Viðskipti erlent

Nasdaq sektar Danske Bank

Haraldur Guðmundsson skrifar
Fjárhirsla í Danske Bank.
Fjárhirsla í Danske Bank. Mynd/Danske Bank
Danske Bank þarf að greiða kauphöll Nasdaq OMX í Svíþjóð 500 þúsund sænskar krónur, jafnvirði 8,5 milljóna króna, í sekt vegna brots á lögum um hlutabréfaviðskipti.

Í fréttatilkynningu Nasdaq um málið segir að starfsmaður Danske Bank hafi hlotið áminningu fyrir tilraun til að hafa áhrif á hlutabréfaverð félags að nafni Astra Zeneca.

Starfsmaðurinn lagði ítrekað fram pantanir í bréf félagsins, dró þær til baka sekúndum síðar og sendi þannig misvísandi skilaboð til annarra markaðsaðila.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×