Krónuspil Hildur Sverrisdóttir skrifar 5. apríl 2014 06:00 Ég hef ekki stundað spilavíti en ég ímynda mér að ef ég væri í Las Vegas væri það þannig að ég gengi að afgreiðslunni og skipti á dollurunum mínum fyrir spilapeninga. Fer svo að spila 21 og læt mig dreyma um að vera í svindlteymi þar sem við laumum að hvort öðru stöðunni á spilastokknum eins og í bókinni Bringing Down the House. Þrátt fyrir að vera í engu svindlteymi gengur mér vel í 21 og nota spilapeningana til að kaupa mér mat og drykk og bikiní. Áður en ég lalla mér út í sólina man ég að ég þarf að skipta þessum spilapeningum í gjaldmiðil sem tilveran utan spilavítisins samþykkir. Á Íslandi er staðan ekki ósvipuð. Fólk kemur til landsins með peninga og skiptir yfir í krónur sem það getur notað til að leika sér með og versla við innfædda á góðum kjörum, jafnvel hagnast eitthvað út af góðum dílum í gegnum Seðlabankann – the House. Nema munurinn á Íslandi og spilavítunum er að hér er miklum vandkvæðum bundið að skipta spilapeningunum aftur í dollara. Ef húsið vinnur ekki er fólki einfaldlega bannað að fara með dollarana sína. Ég játa að ég skil ekki alveg íslenska peningamálastefnu. Enn ruglaðri varð ég um daginn þegar ég reyndi að vega og meta þessa Auroracoins sem mér voru gefnir. Íslensk stjórnvöld vöruðu fólk við þessari nýju mynt. Eitthvað um að þetta sé óstöðugur gjaldmiðill og engin trygging fyrir að hann haldi verðgildi sínu. Hljómar reyndar kunnuglega. Við erum eðlilega skeptísk gagnvart því sem við skiljum ekki en kannski er þetta aðallega hræðsla við það sem er nýtt – því rétt upp hönd sem skilur krónuna. Nýtt frumvarp um spilavíti á Íslandi er líka gagnrýnt (þrátt fyrir að landið með spilapeningamyntina ætti í raun að vera Gósenland spilavítanna). Við höfum nefnilega líka tilhneigingu til að hræðast ekki bara það sem er óskiljanlegt eða nýtt, heldur einnig það sem einhverjir gætu mögulega meitt sig á. Hvað með börnin? Ég er með tillögu. Af hverju byrjum við ekki bara á að leyfa fjárhættuspil með Auroracoin? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun
Ég hef ekki stundað spilavíti en ég ímynda mér að ef ég væri í Las Vegas væri það þannig að ég gengi að afgreiðslunni og skipti á dollurunum mínum fyrir spilapeninga. Fer svo að spila 21 og læt mig dreyma um að vera í svindlteymi þar sem við laumum að hvort öðru stöðunni á spilastokknum eins og í bókinni Bringing Down the House. Þrátt fyrir að vera í engu svindlteymi gengur mér vel í 21 og nota spilapeningana til að kaupa mér mat og drykk og bikiní. Áður en ég lalla mér út í sólina man ég að ég þarf að skipta þessum spilapeningum í gjaldmiðil sem tilveran utan spilavítisins samþykkir. Á Íslandi er staðan ekki ósvipuð. Fólk kemur til landsins með peninga og skiptir yfir í krónur sem það getur notað til að leika sér með og versla við innfædda á góðum kjörum, jafnvel hagnast eitthvað út af góðum dílum í gegnum Seðlabankann – the House. Nema munurinn á Íslandi og spilavítunum er að hér er miklum vandkvæðum bundið að skipta spilapeningunum aftur í dollara. Ef húsið vinnur ekki er fólki einfaldlega bannað að fara með dollarana sína. Ég játa að ég skil ekki alveg íslenska peningamálastefnu. Enn ruglaðri varð ég um daginn þegar ég reyndi að vega og meta þessa Auroracoins sem mér voru gefnir. Íslensk stjórnvöld vöruðu fólk við þessari nýju mynt. Eitthvað um að þetta sé óstöðugur gjaldmiðill og engin trygging fyrir að hann haldi verðgildi sínu. Hljómar reyndar kunnuglega. Við erum eðlilega skeptísk gagnvart því sem við skiljum ekki en kannski er þetta aðallega hræðsla við það sem er nýtt – því rétt upp hönd sem skilur krónuna. Nýtt frumvarp um spilavíti á Íslandi er líka gagnrýnt (þrátt fyrir að landið með spilapeningamyntina ætti í raun að vera Gósenland spilavítanna). Við höfum nefnilega líka tilhneigingu til að hræðast ekki bara það sem er óskiljanlegt eða nýtt, heldur einnig það sem einhverjir gætu mögulega meitt sig á. Hvað með börnin? Ég er með tillögu. Af hverju byrjum við ekki bara á að leyfa fjárhættuspil með Auroracoin?