Sýndu ekki Keflavíkurhjartað sem ég vildi sjá Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. apríl 2014 06:00 Farinn. Andy Johnston þjálfar Keflavík ekki næsta vetur. Fréttablaðið/Daníel „Andy vildi ekki vera annað tímabil en ég held það sé bara best að hann svari því sjálfur af hverju það er.,“ segir Falur Harðarson, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur um bandaríska þjálfarann Andy Johnston sem yfirgaf félagið eftir tímabilið. Johnston samdi til tveggja ára síðasta sumar en en eins og tíðkast var hann uppsegjanlegur af beggja hálfu eftir fyrra árið. „Við vorum ekkert búnir að taka ákvörðun okkar megin þar sem hann var fyrri til. Við vorum ennþá að jafna okkur á sjokkinu þegar hann tók þessa ákvörðun. Sjokkið sem Falur talar um er hörmungin sem Keflavík gekk í gegnum undir lok tímabilsins. Eftir frábæra frammistöðu á fyrri parti tímabils þar sem allt gekk upp hrundi spilamennska bæði kvenna- og karlaliðsins. Það náði svo hámarki í úrslitakeppninni þar sem báðum liðum var sópað út í fyrstu umferð. „Þetta er eitthvað sem við höfum ekki upplifað áður og var alveg rosalega skrítið því það liðu aðeins nokkrir dagar frá því að við vorum að spila um efsta sætið við KR og þangað til við erum dottnir út, 3-0,“ segir Falur. Háværir orðrómar voru uppi um að leikmenn Keflavíkur væru orðnir verulega þreyttir á Johnston en Falur vísar því á bug. „Nei, ég upplifði það ekki þannig. Svo er ég ekki hrifinn af orðinu á götunni. Það væri fásinna að segja þetta væri einhver einn hlutur sem gerðist. Það sem gerðist var samspil margra þátta.“ Falur var engu að síður óánægður með karlaliðið og hvernig það lét liðið í sjöunda sæti sópa sér í sumarfrí. „Þetta lið sýndi ekki það Keflavíkurhjarta sem ég og fleiri hefðum viljað sjá,“ segir Falur en leit að nýjum þjálfara er hafin. „Hún er farin í gang en það er ekkert meira en það.“ Eftir það sem gerðist með Johnston, kemur til greina að ráða annan útlending eða mann sem stendur fyrir utan félagið? „Það hlýtur allt að koma til greina. Allt annað væri vitleysa segi ég. En við erum bara ekki komnir svo langt,“ segir Falur. Aðspurður að lokum hvort tilraunin með Johnston hafi verið mistök segir Falur svo ekki vera. „Mér finnst það ekki. Maður lærir svo lengi sem maður lifir.“ Dominos-deild karla Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Haukar | Reyna að halda í við toppliðið og mæta meisturunum í kvöld Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Sjá meira
„Andy vildi ekki vera annað tímabil en ég held það sé bara best að hann svari því sjálfur af hverju það er.,“ segir Falur Harðarson, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur um bandaríska þjálfarann Andy Johnston sem yfirgaf félagið eftir tímabilið. Johnston samdi til tveggja ára síðasta sumar en en eins og tíðkast var hann uppsegjanlegur af beggja hálfu eftir fyrra árið. „Við vorum ekkert búnir að taka ákvörðun okkar megin þar sem hann var fyrri til. Við vorum ennþá að jafna okkur á sjokkinu þegar hann tók þessa ákvörðun. Sjokkið sem Falur talar um er hörmungin sem Keflavík gekk í gegnum undir lok tímabilsins. Eftir frábæra frammistöðu á fyrri parti tímabils þar sem allt gekk upp hrundi spilamennska bæði kvenna- og karlaliðsins. Það náði svo hámarki í úrslitakeppninni þar sem báðum liðum var sópað út í fyrstu umferð. „Þetta er eitthvað sem við höfum ekki upplifað áður og var alveg rosalega skrítið því það liðu aðeins nokkrir dagar frá því að við vorum að spila um efsta sætið við KR og þangað til við erum dottnir út, 3-0,“ segir Falur. Háværir orðrómar voru uppi um að leikmenn Keflavíkur væru orðnir verulega þreyttir á Johnston en Falur vísar því á bug. „Nei, ég upplifði það ekki þannig. Svo er ég ekki hrifinn af orðinu á götunni. Það væri fásinna að segja þetta væri einhver einn hlutur sem gerðist. Það sem gerðist var samspil margra þátta.“ Falur var engu að síður óánægður með karlaliðið og hvernig það lét liðið í sjöunda sæti sópa sér í sumarfrí. „Þetta lið sýndi ekki það Keflavíkurhjarta sem ég og fleiri hefðum viljað sjá,“ segir Falur en leit að nýjum þjálfara er hafin. „Hún er farin í gang en það er ekkert meira en það.“ Eftir það sem gerðist með Johnston, kemur til greina að ráða annan útlending eða mann sem stendur fyrir utan félagið? „Það hlýtur allt að koma til greina. Allt annað væri vitleysa segi ég. En við erum bara ekki komnir svo langt,“ segir Falur. Aðspurður að lokum hvort tilraunin með Johnston hafi verið mistök segir Falur svo ekki vera. „Mér finnst það ekki. Maður lærir svo lengi sem maður lifir.“
Dominos-deild karla Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Haukar | Reyna að halda í við toppliðið og mæta meisturunum í kvöld Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Sjá meira