Ólsen-ólsen upp á peninga Mikael Torfason skrifar 7. apríl 2014 06:00 Willum Þór Þórsson knattspyrnuþjálfari er nýr á þingi en hann lagði í síðustu viku fram frumvarp sem miðar að því að lögleiða fjárhættuspil á Íslandi. Willum talar í þessu samhengi um svokallaðar spilahallir, sem flest okkar þekkja reyndar sem spilavíti, og í raun ekkert að því að nota það góða íslenska orð því þetta eru víti vissulega, fyrir suma. Það breytir samt ekki þeirri staðreynd að það er skynsamlegt að lögleiða fjárhættuspil og í raun glórulaust árið 2014 að láta sér detta í hug að íslenska ríkið geti bannað fólki að spila rassinn úr buxunum. Við rekum auðvitað ýmis spilavíti hér á landi. Það eru spilakassarnir en í þeim er hægt að tapa aleigunni og það er fullkomlega löglegt. Sömu sögu er að segja um önnur fjárhættuspil, eins og að veðja á íþróttaleiki hjá Íslenskri getspá. Svo spilum við Íslendingar Lottó og kaupum happadrættismiða. En við bönnum spilavítin, eða spilahallirnar, því löggjafinn sér svart þegar hann heyrir minnst á rúllettu eða póker. Eins og póker sé spil sem lúti einhverjum allt öðrum lögmálum en til dæmis ólsen-ólsen. Það er öðru nær og í raun lítið mál að tapa aleigunni við að spila ólsen-ólsen ef spilað er upp á peninga. Willum segir að frumvarpið hans sé meðal annars lagt fram sem liður í að auka fjölbreytni fyrir ferðamenn og að lögleiðingin yrði til þess að þeir myndu „skilja eftir meira af gjaldeyri í landinu.“ Þessi starfsemi á að skapa „tekjur og störf“ svo vitnað sé beint í orð Willums en hann hefur einnig bent á að hér á landi þrífist ólögleg spilavíti. Þessi umræða er því nokkuð lík umræðu um lögleiðingu fíkniefna. Við höfum staðið í stríði gegn fíkniefnum en þrjóskumst við þótt stríðið sé löngu tapað. Allir sem vilja útvega sér fíkniefni á Íslandi gera það auðveldlega með því að versla við stórhættuleg glæpagengi. Lögleiðing efnanna er eina skynsamlega leiðin í barráttunni gegn hinum svokallaða fíkniefnadjöfli sem eyðileggur líf svo margra. Íslenskir stjórnamálamenn hafa lengi verið hallir undir forræðishyggju. Hér var bjór bannaður þar til fyrir 25 árum því fólk átti að drekka pilsner og vodka. Fíkniefni á borð við kannabis er bannað því fólk á að drekka bjór og léttvín en ekki reykja hass eða maríjúana og rúlletta og póker er bannað því við eigum að standa fyrir framan spilakassa á bar eða kaupa lottómiða og veðja á tölur úr vél í stað þess að augu okkar elti kúlu sem lendir á rauðum eða svörtum. Þetta er nú meiri vitleysan. Í raun hefur bann gegn spilavítum aldrei verið jafnvitlaust og nú. Á tímum internetsins er ómögulegt að koma í veg fyrir að Íslendingar spili rúllettu hér á landi. Allir sem eiga tölvu og hafa aðgang að nettengingu geta nú sest fyrir framan tölvuna sína og haft aðgang að sýndarspilavítum. Þar er ekkert eftirlit og íslenska ríkið hefur af því engar skatttekjur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
Willum Þór Þórsson knattspyrnuþjálfari er nýr á þingi en hann lagði í síðustu viku fram frumvarp sem miðar að því að lögleiða fjárhættuspil á Íslandi. Willum talar í þessu samhengi um svokallaðar spilahallir, sem flest okkar þekkja reyndar sem spilavíti, og í raun ekkert að því að nota það góða íslenska orð því þetta eru víti vissulega, fyrir suma. Það breytir samt ekki þeirri staðreynd að það er skynsamlegt að lögleiða fjárhættuspil og í raun glórulaust árið 2014 að láta sér detta í hug að íslenska ríkið geti bannað fólki að spila rassinn úr buxunum. Við rekum auðvitað ýmis spilavíti hér á landi. Það eru spilakassarnir en í þeim er hægt að tapa aleigunni og það er fullkomlega löglegt. Sömu sögu er að segja um önnur fjárhættuspil, eins og að veðja á íþróttaleiki hjá Íslenskri getspá. Svo spilum við Íslendingar Lottó og kaupum happadrættismiða. En við bönnum spilavítin, eða spilahallirnar, því löggjafinn sér svart þegar hann heyrir minnst á rúllettu eða póker. Eins og póker sé spil sem lúti einhverjum allt öðrum lögmálum en til dæmis ólsen-ólsen. Það er öðru nær og í raun lítið mál að tapa aleigunni við að spila ólsen-ólsen ef spilað er upp á peninga. Willum segir að frumvarpið hans sé meðal annars lagt fram sem liður í að auka fjölbreytni fyrir ferðamenn og að lögleiðingin yrði til þess að þeir myndu „skilja eftir meira af gjaldeyri í landinu.“ Þessi starfsemi á að skapa „tekjur og störf“ svo vitnað sé beint í orð Willums en hann hefur einnig bent á að hér á landi þrífist ólögleg spilavíti. Þessi umræða er því nokkuð lík umræðu um lögleiðingu fíkniefna. Við höfum staðið í stríði gegn fíkniefnum en þrjóskumst við þótt stríðið sé löngu tapað. Allir sem vilja útvega sér fíkniefni á Íslandi gera það auðveldlega með því að versla við stórhættuleg glæpagengi. Lögleiðing efnanna er eina skynsamlega leiðin í barráttunni gegn hinum svokallaða fíkniefnadjöfli sem eyðileggur líf svo margra. Íslenskir stjórnamálamenn hafa lengi verið hallir undir forræðishyggju. Hér var bjór bannaður þar til fyrir 25 árum því fólk átti að drekka pilsner og vodka. Fíkniefni á borð við kannabis er bannað því fólk á að drekka bjór og léttvín en ekki reykja hass eða maríjúana og rúlletta og póker er bannað því við eigum að standa fyrir framan spilakassa á bar eða kaupa lottómiða og veðja á tölur úr vél í stað þess að augu okkar elti kúlu sem lendir á rauðum eða svörtum. Þetta er nú meiri vitleysan. Í raun hefur bann gegn spilavítum aldrei verið jafnvitlaust og nú. Á tímum internetsins er ómögulegt að koma í veg fyrir að Íslendingar spili rúllettu hér á landi. Allir sem eiga tölvu og hafa aðgang að nettengingu geta nú sest fyrir framan tölvuna sína og haft aðgang að sýndarspilavítum. Þar er ekkert eftirlit og íslenska ríkið hefur af því engar skatttekjur.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun