Rétt kom í veg fyrir tískuslys 4. apríl 2014 10:51 Harpa Einarsdóttir Vísir/GVA „Ég er enn þá að jafna mig,“ segir Harpa Einarsdóttir, fatahönnuður sem hannar undir nafninu Ziska, en hún varð fyrir því óláni að fatalínan hennar sem átti að sýna á Reykjavík Fashion Festival um síðustu helgi í Hörpu, barst ekki til landsins í tæka tíð. Fatalína hennar er framleidd á Indlandi. „Ég sendi allt tímanlega til verksmiðjunnar, en gjaldeyrishöftin urðu til þess að greiðslan barst ekki tímanlega. Þannig að verksmiðjan hóf ekki störf fyrr en viku fyrir sýningu sem er allt of seint,“ segir Harpa, sem dó þó ekki ráðalaus. „Þegar kom í ljós að þetta myndi ekki hafast, viku fyrir sýningu, þá tókum við Selma Ragnarsdóttir klæðskeri aldeilis við okkur. Það voru reyndar tíu flíkur sem voru gerðar hér heima, sem áttu að vera á móti því sem kom frá Indlandi, þannig að þær voru inni í sýningunni. Svo fylltum við bara upp í,“ segir Harpa og hlær. „Ég hafði náttúrulega engan tíma til að stílísera eitthvað sérstaklega. Við saumuðum allar nætur og til fjögur, nóttina fyrir sýningu. En það var margt gott sem kom út úr þessu, eins og til dæmis hvíti kjóllinn sem hefði aldrei orðið til ef þetta hefði ekki gerst,“ segir Harpa, en hvítur kjóll úr línu hennar vakti sérstaka athygli á sýningunni. „Við náðum fimmtán innkomum fyrirsæta, sem ég tel bara nokkuð gott!“ segir Harpa að lokum og hlær. RFF Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Fleiri fréttir Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Sjá meira
„Ég er enn þá að jafna mig,“ segir Harpa Einarsdóttir, fatahönnuður sem hannar undir nafninu Ziska, en hún varð fyrir því óláni að fatalínan hennar sem átti að sýna á Reykjavík Fashion Festival um síðustu helgi í Hörpu, barst ekki til landsins í tæka tíð. Fatalína hennar er framleidd á Indlandi. „Ég sendi allt tímanlega til verksmiðjunnar, en gjaldeyrishöftin urðu til þess að greiðslan barst ekki tímanlega. Þannig að verksmiðjan hóf ekki störf fyrr en viku fyrir sýningu sem er allt of seint,“ segir Harpa, sem dó þó ekki ráðalaus. „Þegar kom í ljós að þetta myndi ekki hafast, viku fyrir sýningu, þá tókum við Selma Ragnarsdóttir klæðskeri aldeilis við okkur. Það voru reyndar tíu flíkur sem voru gerðar hér heima, sem áttu að vera á móti því sem kom frá Indlandi, þannig að þær voru inni í sýningunni. Svo fylltum við bara upp í,“ segir Harpa og hlær. „Ég hafði náttúrulega engan tíma til að stílísera eitthvað sérstaklega. Við saumuðum allar nætur og til fjögur, nóttina fyrir sýningu. En það var margt gott sem kom út úr þessu, eins og til dæmis hvíti kjóllinn sem hefði aldrei orðið til ef þetta hefði ekki gerst,“ segir Harpa, en hvítur kjóll úr línu hennar vakti sérstaka athygli á sýningunni. „Við náðum fimmtán innkomum fyrirsæta, sem ég tel bara nokkuð gott!“ segir Harpa að lokum og hlær.
RFF Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Fleiri fréttir Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Sjá meira