engu að síður hlýtur staðan í skoðanakönnunum að vera ríkisstjórnarflokkunum áhyggjuefni. Ári eftir stórsigur Framsóknarflokksins í kosningum til Alþingis mælist hann með á bilinu tveggja til þriggja prósenta fylgi í Reykjavík og þótt forystusauður listans, Óskar Bergsson, hafi stigið til hliðar og tekið á sig sökina á fylgisskortinum þá virðist ekki líklegt að nýr listi nái að hífa fylgið mikið upp, allra síst þar sem fullkomin óeining virðist ríkja innan flokksins um það hvernig hann eigi að vera skipaður. Það er ekki traustvekjandi fyrir kjósendur að korteri í kjördag standi enn yfir æðisgengin leit að frambærilegum kandídat til að leiða flokk forsætisráðherra í kosningum til borgarstjórnar. Í herbúðum Sjálfstæðismanna er ástandið heldur ekkert glæsilegt en kosningabarátta þeirra hefur verið nánast ósýnileg hinum almenna kjósenda og ekki líkur á að það breytist mikið á þessum fimm vikum. Þeir geta reiknað með sínu tuttugu og fimm prósenta fylgi og miðað við hversu lítið ber á frambjóðendum þeirra virðast þeir ekki einu sinni ætla að reyna að höfða til fleiri kjósenda. Það er einhver máttleysislegur uppgjafarbragur á allri framgöngu Sjálfstæðismanna í aðdraganda borgarstjórnarkosninga, enda alvarlegri mál að hafa áhyggjur af með stofnun nýs hægri flokks hangandi yfir hausamótunum flokksins. Það eru því allar líkur á að Reykvíkingar búi áfram við stjórn Samfylkingar og Besta flokksins/Bjartrar framtíðar næstu fjögur árin, enda bendir nákvæmlega ekkert til þess að meirihluti borgarbúa hafi áhuga á að breyta þeirri skipan mála. Það hlýtur að teljast nokkuð eindreginn sigur sprellframboðsins frá því fyrir fjórum árum og þeir sem hæst höfðu um hversu lélegt það grín væri sitja nú eftir með sárt ennið og eru sjálfir stærsti brandarinn. Það er nefnilega merkilegt hvað grínið er orðið alvarlegt og alvaran mikið grín.Viltu koma skoðun á framfæri í aðdraganda kosninga? Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi í þokkalegri upplausn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Fimm vikum fyrir kjördag í sveitarstjórnarkosningum fer lítið fyrir kosningabaráttu flokkanna í Reykjavík. Það virðist ríkja nokkuð almenn ánægja með núverandi meirihluta og vandræðagangur Framsóknarmanna við að berja saman frambærilegan lista vekur frekar vorkunn en áhuga. Meirihluti Reykvíkinga vill að Dagur B. Eggertsson taki við borgarstjórastólnum af Jóni Gnarr og til þess að svo megi verða virðist alls konar fólk tilbúið til að kjósa Samfylkinguna, þótt það hafi ekki gert það áður. Óbreytt ástand virðist vera efst á óskalista reykvískra kjósenda sem bendir til að öllum að óvörum hafi stórsigur Besta flokksins í síðustu kosningum ekki verið bundinn við persónufylgi Jóns Gnarr og uppreisn gegn ríkjandi flokkakerfi heldur krafa um nýja nálgun á borgarmálefnin, krafa sem flokkurinn tók alvarlega og stóð undir, sem skilar sér í góðri stöðu hans – eða afsprengis hans undir nafni Bjartrar framtíðar – þegar gengið er til kosninga fjórum árum síðar. Fylgi flokka í sveitarstjórnarkosningum er kannski ekki raunhæfur mælikvarði á fylgi þeirra í alþingiskosningum, þar sem ákveðin málefni skipta oft meira máli en stjórnmálaskoðanir í vali á þeim sem í borgar- og bæjarstjórnum sitja, en engu að síður hlýtur staðan í skoðanakönnunum að vera ríkisstjórnarflokkunum áhyggjuefni. Ári eftir stórsigur Framsóknarflokksins í kosningum til Alþingis mælist hann með á bilinu tveggja til þriggja prósenta fylgi í Reykjavík og þótt forystusauður listans, Óskar Bergsson, hafi stigið til hliðar og tekið á sig sökina á fylgisskortinum þá virðist ekki líklegt að nýr listi nái að hífa fylgið mikið upp, allra síst þar sem fullkomin óeining virðist ríkja innan flokksins um það hvernig hann eigi að vera skipaður. Það er ekki traustvekjandi fyrir kjósendur að korteri í kjördag standi enn yfir æðisgengin leit að frambærilegum kandídat til að leiða flokk forsætisráðherra í kosningum til borgarstjórnar. Í herbúðum Sjálfstæðismanna er ástandið heldur ekkert glæsilegt en kosningabarátta þeirra hefur verið nánast ósýnileg hinum almenna kjósenda og ekki líkur á að það breytist mikið á þessum fimm vikum. Þeir geta reiknað með sínu tuttugu og fimm prósenta fylgi og miðað við hversu lítið ber á frambjóðendum þeirra virðast þeir ekki einu sinni ætla að reyna að höfða til fleiri kjósenda. Það er einhver máttleysislegur uppgjafarbragur á allri framgöngu Sjálfstæðismanna í aðdraganda borgarstjórnarkosninga, enda alvarlegri mál að hafa áhyggjur af með stofnun nýs hægri flokks hangandi yfir hausamótunum flokksins. Það eru því allar líkur á að Reykvíkingar búi áfram við stjórn Samfylkingar og Besta flokksins/Bjartrar framtíðar næstu fjögur árin, enda bendir nákvæmlega ekkert til þess að meirihluti borgarbúa hafi áhuga á að breyta þeirri skipan mála. Það hlýtur að teljast nokkuð eindreginn sigur sprellframboðsins frá því fyrir fjórum árum og þeir sem hæst höfðu um hversu lélegt það grín væri sitja nú eftir með sárt ennið og eru sjálfir stærsti brandarinn. Það er nefnilega merkilegt hvað grínið er orðið alvarlegt og alvaran mikið grín.Viltu koma skoðun á framfæri í aðdraganda kosninga? Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi í þokkalegri upplausn.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun