Latibær á svið í Þjóðleikhúsinu Álfrún Pálsdóttir skrifar 19. apríl 2014 12:00 Rúnar Freyr leikstýrir uppfærslu Þjóðleikhússins á Latabæ sem verður frumsýnt í september. Tuttugu ár eru síðan Magnús Scheving hóf Latabæjarævintýrið með bókinni Áfram, Latibær. Vísir/Daníel „Þetta er mjög spennandi verkefni og það er mikið stuð framundan. Við verðum samt að vanda vel til verka enda um eitt þekktasta vörumerki Íslendinga að ræða,“ segir leikarinn Rúnar Freyr Gíslason en hann sest í leikstjórastólinn þegar Latibær verður settur á svið í Þjóðleikhúsinu. Verkið verður frumsýnt í september og sérstaklega samið í tilefni af stórafmæli Latabæjar. Í ár eru 20 ár frá því að Magnús Scheving skrifaði bókina „Áfram, Latibær“,sem markaði upphafið að Latabæjarævintýrinu. Sagan hefur áður verið sett upp, fyrir 17 árum í Loftkastalanum undir stjórn Baltasars Kormáks og árið 1999 í Þjóðleikhúsinu þar sem Sigurður Sigurjónsson leikstýrði en þá lék Rúnar Freyr einmitt Gogga Mega. „Ég er orðinn frekar tengdur Latabæ en ég hef talað fyrir Gogga Mega í öllum teiknimyndunum og svo hef ég þekkt Magga lengi. Þess vegna var ég ekki lengi að samþykkja þegar ég var beðinn um að taka þetta verkefni að mér,“ segir Rúnar Freyr og viðurkennir að hann hafi beðið Magga um að hoppa inn í hlutverk Íþróttaálfsins fyrir uppsetninguna. „Hann neitaði enda fimmtugur á árinu, þó að hann líti nú út fyrir að vera miklu yngri. Við ætlum að prufa nokkra stráka í hlutverkið.“Stefán Karl Stefánsson mun fara með hlutverk Glanna Glæps eins hann er þekktur fyrir en Stefán hefur túlkað illmennið í Latabæ frá upphafi. Rúnar Freyr hefur áður leikstýrt verkum á borð við Hárið í Austurbæ árið 2004, Gretti í Borgarleikhúsinu árið 2007 og Hellisbúann árið 2009. „Krakkar eru kröfuharður áhorfendahópur. Ég sé fram á að þetta verði fjörug uppfærsla full af tæknibrellum þar sem verður til dæmis lagt upp úr þátttöku áhorfenda. Latibær er mjög þekkt úti í heimi og við erum að hugsa um að geta sett verkið upp í útlöndum líka.“Leita að nýrri Sollu stirðu Sérstakar prufur verða haldnar fyrir ungar stúlkur á aldrinum 14 – 20 ára, til að finna nýja Sollu stirðu. Áður hefur Solla verið túlkuð af söng- og leikkonunni Selmu Björnsdóttur, Lindu Ásgeirsdóttur, oft kennd við Skoppu og Skrýtlu, og Unni Eggertsdóttur sem hefur m.a. sungið í forkeppni Eurovision og séð um sinn eigin sjónvarpsþátt. Þá hafa tvær stúlkur séð um að túlka Sollu Stirðu í sjónvarpsþáttunum; Julianna Rose Mauriello í fyrstu tveimur þáttaröðunum og Chloe Lang í þáttaröðum þrjú og fjögur. Áhugasamar stúlkur sendi ferilskrá með mynd á prufur@leikhusid.is. Þær stúlkur sem koma til álita fyrir hlutverkið verða boðaðar í prufur 28. og 29. apríl kl. 12-18. Eurovision Tengdar fréttir Ekkert stress fyrir fyrsta gigginu Hin unga hljómsveit Vio spilar fyrsta stóra giggið á Aldrei fór ég suður um helgina. 19. apríl 2014 10:00 Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira
„Þetta er mjög spennandi verkefni og það er mikið stuð framundan. Við verðum samt að vanda vel til verka enda um eitt þekktasta vörumerki Íslendinga að ræða,“ segir leikarinn Rúnar Freyr Gíslason en hann sest í leikstjórastólinn þegar Latibær verður settur á svið í Þjóðleikhúsinu. Verkið verður frumsýnt í september og sérstaklega samið í tilefni af stórafmæli Latabæjar. Í ár eru 20 ár frá því að Magnús Scheving skrifaði bókina „Áfram, Latibær“,sem markaði upphafið að Latabæjarævintýrinu. Sagan hefur áður verið sett upp, fyrir 17 árum í Loftkastalanum undir stjórn Baltasars Kormáks og árið 1999 í Þjóðleikhúsinu þar sem Sigurður Sigurjónsson leikstýrði en þá lék Rúnar Freyr einmitt Gogga Mega. „Ég er orðinn frekar tengdur Latabæ en ég hef talað fyrir Gogga Mega í öllum teiknimyndunum og svo hef ég þekkt Magga lengi. Þess vegna var ég ekki lengi að samþykkja þegar ég var beðinn um að taka þetta verkefni að mér,“ segir Rúnar Freyr og viðurkennir að hann hafi beðið Magga um að hoppa inn í hlutverk Íþróttaálfsins fyrir uppsetninguna. „Hann neitaði enda fimmtugur á árinu, þó að hann líti nú út fyrir að vera miklu yngri. Við ætlum að prufa nokkra stráka í hlutverkið.“Stefán Karl Stefánsson mun fara með hlutverk Glanna Glæps eins hann er þekktur fyrir en Stefán hefur túlkað illmennið í Latabæ frá upphafi. Rúnar Freyr hefur áður leikstýrt verkum á borð við Hárið í Austurbæ árið 2004, Gretti í Borgarleikhúsinu árið 2007 og Hellisbúann árið 2009. „Krakkar eru kröfuharður áhorfendahópur. Ég sé fram á að þetta verði fjörug uppfærsla full af tæknibrellum þar sem verður til dæmis lagt upp úr þátttöku áhorfenda. Latibær er mjög þekkt úti í heimi og við erum að hugsa um að geta sett verkið upp í útlöndum líka.“Leita að nýrri Sollu stirðu Sérstakar prufur verða haldnar fyrir ungar stúlkur á aldrinum 14 – 20 ára, til að finna nýja Sollu stirðu. Áður hefur Solla verið túlkuð af söng- og leikkonunni Selmu Björnsdóttur, Lindu Ásgeirsdóttur, oft kennd við Skoppu og Skrýtlu, og Unni Eggertsdóttur sem hefur m.a. sungið í forkeppni Eurovision og séð um sinn eigin sjónvarpsþátt. Þá hafa tvær stúlkur séð um að túlka Sollu Stirðu í sjónvarpsþáttunum; Julianna Rose Mauriello í fyrstu tveimur þáttaröðunum og Chloe Lang í þáttaröðum þrjú og fjögur. Áhugasamar stúlkur sendi ferilskrá með mynd á prufur@leikhusid.is. Þær stúlkur sem koma til álita fyrir hlutverkið verða boðaðar í prufur 28. og 29. apríl kl. 12-18.
Eurovision Tengdar fréttir Ekkert stress fyrir fyrsta gigginu Hin unga hljómsveit Vio spilar fyrsta stóra giggið á Aldrei fór ég suður um helgina. 19. apríl 2014 10:00 Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira
Ekkert stress fyrir fyrsta gigginu Hin unga hljómsveit Vio spilar fyrsta stóra giggið á Aldrei fór ég suður um helgina. 19. apríl 2014 10:00