Ólsen-ólsen upp á peninga Mikael Torfason skrifar 7. apríl 2014 06:00 Willum Þór Þórsson knattspyrnuþjálfari er nýr á þingi en hann lagði í síðustu viku fram frumvarp sem miðar að því að lögleiða fjárhættuspil á Íslandi. Willum talar í þessu samhengi um svokallaðar spilahallir, sem flest okkar þekkja reyndar sem spilavíti, og í raun ekkert að því að nota það góða íslenska orð því þetta eru víti vissulega, fyrir suma. Það breytir samt ekki þeirri staðreynd að það er skynsamlegt að lögleiða fjárhættuspil og í raun glórulaust árið 2014 að láta sér detta í hug að íslenska ríkið geti bannað fólki að spila rassinn úr buxunum. Við rekum auðvitað ýmis spilavíti hér á landi. Það eru spilakassarnir en í þeim er hægt að tapa aleigunni og það er fullkomlega löglegt. Sömu sögu er að segja um önnur fjárhættuspil, eins og að veðja á íþróttaleiki hjá Íslenskri getspá. Svo spilum við Íslendingar Lottó og kaupum happadrættismiða. En við bönnum spilavítin, eða spilahallirnar, því löggjafinn sér svart þegar hann heyrir minnst á rúllettu eða póker. Eins og póker sé spil sem lúti einhverjum allt öðrum lögmálum en til dæmis ólsen-ólsen. Það er öðru nær og í raun lítið mál að tapa aleigunni við að spila ólsen-ólsen ef spilað er upp á peninga. Willum segir að frumvarpið hans sé meðal annars lagt fram sem liður í að auka fjölbreytni fyrir ferðamenn og að lögleiðingin yrði til þess að þeir myndu „skilja eftir meira af gjaldeyri í landinu.“ Þessi starfsemi á að skapa „tekjur og störf“ svo vitnað sé beint í orð Willums en hann hefur einnig bent á að hér á landi þrífist ólögleg spilavíti. Þessi umræða er því nokkuð lík umræðu um lögleiðingu fíkniefna. Við höfum staðið í stríði gegn fíkniefnum en þrjóskumst við þótt stríðið sé löngu tapað. Allir sem vilja útvega sér fíkniefni á Íslandi gera það auðveldlega með því að versla við stórhættuleg glæpagengi. Lögleiðing efnanna er eina skynsamlega leiðin í barráttunni gegn hinum svokallaða fíkniefnadjöfli sem eyðileggur líf svo margra. Íslenskir stjórnamálamenn hafa lengi verið hallir undir forræðishyggju. Hér var bjór bannaður þar til fyrir 25 árum því fólk átti að drekka pilsner og vodka. Fíkniefni á borð við kannabis er bannað því fólk á að drekka bjór og léttvín en ekki reykja hass eða maríjúana og rúlletta og póker er bannað því við eigum að standa fyrir framan spilakassa á bar eða kaupa lottómiða og veðja á tölur úr vél í stað þess að augu okkar elti kúlu sem lendir á rauðum eða svörtum. Þetta er nú meiri vitleysan. Í raun hefur bann gegn spilavítum aldrei verið jafnvitlaust og nú. Á tímum internetsins er ómögulegt að koma í veg fyrir að Íslendingar spili rúllettu hér á landi. Allir sem eiga tölvu og hafa aðgang að nettengingu geta nú sest fyrir framan tölvuna sína og haft aðgang að sýndarspilavítum. Þar er ekkert eftirlit og íslenska ríkið hefur af því engar skatttekjur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Skoðun Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Willum Þór Þórsson knattspyrnuþjálfari er nýr á þingi en hann lagði í síðustu viku fram frumvarp sem miðar að því að lögleiða fjárhættuspil á Íslandi. Willum talar í þessu samhengi um svokallaðar spilahallir, sem flest okkar þekkja reyndar sem spilavíti, og í raun ekkert að því að nota það góða íslenska orð því þetta eru víti vissulega, fyrir suma. Það breytir samt ekki þeirri staðreynd að það er skynsamlegt að lögleiða fjárhættuspil og í raun glórulaust árið 2014 að láta sér detta í hug að íslenska ríkið geti bannað fólki að spila rassinn úr buxunum. Við rekum auðvitað ýmis spilavíti hér á landi. Það eru spilakassarnir en í þeim er hægt að tapa aleigunni og það er fullkomlega löglegt. Sömu sögu er að segja um önnur fjárhættuspil, eins og að veðja á íþróttaleiki hjá Íslenskri getspá. Svo spilum við Íslendingar Lottó og kaupum happadrættismiða. En við bönnum spilavítin, eða spilahallirnar, því löggjafinn sér svart þegar hann heyrir minnst á rúllettu eða póker. Eins og póker sé spil sem lúti einhverjum allt öðrum lögmálum en til dæmis ólsen-ólsen. Það er öðru nær og í raun lítið mál að tapa aleigunni við að spila ólsen-ólsen ef spilað er upp á peninga. Willum segir að frumvarpið hans sé meðal annars lagt fram sem liður í að auka fjölbreytni fyrir ferðamenn og að lögleiðingin yrði til þess að þeir myndu „skilja eftir meira af gjaldeyri í landinu.“ Þessi starfsemi á að skapa „tekjur og störf“ svo vitnað sé beint í orð Willums en hann hefur einnig bent á að hér á landi þrífist ólögleg spilavíti. Þessi umræða er því nokkuð lík umræðu um lögleiðingu fíkniefna. Við höfum staðið í stríði gegn fíkniefnum en þrjóskumst við þótt stríðið sé löngu tapað. Allir sem vilja útvega sér fíkniefni á Íslandi gera það auðveldlega með því að versla við stórhættuleg glæpagengi. Lögleiðing efnanna er eina skynsamlega leiðin í barráttunni gegn hinum svokallaða fíkniefnadjöfli sem eyðileggur líf svo margra. Íslenskir stjórnamálamenn hafa lengi verið hallir undir forræðishyggju. Hér var bjór bannaður þar til fyrir 25 árum því fólk átti að drekka pilsner og vodka. Fíkniefni á borð við kannabis er bannað því fólk á að drekka bjór og léttvín en ekki reykja hass eða maríjúana og rúlletta og póker er bannað því við eigum að standa fyrir framan spilakassa á bar eða kaupa lottómiða og veðja á tölur úr vél í stað þess að augu okkar elti kúlu sem lendir á rauðum eða svörtum. Þetta er nú meiri vitleysan. Í raun hefur bann gegn spilavítum aldrei verið jafnvitlaust og nú. Á tímum internetsins er ómögulegt að koma í veg fyrir að Íslendingar spili rúllettu hér á landi. Allir sem eiga tölvu og hafa aðgang að nettengingu geta nú sest fyrir framan tölvuna sína og haft aðgang að sýndarspilavítum. Þar er ekkert eftirlit og íslenska ríkið hefur af því engar skatttekjur.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun