Pollapönk áfram Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 5. apríl 2014 12:00 Reynir Þór Eggertsson er viss um að Pollapönk komist upp úr forkeppni Eurovision og endi í einu af tíu efstu sætunum í aðalkeppninni. mynd/gva Dönsku- og íslenskukennarinn Reynir Þór Eggertsson hefur verið í verkfalli undanfarnar þrjár vikur. Hann býr yfir sérgáfu í Eurovision-söngvakeppninni og mætir til leiks í Eurovision-þættinum Alla leið á RÚV í kvöld.Hvað er það sem þú gerir alltaf um helgar? Ég reyni mitt besta til að sofa út og slaka á. Þegar Liverpool spilar í enskunni fylgist ég með því; stundum horfi ég á leikina eða bara fylgist með lýsingum á netinu. Oft þarf ég að fara yfir ritgerðir og önnur verkefni, en ég reyni að halda því í lágmarki. Svo hitti ég fjölskyldu og vini, fer í partí eða út á lífið. Oft fer ég líka í sumarbústað fjölskyldunnar. Hvað ætlar þú að gera sérstakt um þessa helgi? Ég vona að verkfallið klárist svo að ég geti byrjað að kenna eftir helgi. Ætli helgin fari þá ekki í undirbúning fyrir næstu viku. Það er ýmislegt sem þarf að gera á þeim stutta tíma sem er fram að prófum. Ef ekki hefur leyst úr verkfallinu verður helgin jafn skrítin og undanfarnar vikur. Svo fer ég í fermingarveislu á sunnudaginn, en ætli gjöfin fari ekki eftir stöðu mála í kjaradeilunni, svo að fermingarbarnið hlýtur að vonast eftir samningum!Hvar finnst þér best að vera um helgar? Í sumarbústað sem foreldrar mínir eiga í sameiningu með Elsu móðursystur minni og hennar manni. Bústaðurinn er norður í Hrútafirði, í landi Mela, og stendur við stórkostlegt árgljúfur. Þar getur orðið kalt á veturna en á sumrin myndast þar algjör pottur í skjólinu sunnan við húsið svo að freknukall eins og ég verður stöðugt að bera á sig vörn. Vakirðu lengur um helgar og þá við hvað? Ég vaki yfirleitt lengi um helgar. Stundum horfi ég á sjónvarp með vinum eða spjalla, stundum vaki ég við lestur eða er á netinu. Svo fer ég líka stundum á djammið. Og kemur fyrir að ég fari yfir ritgerðir fram á nótt. Ertu árrisull eða sefur út um helgar? Ég sef út, nema nauðsynlegt sé að vakna snemma. Hver er draumamorgunverðurinn? Spælt egg, steiktir sveppir og franskt horn.Hvernig er dæmigert laugardagskvöld í þínu lífi? Ég sit og spjalla við vini og/eða horfi á sjónvarp. Í kvöld hefst Alla leið í sjónvarpinu og þá er ég auðvitað límdur við skjáinn að dást að eigin fegurð og visku. Ertu með nammidag og hvert er uppáhaldssælgætið þitt? Eins og útlitið bendir til eru nammidagarnir heldur margir. Ég fæ árlega Mars-tarnir sem endast í nokkra daga, en besta sælgætið er líklega Galaxy Caramel. Hvað maularðu í sjónvarpssófanum? Mér finnst saltstangir voða góðar og svo er það súkkulaði.Heldurðu hvíldardaginn heilagan? Ef í því felst að hvílast eins og hægt er, þá er svarið já. Annars geri ég oft eitthvað sem flokkast undir vinnu á sunnudögum.Ferðu til kirkju eða hlustar á útvarpsmessuna á sunnudögum? Það er afar sjaldgæft. Hvað verður með sunnudagskaffinu og með hverjum drekkur þú það? Ég drekk ekki kaffi, en ætli fermingarveislan verði ekki sunnudagskaffið að sinni. Ég hlakka til að hitta fermingarbarnið og fjölskyldu hans, sem eru gamlir vinir. Þá er alltaf mikið hlegið.Til hvers eru helgarfrí, að þínu mati? Til að kúpla sig frá amstri hverdagsins og gera eitthvað allt annað en hina dagana. Ég vil gjarnan nota þau í slökun og ferðalög.Hvað ertu búinn að gera af þér í kennaraverkfallinu? Ég hef verið í kynningarnefnd fyrir Félag framhaldsskólakennara. Við höfum gefið út Verkfallspóstinn sem er daglegt fréttabréf. Þar fyrir utan sat ég aðalfund FF þar sem ég tók sæti í nýrri stjórn. Svo tókum við upp Alla leið í síðustu viku. Þannig að ég hef ekki setið auðum höndum, en síðasta vika hefur verið erfið, svona andlega.Hver vinnur Eurovision og hvernig mun Pollapönki vegna þegar út er komið? Margir spá Armeníu sigri, en ég vona að það verði Svíþjóð eða Ungverjaland – svona fyrirfram – og ætla að spá Ungverjum sigri. Pollapönk á eftir að standa sig með miklum sóma. Ég er viss um að þeir komast upp úr forkeppninni og þá ættu þeir að komast inn á topp 10. Þeir eru allavega í miklu uppáhaldi hjá mér! Eurovision Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira
Dönsku- og íslenskukennarinn Reynir Þór Eggertsson hefur verið í verkfalli undanfarnar þrjár vikur. Hann býr yfir sérgáfu í Eurovision-söngvakeppninni og mætir til leiks í Eurovision-þættinum Alla leið á RÚV í kvöld.Hvað er það sem þú gerir alltaf um helgar? Ég reyni mitt besta til að sofa út og slaka á. Þegar Liverpool spilar í enskunni fylgist ég með því; stundum horfi ég á leikina eða bara fylgist með lýsingum á netinu. Oft þarf ég að fara yfir ritgerðir og önnur verkefni, en ég reyni að halda því í lágmarki. Svo hitti ég fjölskyldu og vini, fer í partí eða út á lífið. Oft fer ég líka í sumarbústað fjölskyldunnar. Hvað ætlar þú að gera sérstakt um þessa helgi? Ég vona að verkfallið klárist svo að ég geti byrjað að kenna eftir helgi. Ætli helgin fari þá ekki í undirbúning fyrir næstu viku. Það er ýmislegt sem þarf að gera á þeim stutta tíma sem er fram að prófum. Ef ekki hefur leyst úr verkfallinu verður helgin jafn skrítin og undanfarnar vikur. Svo fer ég í fermingarveislu á sunnudaginn, en ætli gjöfin fari ekki eftir stöðu mála í kjaradeilunni, svo að fermingarbarnið hlýtur að vonast eftir samningum!Hvar finnst þér best að vera um helgar? Í sumarbústað sem foreldrar mínir eiga í sameiningu með Elsu móðursystur minni og hennar manni. Bústaðurinn er norður í Hrútafirði, í landi Mela, og stendur við stórkostlegt árgljúfur. Þar getur orðið kalt á veturna en á sumrin myndast þar algjör pottur í skjólinu sunnan við húsið svo að freknukall eins og ég verður stöðugt að bera á sig vörn. Vakirðu lengur um helgar og þá við hvað? Ég vaki yfirleitt lengi um helgar. Stundum horfi ég á sjónvarp með vinum eða spjalla, stundum vaki ég við lestur eða er á netinu. Svo fer ég líka stundum á djammið. Og kemur fyrir að ég fari yfir ritgerðir fram á nótt. Ertu árrisull eða sefur út um helgar? Ég sef út, nema nauðsynlegt sé að vakna snemma. Hver er draumamorgunverðurinn? Spælt egg, steiktir sveppir og franskt horn.Hvernig er dæmigert laugardagskvöld í þínu lífi? Ég sit og spjalla við vini og/eða horfi á sjónvarp. Í kvöld hefst Alla leið í sjónvarpinu og þá er ég auðvitað límdur við skjáinn að dást að eigin fegurð og visku. Ertu með nammidag og hvert er uppáhaldssælgætið þitt? Eins og útlitið bendir til eru nammidagarnir heldur margir. Ég fæ árlega Mars-tarnir sem endast í nokkra daga, en besta sælgætið er líklega Galaxy Caramel. Hvað maularðu í sjónvarpssófanum? Mér finnst saltstangir voða góðar og svo er það súkkulaði.Heldurðu hvíldardaginn heilagan? Ef í því felst að hvílast eins og hægt er, þá er svarið já. Annars geri ég oft eitthvað sem flokkast undir vinnu á sunnudögum.Ferðu til kirkju eða hlustar á útvarpsmessuna á sunnudögum? Það er afar sjaldgæft. Hvað verður með sunnudagskaffinu og með hverjum drekkur þú það? Ég drekk ekki kaffi, en ætli fermingarveislan verði ekki sunnudagskaffið að sinni. Ég hlakka til að hitta fermingarbarnið og fjölskyldu hans, sem eru gamlir vinir. Þá er alltaf mikið hlegið.Til hvers eru helgarfrí, að þínu mati? Til að kúpla sig frá amstri hverdagsins og gera eitthvað allt annað en hina dagana. Ég vil gjarnan nota þau í slökun og ferðalög.Hvað ertu búinn að gera af þér í kennaraverkfallinu? Ég hef verið í kynningarnefnd fyrir Félag framhaldsskólakennara. Við höfum gefið út Verkfallspóstinn sem er daglegt fréttabréf. Þar fyrir utan sat ég aðalfund FF þar sem ég tók sæti í nýrri stjórn. Svo tókum við upp Alla leið í síðustu viku. Þannig að ég hef ekki setið auðum höndum, en síðasta vika hefur verið erfið, svona andlega.Hver vinnur Eurovision og hvernig mun Pollapönki vegna þegar út er komið? Margir spá Armeníu sigri, en ég vona að það verði Svíþjóð eða Ungverjaland – svona fyrirfram – og ætla að spá Ungverjum sigri. Pollapönk á eftir að standa sig með miklum sóma. Ég er viss um að þeir komast upp úr forkeppninni og þá ættu þeir að komast inn á topp 10. Þeir eru allavega í miklu uppáhaldi hjá mér!
Eurovision Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira