Dætur Hjördísar fara til Danmerkur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 16. apríl 2014 09:13 Dæmt var í málinu á föstudaginn síðastliðinn og mun Kim Laursen fá dætur sínar afhentar eftir sex vikur. vísir/stefán Kim Laursen, danskur barnsfaðir Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, vann mál gegn henni í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag og mun fá dætur þeirra þrjár afhentar eftir sex vikur. Kim og Hjördís hafa átt í áralangri forræðisdeilu vegna barnanna sem Kim hefur nú löglega forræðið yfir, en Hjördís hefur setið í gæsluvarðhaldi í Horsens í rúma tvo mánuði fyrir ólöglegt brottnám á börnunum frá Danmörku til Íslands síðastliðið sumar. Um miðjan mars lagði lögmaður Kims fram kröfu um að hann fengi dæturnar en danskur lögmaður Hjördísar sagði í viðtali við Fréttablaðið að hann vonaði að ný íslensk sálfræðiskýrsla kæmi í veg fyrir að börnin væru send aftur til Danmerkur. Aðstandendur Hjördísar segja dóminn mikið áfall fyrir Hjördísi. „Íslenska skýrslan, sem var unnin af sálfræðingi sem starfaði í mörg ár í Barnahúsi, var greinilega ekki tekin til greina,“ segir aðstandandi Hjördísar. „En við fengum að vita að stelpurnar eigi að ganga til sálfræðings þar til þær fara til Danmerkur þar sem á að hjálpa þeim að hætta að vera hræddar við föður sinn. Þær eiga sem sagt að fara í aðlögun.“ Réttarhöld yfir Hjördísi verða í Horsens 26. og 30. apríl. Lögmaður Hjördísar í Danmörku, Thomas Berg, hefur verið vongóður um að hún fái sýknu þar sem búið er að opna lögreglurannsókn á þremur málum gegn Kim Laursen er varða vanrækslu og ofbeldi gagnvart börnunum. Hjördís Svan Tengdar fréttir Lokuð í klefa með klósetti og sjónvarpi Hjördís Svan Aðalheiðardóttir fékk sinn fyrsta gest í fangelsi í Horsens í Danmörku. Nefnd á vegum Evrópuþingsins hefur sent Dönum tvær kvartanir vegna handtöku Hjördísar. 22. febrúar 2014 07:00 Gæsluvarðhald framlengt en lögmaður bjartsýnn Hjördís Svan Aðalheiðardóttir verður í fjórar vikur í viðbót í gæsluvarðhaldi. Danskur lögmaður hennar segir ný gögn í málinu vekja bjartsýni. 10. mars 2014 07:00 Dönsk barnaverndaryfirvöld sögð vilhöll dönskum ríkisborgurum Umboðsmaður Hjördísar Svan kom fyrir nefnd á vegum Evrópuþingsins þar sem aðfinnslum við málsmeðferð í forræðisdeilu hennar og Kim Gram Laursen hennar var komið á framfæri. 11. febrúar 2014 21:55 Barnsfaðir Hjördísar Svan vill fá dæturnar afhentar Lögmaður Kims Laursen, barnsföður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, hefur lagt fram kröfu um að hann fái dætur þeirra afhentar. 25. mars 2014 07:30 Sýndu Hjördísi stuðning Boðað var til mótmæla í gær fyrir framan fangelsið þar sem Hjördís Svan Aðalheiðardóttir er í haldi. 17. febrúar 2014 08:00 Hjördís gæti fengið fjögurra ára fangelsisdóm Lögreglan í Horsens segir Hjördísi verða ákærða fyrir þrjú brot. 11. mars 2014 07:00 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Kim Laursen, danskur barnsfaðir Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, vann mál gegn henni í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag og mun fá dætur þeirra þrjár afhentar eftir sex vikur. Kim og Hjördís hafa átt í áralangri forræðisdeilu vegna barnanna sem Kim hefur nú löglega forræðið yfir, en Hjördís hefur setið í gæsluvarðhaldi í Horsens í rúma tvo mánuði fyrir ólöglegt brottnám á börnunum frá Danmörku til Íslands síðastliðið sumar. Um miðjan mars lagði lögmaður Kims fram kröfu um að hann fengi dæturnar en danskur lögmaður Hjördísar sagði í viðtali við Fréttablaðið að hann vonaði að ný íslensk sálfræðiskýrsla kæmi í veg fyrir að börnin væru send aftur til Danmerkur. Aðstandendur Hjördísar segja dóminn mikið áfall fyrir Hjördísi. „Íslenska skýrslan, sem var unnin af sálfræðingi sem starfaði í mörg ár í Barnahúsi, var greinilega ekki tekin til greina,“ segir aðstandandi Hjördísar. „En við fengum að vita að stelpurnar eigi að ganga til sálfræðings þar til þær fara til Danmerkur þar sem á að hjálpa þeim að hætta að vera hræddar við föður sinn. Þær eiga sem sagt að fara í aðlögun.“ Réttarhöld yfir Hjördísi verða í Horsens 26. og 30. apríl. Lögmaður Hjördísar í Danmörku, Thomas Berg, hefur verið vongóður um að hún fái sýknu þar sem búið er að opna lögreglurannsókn á þremur málum gegn Kim Laursen er varða vanrækslu og ofbeldi gagnvart börnunum.
Hjördís Svan Tengdar fréttir Lokuð í klefa með klósetti og sjónvarpi Hjördís Svan Aðalheiðardóttir fékk sinn fyrsta gest í fangelsi í Horsens í Danmörku. Nefnd á vegum Evrópuþingsins hefur sent Dönum tvær kvartanir vegna handtöku Hjördísar. 22. febrúar 2014 07:00 Gæsluvarðhald framlengt en lögmaður bjartsýnn Hjördís Svan Aðalheiðardóttir verður í fjórar vikur í viðbót í gæsluvarðhaldi. Danskur lögmaður hennar segir ný gögn í málinu vekja bjartsýni. 10. mars 2014 07:00 Dönsk barnaverndaryfirvöld sögð vilhöll dönskum ríkisborgurum Umboðsmaður Hjördísar Svan kom fyrir nefnd á vegum Evrópuþingsins þar sem aðfinnslum við málsmeðferð í forræðisdeilu hennar og Kim Gram Laursen hennar var komið á framfæri. 11. febrúar 2014 21:55 Barnsfaðir Hjördísar Svan vill fá dæturnar afhentar Lögmaður Kims Laursen, barnsföður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, hefur lagt fram kröfu um að hann fái dætur þeirra afhentar. 25. mars 2014 07:30 Sýndu Hjördísi stuðning Boðað var til mótmæla í gær fyrir framan fangelsið þar sem Hjördís Svan Aðalheiðardóttir er í haldi. 17. febrúar 2014 08:00 Hjördís gæti fengið fjögurra ára fangelsisdóm Lögreglan í Horsens segir Hjördísi verða ákærða fyrir þrjú brot. 11. mars 2014 07:00 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Lokuð í klefa með klósetti og sjónvarpi Hjördís Svan Aðalheiðardóttir fékk sinn fyrsta gest í fangelsi í Horsens í Danmörku. Nefnd á vegum Evrópuþingsins hefur sent Dönum tvær kvartanir vegna handtöku Hjördísar. 22. febrúar 2014 07:00
Gæsluvarðhald framlengt en lögmaður bjartsýnn Hjördís Svan Aðalheiðardóttir verður í fjórar vikur í viðbót í gæsluvarðhaldi. Danskur lögmaður hennar segir ný gögn í málinu vekja bjartsýni. 10. mars 2014 07:00
Dönsk barnaverndaryfirvöld sögð vilhöll dönskum ríkisborgurum Umboðsmaður Hjördísar Svan kom fyrir nefnd á vegum Evrópuþingsins þar sem aðfinnslum við málsmeðferð í forræðisdeilu hennar og Kim Gram Laursen hennar var komið á framfæri. 11. febrúar 2014 21:55
Barnsfaðir Hjördísar Svan vill fá dæturnar afhentar Lögmaður Kims Laursen, barnsföður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, hefur lagt fram kröfu um að hann fái dætur þeirra afhentar. 25. mars 2014 07:30
Sýndu Hjördísi stuðning Boðað var til mótmæla í gær fyrir framan fangelsið þar sem Hjördís Svan Aðalheiðardóttir er í haldi. 17. febrúar 2014 08:00
Hjördís gæti fengið fjögurra ára fangelsisdóm Lögreglan í Horsens segir Hjördísi verða ákærða fyrir þrjú brot. 11. mars 2014 07:00